Færsluflokkur: Bloggar

Hormónakaupæði?

people_shopping_2_girls  Hér á árum áður var

  húsfreyja með sparsamari konum,

  enda laun hjúkrunarfræðinga ekkert til

  að ærast yfir af gleði.

  Náði með ofursparsemi að nurla fyrir

  einni góðri utanlandsferð á ári.

  Tók þá húsfreyja sumarfrí sitt á haustdögum

  og smellti sér til London, New York, Parísar,

  Köben, New Orleans, San Fransisco, Boston,

  Key West, Grikklands, Þýskalands, Spánar, Túnis,

  Barcelona eða Dublinar.

  Viðurkennir húsfreyja fúslega að hafa síðan "tapað sér"

  í verslunarkeðjum heimsborga og á sólarströndum

  og verslað ótæpilega.

  Jafnvel komið heim hlaðin "jólagjöfum"...og það í lok

  september.

  Merkilegt þykir henni þá ef hún hefur verið haldin

  "massívri fyrirtíðaspennu" á öllum sínum ferðalögumPinch.

  Var hún iðulega 2 -4 vikur erlendis í einu,

  og verslaði grimmt 2-4 daga af tímanum.

  Afganginn notaði hún í skoðunarferðir, sólarslökun,

  skemmtigarða, kvölddjamm og gleði......og ekkert verslað

  þá daga nema eðalsteikur, rauðvín og máske póstkort

  og minjagripir.

  Var svo í uppáhaldi hjá erlendum tollurum, því þeir

  fengu ætíð tækifæri til að gera nett grín að

  hafurtaski húsfreyju þá hún kvaddi land þeirra:

 "Hi, Joe this young lady has a BODY in her suitcase"!

  "No, Joe, I'm wrong!  She has a "dead peson and a

  big dead dog" in her luggage"!

  "Lady!  You always travel with your dead relatives and pets,

  when you're abroad"???

  Jamm, þeir voru skemmtilegir tollararnir hér í denTounge.

  Og heimleiðis hélt húsfreyja úr öllum sínum ferðum,

  hlaðin gjöfum og nýjum fatnaði á sjálfa sig og aðra

  "lifandi" ættingjaWhistling!

  Man ekki eftir því að hafa byrjað á blæðingum

  í hvert sinn er fætur hennar snertu mold

  fósturjarðarinnar......sei sei nei...en hvað veit maður?

  Enn þann dag í dag er húsfreyja hóflega

  sparsöm konaWink.

  Matur, fatnaður, sjónvarp, sími, skólavesen 8 ára djásnsins,

  rafmagn og hiti er það sem hjúkkulaunin hennar fara í að borga

  í dag.

  Einna helst hún að hún missi sig alveg, þá

  Perlan heldur bókamarkaði!

  Náði sér í 19 bækur síðast!

  En kannski að þeir hjá Perlunni

  séu búnir að láta reikna út hvenær

  flestar konur á litla Fróni hafi "egglos",

  og skelli á markaði EINMITT þáDevil!

  Þegar húsfreyja hugsar til baka, er eins og

  hana rámi í að Perlan hafi að meiri hluta verið

  full af "ofurhressum, bókakaupglöðum" konum,

  þá hún sló eign sinni á einar 19Halo!

  Júmm, einhverjir karlar voru þarna líka...

  Jónsi í svörtum.....feður með haug af

  barnabókum í körfu...eldri menn með

  30 kílóa fræðibækur í sínum körfum.....

  Jú, jú þarna var einhver slæðingur af karlpeningi.

  En mest var samt af konum!

  Hah!  Snjallir Perlunnar menn!

  Stíla upp á hormónatengda kaupgleði kvennaCool!

  Þetta gætu fleiri fyrirtæki er selja vörur

  til almennings tekið sér til fyrirmyndar.

  Gæti alveg reddað kreppuhelvítinuJoyful!

  Nema myndi ekki redda bílabransanum......

  ..hann er steindauðurCrying!

  Rangt kyn sem klikkast í bílakaupumPinch.

  Góðar stundir.

 

 

 


mbl.is Kaupæði tengist fyrirtíðaspennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banna kreppuaðgerðir?

australia_kangaroo  Af því að þær heita ekki

  "lagalega réttu" nafni í ÁstralíuW00t!

