Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2009 | 17:42
Helv..... kreppukjaftæði...
..og pólitíkst bull og þvaður
ALLTAF HREINT", hugsaði
húsfreyja arfapirruð og
ergileg, um leið og hún
skipti um útvarpsstöð í þriðja
sinn í bíl sínum á heimleið úr
vinnu.
"Landinn á eftir að sitja upp með
massív magasár, eftir þessa endaleysu
þar sem hver BESSERVISSERINN veit
allt miklu betur en hinn"!
"Og það ÓMEÐHÖNDLUÐ magasár"
hugsaði húsfreyja sótsvört, "allt í fjandans
ekkisens niðurskurði í heilbrigðiskerfinu
endalaust, og nú jafnvel verið að loka
einum besta meltingafæraspítala landsins
í Hafnarfirði"!
Aaaaaaaarrrrggh!
Húsfreyja var mun hughægra eftir að
hafa sleppt "Tarzan-öskri" þessu frá sér
í bílnum, og gjóaði augum sínum á ökumanninn í bílnum
við hlið sér á rauða ljósinu.
Sá var greinilega með mergjað "augnvandamál"
í gangi, því annað auga hans stóð á stilk, á
meðan hitt var dottið niður á undirskál...en
bæði störðu þau í forundrun á húsfreyju!
"O, jæja, hugsaði húsfreyja, "minn bíll og mitt
mál að hljóðmenga hann hressilega í vikulokin"!
Húsfreyja lagðist nú í þá skemmtilegu þanka,
hvað skyldi eldað í kvöldmat, og hvort VISA-kort
hennar þyldi yfirhöfuð matarkaup!
Glæta.
Nú bregður til beggja vona
hvort bankamenn haldi út.
Tóra þeir vetur og vorið
eða veslast í eymd og sút?
Aumir eru og krepptir,
því er ekki kátlegt að lýsa.
Nú eigum við bara eftir
einlæga von
- og VISA.
Arndís Sigurðardóttir frá Sleggjulæk (f.1940)
Húsfreyja náði í 8 ára djásnið og Elinóru
bestu vinkonu í frístundaheimilið.
Ákvað að sleppa því að hætta VISA-korti
í "klippingu" eða "gleyping", og hafa bara
"annan í snarli" í kvöldmatinn.
Átta ára vinkonurnar byrjuðu vel,
en enduðu í stríðni, gráti og "heim í
fússi ferð" Elínóru.
Og það þrátt fyrir að húsfreyja reyndi að
sætta alla málsaðila og fá atburðarrásina
á hreint.
Eins og mál er á sviðið sett
menn sannleik fá ekki greint,
því allt virðist bæði rangt og rétt
rotið og tandurhreint.
Björg Bjarnadóttir frá Geitabergi (f.1901)´
Ekki alltaf gott að henda reiður á atburðarrás
í leikjum 8 ára dísa.
Jaso!
Og nú grætur 8 ára djásnið yfir skólabókunum,
því henni leiðist svo án Elinóru.
Svona gengur þetta í lífi húsfreyju: Skin og skúrir.
En hún samt ætíð þakklát fyrir það að geta
hjálpað náunganum í starfi sínu, fyrir það að
eiga nóg að bíta og brenna...þótt það sé
aðeins "annar í snarli" -matur og síðast
en alls ekki síst, að hafa góða heilsu.
Guði og mönnum geld ég hjartans þökk,
það gleymist ei, þó hagli tímans fenni:
Sálin mín þó sýnist stundum dökk
sólskinsblettir finnast þó í henni.
Júlíana Jónsdóttir (1838-1918)
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt 24.3.2009 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 17:42
Já, SÆLL!
Ormar í namminu
?
Er þá "blandið í poka" orðið
"próteinbætt"?
Hollt og gott, nammið?
Lífrænt og lifandi?
Jaso!
Veit Solla í Grænum kosti af þessu?