  Bryan Pape hinn löghlýðni

  lagaprófessor er hundsúr og fúll

  um þessar mundir, þar sem

  hin herlega ríkisstjórn Ástrala

  vill gefa láglaunuðum í landinu

  allt að 900 dollara, svo þeir geti

  verslað aðeins meira en salt

  í grautinn og þurrt kengúrukjöt

  frá því í fyrra í matinn.

  Og máske borgað smotterí af

  skuldum líkaWhistling.

  Og því er lagaprófessorinn vitri

  svo heitur út í ástralska ríkið?

  Jú!  Þeir kalla "aðgerð" þessa í

  heimskreppunni "skattaafslátt"Pinch!

  Hneisa!

  Svínarí!

  Lögbrot!

  Pape hinn ástralski má vart vatni halda

  af heiftugri bræði og réttlætistilfinningu!

  Minna fer fyrir gleði hans vegna "fjárhagsaðstoðar"

  til handa láglaunuðum áströlum.

  Ætlar að kæra ríkið, enda mun mikilvægara

  að fjárhagsaðstoð þessi beri "KÓRRÉTT heiti"

  lagalega, en að láglaunaðir fái smá aur þá

  harðna fer á dalnum.Shocking

  Datt húsfreyju í hug, hvort ekki mætti kalla

  fjárhagsaðstoð þessa til handa láglaunuðum

  þarna í Ástralíu "skattagjöf"....

  og málið væri DAUTT!

  Þyrfti reyndar að setja "nýyrði" þetta inn

  í tungumálið, þar sem skatturinn er af öðru þekktur

  en gjöfumWhistling.

  En eru til lög í vestrænum löndum sem hreinlega

  banna "skattagjafir"?

  Húsfreyja hefur ei fregnað af slíku, svo

  því skyldu frændur vorir "hið neðra" ekki

  geta reddað þessu "orðhengilsmáli" Pape,

  með því að bæta einu nýyrði við tungu sínaDevil?

  Húsfreyja á svo ekki góða aðkomu að

  kompjúter sínum um þessar mundirPinch.

  Sei, sei, nei!

  Bóndi hennar að fylgjast með "heimsfótbolta"

  allar stundir á netinu, fósturdóttir býr á fésinu

  og 8 ára djásnið er komið með eitthvert

  "mörgæsaæði" í tölvuleikjum.

  Þar sem húsfreyja er samningslipur kona,

  og þar með ætíð "númer 4" að komast að í kompjúterinn,

  hefur hún "úthlutaðan tölvutíma" milli kl. 01-09 á morgnana

  um helgar.

  Þar sem tími þessi skarast illilega á við nætursvefn

  húsfreyju nýtist hann henni ekki sem skyldiGetLost.

  En nú eru virkir dagar, svo aldrei að vita nema

  að húsfreyja nái inn einni og einni færslu fyrir miðnættið.

  Góðar stundir.


mbl.is Lagaprófessor óvinsælasti maður Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gítarhjólið heillaði...

Funny_Pictures_27517  ...húsfreyju rosalegaCool.

  Getur alveg hugsað sér að

  skella sér einn herlegan og

  sólríkan sumardag niður í miðbæ,

  á "risavöxnu gítarhjóli"...

  "YOU AI'NT NOTHING BUT A HOUND DOG"..

  Presley að sjálfsögðu í botni í

  græjunum sem hún kæmi fyrir í gítarnumDevil.

  Demba sér svo í eina reisu með tjald

  á bögglaberanum á gítarhjólinu...

  "...tjaldi upp að slá,

  fjöllin eru grá,

  nú liggur ekki lengur lífið á...

  ..ég hef allan daginn glímt við þjóðveginn"..

  Að sjálfsögðu Sléttuúlfarnir með undirspilið

  í þeirri ferðinniLoL.

  Þetta yrði svona "nostalgíu-músíkalskt ferðahjól"

  fyrir húsfreyju.

  Faðir húsfreyju var mjög söngelskur maður.

  Lék á gítar,samdi lög og texta, tækifærisvísur og

  var lengi vel fyrsti tenór í karlakórum Eyjamanna.

  Svo "gítarhjól" væri vel við hæfi handa húsfreyjuGrin.