Þá hún búin að fá samkeppni um "lífræna og holla" fæðu!
Kostar "aukalega" að fá ormabætt
bland í poka?
Eða er þetta bara "eiturnöðrugrimmt"
glens á kostnað Hagkaupseigenda?
Ljótt er grínið, ef upplogið er, og vonar
húsfreyja að fólk versli sitt bland í poka
hjá góðum Hagkaupsmönnum eftir sem áður.
Góðar stundir.
![]() |
Engin kvörtun um maðka í nammibar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 14:13
Farðu varlega í að lesa...
.....heilsubótarbækur.
Þú gætir dáið úr prentvillu.
Segðu alltaf sannleikann.
Þá þarftu ekki að muna neitt.
Gólf er góður göngutúr sem hefur
farið til spillis.
Ég held að Vor Himneski Faðir hafi
fundið okkur upp vegna þess að hann
varð fyrir vonbrigðum með apana.
Hvað væru karlmenn án kvenna?
Fáir, herra minn - rosalega fáir.
Mark Twain (1835-1910)
Húsfreyja var ekki gömul skotta, er hún
komst í það að lesa Tom Sawyer og
Stikilsberja-Finn eftir Twain.
Voru bækur þessar í miklu uppáhaldi hjá henni
fyrir góðan húmor og spennandi sögur.
Líst henni ljómandi vel á að verið sé
að gefa út áður óbirtar sögur og greinar
eftir karl.
Mun að sjálfsögðu tryggja sér eintak af
riti þessu eftir Twain, þá það ber að
Íslandsströndum.
Ætlar hún nú að bregða sér eina herlega
ferð í viðbót í Perluna og skoða bókakostinn,
sem þar er á boðstólum...aldrei að vita hvað
kemur upp í hendur hennar.
Góðar stundir.
P.S. Tilvitnanirnar tók húsfreyja úr bók Þorsteins Eggertssonar, "STUTT OG LAGGOTT".
![]() |
Áður óbirtur Twain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 18:39
Ljóta forneskjan...
...þarna í henni Sádi.
Fólk lúbarið sundur og saman.
fyrir það eitt hittast, spjalla og
færa hvort öðru gjafir, sé það af
gagnstæðu kyni og ekki blóðskylt.
Hvað ætli liggi á bak við svona
furðuleg og forn lög?
Að lögin boði að berja 75 ára konu,
LÖNGU komna úr barnseign í
spað, fyrir það eitt að spjalla
við herramennina, er algalið svo
ekki sé meira sagt.
Og ekki fá þeir blíðari meðferð, herrarnir!
Eru karlar taldir "hættulegir" sér
óskyldum konum....eða þá konurnar körlunum?
Steypist fólkið ef til vill út í hroðalegum kýlum og sárum
við það eitt að sitja "óskyld" og af gagnstæðu kyni
yfir kaffibolla?
Eru Sádar þá máske svona "hörundssárir"....?
Eða er óskyldum aðeins gefið "baneitrað"
þríuppáhellt" kaffi?
Nú og svo eru víst Sádar heittrúaðir á tilvist
helvítis...svo ef til vill trúa þeir því að
karl og kona alls óskyld, takist að opna
glufu á hlið helvítis, þá þau mætast og taka tali?
Hafi svona leynilegan, sameiginlegan "helvítislykil",
sem aðeins óskyldt fólk af gagnstæðu kyni kann að nota?
Ekki félegt að fá "þann í neðra" upp á yfirborðið
þarna í Sádí, næga djöfla hafa þeir að draga samt!
Má þar til dæmis nefna dúkkudjöfulinn hana Barbie, gæludýr
flest öll og svo helvítis jógað.
En allt hefur þetta farið fyrir brjóstið á heittrúuðum
víða í austurlöndum nær.
Enda það dót allt á snærum "þess í neðra" samkvæmt þeim
"háheilögu, friðsömu og hjartagóðu" heittrúarmönnum.