   Góðar hjólreiðastundir í sumar. Smiley Choir 

  






mbl.is Hornótt hjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir 18.

children_of_iceland_1500  Skelfing er að lesa slíkar fréttir.

  Stríð eru tímasóandi eyðing

  á mannslífum, að mati húsfreyju.

  Og 189 börn hafa fallið í valinn í Palestínu

  síðan í desember, og eiga sjálfsagt

  eftir að deyja fleiri.

  Þvílík sorg.

  Og ekki ólíklegt að eitthvað vanti í

  tölur þessar frá stríðsherrum Ísraela.

  En eitt var jákvætt við frétt þessa.

  Einstaklingar undir 18 ára aldri eru

  "talin börn" hjá Palestínumönnum, segir

  í fréttinni.

  Fækkar þá ekki ungum drengjum,

  er ei teljast til fullorðinna, í hersveitir þeirra?

  Um leið og þeir taka sér ekki fyrir eiginkonur

  stúlkubörn undir 18 ára aldri?

  Eða varla fá drenghnokkar kvaðningu

  í herinn, og ekki er nokkurt vit í að

  kvænast ókynþroska stúlkubörnum?

  Eða hvað?

  Varla ætla þeir börnum að gegna störfum

  fullorðinna?

  Hvernig ætli rétti barna sé eiginlega farið

  í Palestínu?

  Væri fróðlegt að vita, því við fáum alltaf fregnir

  af verstu níðslunni á börnum islamatrúarmanna,

  en sjaldan eða aldrei fregnir af því, þegar

  tekst að verja börnin fyrir misnotkun

  og ofbeldi.

  Já, furðulegur suðupottur haturs, drápa og

  forneskju þarna fyrir botni Miðjarðarhafs.

  Og hvorugur aðilinn gefur þumlung eftir.

  Stál í stál.

  Auga fyrir auga.

  Tönn fyrir tönn.

  Og börn deyja.

  Nístir inn að hjartarótum, að hugsa til þess.

  Nístir.....


mbl.is Ísraelar segja 189 börn hafa látið lífið á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundrað og fjögra!

funny-pictures-cow-jumping-aqY  Húsfreyja var rasandi hissa.

  Stödd á Húsavík, uppi

  á öldrunardeildinni á 3 hæð á

  sjúkrahúsi þeirra víkinga.

  Var að fá rapport um

  öldungana, því hún átti að

  sinna þeim á kvöld- og næturvöktum,

  ásamt fólkinu á sjúkradeildinni niðri.

  Á öldrunardeildinni voru 33 öldungar.

  Og helmingur þeirra var á þeim góða aldri

  95- 104 ára!

  Helmingur!

  Húsfreyja trúði vart sínum eigin eyrum og augum.

  Fyrir sunnan þótti stórmerkilegt ef

  einn og einn öldungur náði 100 ára aldri.

  Hér voru þrír 100 ára, og ein kona 104 ára!

  Jaso!

  Og margir 98 og 99 ára gamlir.

  Húsfreyja gjóaði augum fram í matsalinn,

  þar sem þingeyskir öldungar sátu að snæðingi.

  Voru hinir háöldruðu ekki aðframkomnir af elli?

  Máske ekki einu sinni í standi til að komast úr rúminu

  og fram í matsal.

  Húsfreyja sló lauslegri tölu á heimilisfólk í huganum.

  Hah!  Bara 32!

  Sú 104 ára sjálfsagt ekki göngufær, og lægi

  farlama inni í rúmi.

  En sei, sei, nei!

  Sú 104 ára var á fæti, höktandi um í

  göngugrind...glettilega skýr í hugsun og

  ern, þótt heyrnin væri næstum alveg horfin.

  Það var einhver flensuskítur búinn að vera í gangi,

  og einn "unglingurinn" þeirra þarna, aðeins 79 ára

  lá bakk í rúminu með lugnabólgu.

  Undur og stórmerkiW00t.

  Sunnlenska unga hjúkkan, var furðu lostin.

  Það var hásumar, og húsfreyja var nýkomin

  að sunnan til starfa.

  Átti ættingja og góða að á Húsavík, og langaði að reyna

  eitthvað nýtt í starfi sínu.

  Henni leist vel á staðinn.

  Náttúrufegurð mikil og gaman að takast á við nýjar

  áskoranir í starfi.

  Ekki hafði hún búist við að kynnast svo öldruðum

  Frónbúum, og hún hitti fyrir á öldrunardeild Húsvíkinga.

  Var flest ernt fólk í hugsun, en skrokkurinn farinn að gefa sig.

  Örfáir með minnissjúkdóma, nokkrir með

  lamanir og málstol eftir heilablæðingar.

  Deildarstjórinn á öldrunardeildinni var samt

  dálítið áhyggjufull yfir sínu fólki.

  "Veturnir leggjast svo illa í öldungana, hér fyrir norðan,

  og þeir bara leggjast í rúm að kveldi og deyja um nóttina"!

  Húsfreyja sá ekki hvernig það mætti verða, svo

  hressilegt var gamla fólkið yfir sumartímann.

  En haustið kom, í nákvæmlega 3 daga og 5 klukkustundir,

  og þá byrjaði að snjóa.

  Og snjóa!

  Og snjóa!

  Húsfreyja var beðin um að vinna mikið af

  kvöld- og næturvöktum.

  Skortur á hjúkkum.

  Húsfreyja tók því ljúflega, enda ung og spræk.

  Gat alveg unnið 3-5 næturvaktir í einum rykk,

  og jafnvel kvöld- og næturvakt saman.

  Í október veiktist fyrsti öldungurinn á vakt

  húsfreyju, dó sólarhring seinna á næturvakt húsfreyju.

  Og einn af öðrum, nótt eftir nótt, á meðan vetraróveður

  með snjókomu og kulda dundu yfir byggðina, létust

  þeir, ernu öldungarnir húsfreyju.

  Oftast nær að næturlagi, og á vöktum húsfreyju.

  Frændur húsfreyju, ungir menn á svipuðum aldri og hún,

  voru fljótir að sjá gráglettnina í málunum.

  "Hvað segir engill dauðans í dag"? var kveðja sem

  hún iðulega fékk frá þeimHalo.

  "Hvað lágu margir í nótt"? eftir að hafa lent í

  tveimur dauðsföllum í röð, nótt eftir nótt.

  Húsfreyja hló með þeim frændum sínum, enda

  kannaðist hún vel við húmorinn frá sjálfri sér og sinni

  sunnlensku fjölskyldu.

  Breytti ekki því, að marga vetrarnóttina á Húsavík sat hún við

  rúmstokk deyjandi öldungs.

  Bað með þeim sem þess óskuðu,

  söng jafnvel gamla sálma upp úr sálmabókum

  fyrir þá, sat hjá þeim og hélt í hönd þeirra....

  svo undur gamlar og visnar hendur.

  Hlustaði á þá rifja upp lífshlaupið, ákveðna atburði

  úr lífum sínum..sára eða gleðilega.

  Sumir misstu meðvitund fljótt, varð að

  snúa þeim, gefa verkjalyf reglulega,

  sinna frumþörfum og meta líðan.

  Sitja með ástvinum, hugga þá, styrkja,

  hlusta á minningarbrot þeirra um þann deyjandi,

  gefa þeim mat og kaffisopa, kalla til prestinn

  þegar ástvinur kvaddi, kveikja á kertum og

  gefa þeim tíma í  minningar-og bænastund með þeim látna.

  Snjókomuna stytti upp endanlega 3. júní!

  Það vor höfðu allir elstu öldungarnir kvatt, og nýjir

  einstaklingar komið í þeirra stað.

  En þeir voru nú ekkert mikið yngri en þeir, sem látist höfðu um

  veturinn.

  Flestir þeir nýju, eitthvað í kringum níræðisaldurinn.

  Húsfreyja spurði eina sjötuga konu sem kom að

  vísitera móður sína, 95 ára nýkomna upp á öldrunardeild,

  hverju sætti þessi hái aldur þeirra þingeysku.

  "Nú hvað er þetta telpa mín, hér er nóg að bíta og brenna.

  Lifum í nánu samfélagi við náttúruna, dýr og menn.

  Höfum alltaf í nógu að sinna, leiðist aldrei, borðum

  vel er við erum svöng, og eigum heimsins bestu mjólkurkýr".

  Og upp arkaði sú sjötuga bóndakona, allar tröppurnar og

  gustaði af henni!