Jamm, óskapa forneskja er þetta í lögum Sáda.
Og amma gamla svo brottræk úr landinu, lifi
hún af 40 svipuhögg og 4 mánaða fangelsisvist.
Merkilegt að valdamönnum Sáda skuli finnast
þetta réttmæt og skynsamleg refsing á broti þessu...
enn merkilegra að valdhafar þeirra skuli telja
mannlegu samskipti þessi til alvarlegri lagabrota.
Þyrftu eitthvað að fara að endurskoða sín
ævagömlu lög úr Kóraninum...enda síðan á
7 öld eftir Krist.
Og máske sleppa "helvítistrúnni" úr trúarbrögðum
sínum svona í leiðinni.....
Góðar stundir.
![]() |
75 ára kona fær 40 svipuhögg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2009 | 16:57
Frelsuð!
HALLELÚJA!!
Húsfreyja er "frelsuð"!
Og það af "þvottavélinni" sinni.
Lof sé AEG og Candy í þeirra miklu náð!
Og frá hverju er húsfreyja frelsuð, af þeim
góðu þvottavélum??
Hefur ekki hugmynd!
Enda hlýtur það að vera algert
aukaatriði, ef húsfreyja er bara "frelsuð"!
Skyldi Gunnar í Krossinum vita af þessu?
Hann komin með myljandi samkeppni í
"frelsunum" ....og máske kraftaverkum líka?
Hallelúja!
Eða er Gunnar í Krossinum kannski á bólakafi
í "þvottavélabraski"?
Er páfi þá alveg sáttur við þetta?
Eru þvottavélafyritæki ef til vill á
sérstökum Páfagarðsmála?
Þvottavélar þá sjálfvirkar í því að
gera allt þvottavatn sitt "háheilagt"
og ilmandi hreinan þvottinn þar með "frelsandi"
fyrir líkama og sál?
Eru þvottavélar þá "arftakar" aflátsbréfanna
hinna katólsku?
Sem frelsuðu menn af oki syndanna fyrir
offjár...nú eða slikk, allt eftir því hve syndin
var stór.
Fóru þá "aflátsbréfasölumenn" beint í þvottavélabransann,
þá þær voru uppfundnar?
En því "frelsa" þvottavélarnar bara konur?
Hvaða kynjamismunun er hér í gangi?
Þvo ekki einnig karlar sína skítugu leppa?
Varla eru þeir ennþá að skola úr óhreinum
fötum sínum í höndunum...og það á 21. öld?
Eru karlar beittir "kynjamisrétti" af þvottavélum
þessa heims??
Er þá allur þorri karla "ófrelsaður" og
gangandi í haugdrullugum fatnaði í
ofanálag?
Jaso, húsfreyja vill óska konum öllum til
hamingju með Alþjóðlegan baráttudag sinn
í dag, en stingur því svona í leiðinni að öllum
karlpeningi að fara nú að huga að Alþjóðlegum
baráttudegi fyrir sig, og byrja á því að kippa
þessu "þvottavélafrelsunarmáli" í lag hið snarasta!
Góðar "þvottastundir"!
![]() |
Þvottavélin frelsaði konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2009 | 20:47
ZA!
Svona getur eitt lítið "ZA" skipt
miklu máli milliríkjamálum.
Blessunin hún Hillary verður
nú að reyna að standa við
"gefin" orð við rússana, bjalla
reglulega, lágmark 10 sinnum á dag,
og "ofhlaða" lofi eða svo
skömmum á þá, svona eins og
henni býr í brjósti.
Hmmmm...er nýtt kalt stríð í
uppsiglingu?
Nú eða máske eldheitar "ástir"
á milli Kana og Rússa?
Ef til lag fyrir litla Frón, að verða
"háleynilegt ástarhreiður" fyrir
foringja beggja landa...svona
eins og þegar Ronnie og Gorbí
mættust hér eitt sinn fyrir ekki svo löngu.