  Tók ekki lyftuna, sei, sei nei.

  Skondið fannst húsfreyju svo, að sjá nú mörgum árum seinna frétt um

  ágæti þingeyskra mjólkurkúa...og það í sjálfu málgagninu.

  Ætli öldungar þingeyskir séu enn svo langlífir, og þá, er

  húsfreyja fylgdi þeim síðasta spölinn yfir í "Sumarlandið"?

  Góðar stundir.

 

 


mbl.is Besta mjólkin í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugbíll!

Funny%20Cars%20at%20Indy%20'76%20by%20James%20Morgan  Verður þá húsfreyja að

  taka flugmannspróf,

  næst er hún endurnýjar

  ökuskírteini sittW00t?

  Koma sér upp "míní-flugvelli"

  úti á bletti?

  Og hvernig fer hún þá að því að

  "svífa" í loftinu lendi hún í

  flugumferðrhnút og   

 á "rauðu ljósi" yfir Miklubraut á föstudegiPinch?

  Hvernig redda menn þessu yfirhöfuð

  með "umferðarljós" og umferðareglur

  uppi í bláum himni skaparans,

  þá Frónbúar hafa klikkast í "flugbílakaupum"Shocking?

  Flugumferðaröngþveiti yfir Kringlu og miðbæ?

  Flugslys daglega á flugbílum?

  Fólk að hrynja af himnum ofan í hausinn

  á gangandi vegfarendum, skokkurum,

  hjólreiðarmönnum og stöku gamaldags

  bíleigandaErrm?

  Gefur löggan út "skotleyfi" á "flugökuníðinga"Devil?

  Verðlaun veitt fyrir hvern slíkan í EVRUM?

  Verður þetta "sárabótin veiðimanna", fyrir að mega ekki

  veiða rjúpuræfilinn í jólamatinn landsmannaPolice?

  Verður rjúpan máski hólpin um alla ókomna tíð?

  Og gæsaskytterí heyrir máske líka sögunni til?

  Freta niður flugökuníðinga verður þá "aðal sport"

  allra byssuglaðra veiðimannaLoL?

  Hvað með "lóðir" undir míní-flugvellina?

  Verður að leggja niður golf, og taka

  iðagræna fyrrum golfvelli undir "míní-flugvelli"?

  Verða golfarar Frónbúa "eilífðarmótmælendur" niðri

  á Austurvelli:  HELVÍTIS FOKKING "ANTI-GOLF-FLUGBÍLAFOKK"Angry!?

  Verður "flugumferðarstjórn" eftirsóttasta

  atvinnugrein á Litla Fróni sem víðar um lönd?

  Eða virkja laganna verðir bara "fyrrum rjúpnaveiðimenn"

  og gæsaskyttur í stórum stílWhistling?

  Verður himininn yfir borgum og bæjum "silfurgrár"

  af blikki og krómi?

  Blár himin og hvítir skýjabólstrar forréttindi bænda og

  sveitafólks?

  Verður sett "flugbann" á skógarþröstinnWoundering?

  Kríuna?

  Lóuna sem syngur svo fallegt "dirrindí" á vorin?

  Endur og gæsir í útlegð upp til heiða?

  Jaso!

  Húsfreyja sér fyrir sér massívan höfuðverk

  stjórnvalda, verði "flugbíllinn" aðalferðamáti

  Frónbúa á næstu árumPinch.

  En þá bregða stjórnvöld sér bara á gæsaskytterí

  eða smella sér í golf, og hreinsa hugann og

  ná sér í súrefni og hreyfingu......

  eða NEI!

  Það gengur víst ekki!

  Jæja, stjórnvöld geta altént skellt sér í

  "útróðrartúr" á sexæringum á "fuglalausri" tjörninniTounge!

  Fínt sport það.

  En hjálmar á höfuð eru algert "möst" í róðursporti þessu.

  Aldrei að vita nema eitthvert "flugökuníðingsfíflið"

  hryndi af himnum ofan á hausinn á þeimWhistling!

 

 


mbl.is Flugbíllinn kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótu hálvitarnir enn og aftur?

funy-face-thumb1601056  Húsfreyja smellti sér í það

  að lesa báðar blaðagreinarnar

  eftir vinnu.

  Lewis greinilega í stjörnustuði, og

  með "Ameríska hamborgarafitu"

  fasta í augnkrókum sínum, og sér

  ekkert nema "fitukeppi" og "erfðagallað"

  fólk á öðru hverju götuhorni hér í borginni

  við sundin bláu....og mest af því í "svörtum

  fötum" á "gjaldþrota" hóteli með 101 heimilisfangPinch.

  Er svo greinilega farinn að lenda í erfiðleikum

  með heyrn sína, heyrir dularfullar "bílsprengingar"

  með einhverri "ofurheyrn" út um alla borg...getur meira

  að segja nefnt "bíltegundina"Devil.

  Fær samt svítu, og gamlan lúinn auglýsingabækling

  til að lesa, þrátt fyrir meint gjaldþrot hótelsins...og

  erfðagallaða svartklædda þjóna....

  Asskoti fín þjónusta það hjá gjaldþrota hóteliLoL!

  Jamm, Moody sem 7 ára Frónbúi er svo

  sármóðgaður yfir þessari útfærslu á frónversku

  kreppunni, enda hann eflaust að upplifa hana

  "erfðagallalausa og bílsprengjulausa" eins og

  megin þorri landsmanna.

  Helv..., andskoti dýrt að fá sér snarl í matinn

  hér uppi á litla Fróni í dag, er húsfreyja innilega

  sammála Moody.

  En ekki svo slæmt að vera líkt við hálfvita,

  sér í lagi "Ljótu hálfvitana".....

  bara skemmtilega vinalegir  og músíkalskir

  náungarGrin hér uppi á litla Fróni.

  Góðar stundir.

 


mbl.is Íslendingar engir hálfvitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið eftir símtali!

fun_animals1  Eftir að hafa hlustað á

  Björk syngja lag, sem húsfreyja

  ímyndaði sér að söngkonan hefði

  samið á "salerninu með

  mergjað harðlífi",

  og svo flókið blúslag með

  "hverfandi" laglínu,

  upptekið á einu af öldurhúsum borgarinnar,

  skipti húsfreyja um útvarpsrásDevil.

  Settist síðan við tölvu sína og bjallaði

  í "snilldargenið", er átti að vera að störfum

  í heilabúi hennar.

  Andskotinn í útlegð á Suðurheimskautalandinu...

  línan "steindauð"...ekki einu sinni á taliAngry.

  Nú hlyti doktorinn að fara að hringja...húsfreyja

  gjóaði augum á eldhúsklukku sína.

  Klukkufjandinn enn með uppsteit, bara 5 mínútum meira

  en síðast er hún var barin augum.

  Jamm, alveg var húsfreyja viss um að

  hún væri enn og aftur orðin "vanvirk"!

  Heilabúið aftur dofið og gleymið,

  snilldargenið í verkfalli og

  skrokkurinn arfaþreyttur líkt og hann hefði

  dregið tonn af blýi á eftir sér á "hjólalausum

  vagni" um götur bæjarinsPinch.

  Ekki hringdi doktorinn með niðurstöðurnar

  úr blóðprufunni -DÆS-!

  Graðhestarokk á nýju útvarpsstöðinniW00t!

  Djísuss!

  Ekki einu sinni hægt að skella sér að ná i

  miða í leikhúsið á Flónna....doktorinn gæti hringt á meðanShocking.

  Húsfreyja skipti enn og aftur um útvarpsrás.

  Skárra!

  Amerískt popplag kynnt af konu með hunangsmjúka

  og þægilega rödd...átti húsfreyja annars ekki nóg

  af hunangi?

  Best að skreppa í Bónus snöggvast....eftir hverju var

  hún eiginlega að hangsa?

  Húsfreyja skellti í sig sterkum bolla af kaffi!

  Jú, rámaði í doktorinn og hringinguna!

  Af hverju hringdi mannandskotinn ekki?.....

  Síminn HRINGDI!!

  Doktorinn í símanum...hallelúja!

  Blóðprufan í tómri tjöru...bullandi skjaldkirtilsvanvirkni í gangi!

  HAH!  ÞETTA VISSI ÉG!

  Húsfreyja sigri hrósandi.

  Taka fleiri heilar töflur, færri hálfar.