Hvað veit maður...allt til í dæminu.
Góðar stundir.
![]() |
Rússar gera grín að Clinton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 08:47
Mikið eigum við gott...
...Frónbúar að búa hér
uppi á okkar ísa köldu landi.
Má hér ungt fólk, maður og kona,
ganga um óáreitt og sprelllifandi
í tilhugalífinu.....nú eða bara VINIR,
án þess að vera skotin á færi.
Skreppa saman í bíó án þess að
vera söxuð niður í smábúta með sveðju,
þá heim er haldið að lokinni bíóferð.
Dætur okkar, systur og mæður mega
skreppa einar eða saman að versla í matinn,
kaupa fatnað á börnin sín og fara á kaffihús og spjalla,
án þess að teljast réttdræpar.
Það er okkar mikla gæfa að hafa fæðst hér en ekki í
landi eins og Tsetsjeníu, þar sem engin
virðing er borin fyri mannslífum.
Steingrímur Thorsteinsson skáld orðar þetta ágætlega
fyrir húsfreyju:
Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls,
í hæðir ég berst til ljóssins strauma
æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls,
uns leiðist ég í sólu fegri drauma.
Steingrímur Thorsteinsson (1831 -1913)
Góðar stundir.
![]() |
Segir spilltar konur réttdræpar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 08:22
Heidi Klum fitukeppur?
Það hlýtur þá að vera "ofurfita",
sem allt venjulegt fólk kemur ekki
auga á.
Er samkvæmt myndum er húsfreyja
hefur séð af Klum þessari, mjög
grönn og flott kona...og vill húsfreyja
biðja "gagnrýnendur" er sjá fitukeppi
lafa á Klum, að þvo sér betur um augun
á morgnana...hljóta að eiga við
"massívt" augnastíruvandamál að stríða.
Hefðu allar konur vöxt Klum eftir
að hafa fætt 3 börn, væru þær í
bísna góðum málum... holdafarslega!
![]() |
Neitar því að vera of feit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 18:30
Rafræni heilbrigðisvandinn!?
Verði þetta algilt fyrir alla
heilbrigðisþjónustu litla Fróns að
þurfa að panta allt "rafrænt,
er næsta víst að húsfreyja
verði nú að ná "yfirnáttúrulegu
sambandi" við sín nýru.
Og plana og plotta
næsta nýrnasteinakast
mjög vendilega, svo henni gefist
tími til að panta "rafrænt" samþykkta
læknishjálp á bráðamóttökunni.
Sér hún fyrir sér að "R2D2" og "3CPO"
(artúdítú og þrísípíó) félagarnir úr Sjörnustríði
verði sem snarast ráðnir á bráðamóttökuna,
til sortera svörtu "órafrænu" sauðina frá hinum
hvítu "rafrænu" sauðum.
Verði hinum "svörtu órafrænu" sauðum gert að bíða
"lágmark" 5 klukkustundir eftir læknishjálp, á
meða hinir eru teknir í "slysó-hrað"....læknig á
"nóinu"!
Setur svona "nýja" merkingu í orðið
"bráðalæknisþjónusta"..þar sem hinir hvítu
rafrænu sauðir fá allir extra hraða og og súpergóða
bráðalæknisþjónustu.
Hinir verða bara að láta sér nægja "wait and see-
dúll-gauf-og gutl" -læknisþjónustu....og "kannski þetta
lagist bara af sjálfu sér-læknisþjónustu"!
Enda þeir hinir mislukkuðu "órafrænu" svörtu sauðir!
Eiga ekkert betra skilið, fyrst þeir eru algjör "fífl" á tölvum,
og kunna ekki neitt af viti þar, allra síst að panta sér
læknisþjónustu "rafrænt!
Djísuss!
Húsfreyja hefur í "eitt sinn" í mesta grandaleysi
verslað sér bók "rafrænt"...á netinu altso.
Jamm, þvílíkar ekkisens hremmingar.
Fullt nafn og kennitala...kennitala AFTUR....
heimilisfang....ímeil-adressan...ímeil-adressan AFTUR...
VISA-kortsnúmer...og einhver "idp"-...eða "dipp"-
tala...gildistími korts...staðfesta....en áður en þér
tekst að staðfesta opnast helvískur "flass-gluggi"...
"þú hefur áhuga á SVONA bókum, viltu þá ekki
kaupa líka...auglýsing á 3-4 bókum" sem húsfreyja
vill ekki sjá að kaupa!.....NEI!..STAÐFESTA....allt heila klabbið
birtist á skjánum.....eru þetta "áreiðanlega réttar upplýsingar"....
....viltu þá staðfesta AFTUR....AAAAAARRRRGGGH!!!
Húsfreyja sá í hendi sér, að það tæki hana mun skemri
tíma að skreppa til London að morgni í bókabúð, versla bókina
þar og koma heima aftur að kveldi.
Ja, svei!
Og nú, næst þegar hana vantar astmapústið sitt
á hún að panta "rafrænt" recepttíma hjá
heimilislækni sínum, kennitala....AFTUR...fullt nafn...heimilisfang....
borga fyrir með VISA-kortinu(....Aftur kortanúmer....)
fyrir lyfseðilinn "rafrænt"....staðfesta AFTUR!
Svei, ef það á ekki fyrir húsfreyju að liggja að
"vakna STEINDAUÐ" einhvern morguninn....og
deyja algjörlega "órafrænum" dauðdaga.
Góðar stundir.
![]() |
Læknar og lyfseðlar á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 15:44
Víða hægt að fara sér að voða...
..hér uppi á litla Fróni.
Húsfreyja brá sér til ferða fyrir
hádegi, og mætti á sinn vinnustað
þrátt fyrir að vera í fríi.
Undirbjó þar minningarstund
fyrir sína nýlátnu tíræðu konu á deildinni.
Ættingjar og djákni mættu svo
ásamt heimilisfólki og okkar kona
kvödd.
Húsfreyja og starfsfólk svo með kaffi fyrir
ættingja og djákna í borðsal.
Ljúf, ákveðin, stjórnsöm og elskuleg
sú tíræða, sem flutti í Sumarlandið,
allir sammála um það.
Þegar heim kom upp úr tvö, mætti
húsfreyju óvænt sjón.
Faðir nágrannakonu húsfreyju stóð
helblár og kaldur á útidyratröppum hennar.
Hafði verið að vinna fyrir dóttur sína og
tengdason niðri í bílskúr, en náð að læsa sig
úti.
Var hálfhrakinn, krókloppinn og helkaldur eftir klukkutíma
á peysugopa og gallabuxum í sunnlenskri
snjókomu og kulda.
Hafði engum náð í síma til að redda sér inn
aftur, og hafði þar að auki læst bíllykla sína
inni í bílskúrnum líka.
Húsfreyja var fljót að vippa karli inn í hlýjuna,
hita honum heitt kaffi og gefa honum kexbita
með.
Rann fljótt hinn undarlegi blámi af karli, og
hann fór aftur að fá tilfinningu í fingur og að hitta
rétt á símtakka.
Náðist eftir 45 mínútur í móður tengdasonar, en
hún býr einnig við hlið húsfreyju,
og kom sú á blússandi fart og reddaði karli inn.
Var húsfreyja afskaplega glöð í sínu hjarta,
að geta aðstoðað karl, því hann er einstakt
góðmenni og hjálpsamur eftir því.
Svo húsfreyja mælir með því að allir fari varlega
í hríðarbyljum og vetrarveðri, og hafi allan
varann á, þá farið er til ferða.
Akið og gangið á Guðsvegum
Góðar stundir.
![]() |
Björgunarsveitir á leið á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)