  Koma fyrr í blóðprufu aftur.

  Húsfreyja þakkaði fyrir.

  Samdi minnislista í huganum:

  1.  Breyta töfluskömmtuninni á minnismiðanum á ísskápnum.

  2.  Kaupa í kvöldmatinn.

  3.  Muna eftir hunanginu.

  4.  Redda miðunum á Flónna.

  Hmmmmm...

  Hmmmmmm...

  Hmmmmmm....

  YES!

  5.  Sækja 8 ára djásnið í skólann NÚNA!

  Góðar stundir.

 


Hrörnun?

HumanBrain  "Af langri reynslu lærist mest",

  heyrði húsfreyja öldung einn á

  Suðurnesjum segja eitt sinn.

  Sá hafði verið sjómaður til margra ára,

  hafði lifað 2 heimstyrjaldir, krepputíma,

  misst 3 börn af 7 eða 8, og var

  sjálflærður rafvirki.

  Húmorinn alltaf í góðu lagi hjá honum,

  þrátt fyrir það að blóðrás í fótum væri slæm,

  og elskuleg eiginkona hans væri hætt að geta

  stutt hann á fætur, á salerni, fram í

  stofu eða bara fram í útidyr að teyga að sér

  sjávarilminn.

  Eftir að fótasár höfðu verið grædd, og meðul

  gefin við fótafúa hans, lærði hann að aka sig

   sjálfan um í hjólastól, og lét breikka dyr og taka

  burt þröskulda í húsi þeirra hjóna.

  Meira að segja útidyrum var breytt.

  Og heim fór karl.

  Lifði góðu lífi og naut sín vel, sagði hann

  húsfreyju þá hann kom í eftirlit og hvíld

  til hennar næstu 4 sumur....var að brasa við

  að endurnýja ýmislegt í rafmagnsmálum.

  Og heima dó sá sæli öldungur.

  Mennirnir nota víst ekki nema brotabrot

  af heila sínum á einni mannsævi, og ekki er allt

  vitað um heilann og starfsemi hans enn þann

  dag í dag.

  Ætli "hrörnun" geti ekki bara verið AFSTÆÐ fyrir

  hvern einstakan mannsheila?

  Og skyldu ekki frumur heilans geta

  sótt í ýmsar varnir, til að viðhalda

  getu hans?

  Ætli vísindamenn framtíðar sitji svo ekki

  uppi með spurningafjöld um mannsheilann

  eftir sem áður....og kannski má benda á

  að vísindamenn og rannsakendur eru

  fæstir fullnuma um 22-27 ára aldurinn....Devil!

 

 


mbl.is Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóþreyta!

snow_mad  Lamandi snjóþreyta hrjáir nú

  húsfreyju illilegaErrm.

  Er eiginlega bara á allháu stigi,

  og engin lækning til...

  nema auðvitað voriðFrown!

  Veit einhver klukkan hvað vorið kemurWink?

  Er hægt að boða til "snjómótmæla" þar

  sem botnlausar þotur eru brenndar og

  úr sér gengnir snjósleðarLoL?

  Þá hálshöggva "Snæfinn snjókarl"

  svona táknrænt, til að mótmæla

  fannfergi og endlausu "niðurhali"

  á snjó á jörðu niðurDevil!?

  Útbúa skilti: "Helvítis fokking snjófokk"!?

  Senda Bláfjallabræður og systur í

  "vorfrí" í svissnesku Alpana með

  allt sitt skíðadóterí?

  Nei.  Bara svo þreytt á fljúgandi

  hvítum flygsum þessum, húsfreyjaSleeping!

  Eru farnar að minna hana óþægilega á rifnar

  æðadúnsængur, biluð svart/hvít sjónvörp

  og skyrsletturnar hans Helga Hóseasonar

  hér um árið, í stað æsispennandi sleðaferðir

  á Hosshól, snjóhúsabyggð og snjóboltastríð

  við Eyjapeyjana.

    Eilífur snjór í augu mín

    út og suður og vestur skín,

    samur og samur út og austur.

    Einstaklingur, vertu nú hraustur!

                                             Jónas Hallgrímsson (1807-1845)

  Bráðvantar vorið, húsfreyju.

  Með blómstrandi krókusum,

  páskasóleyjum og hlýindumInLove.

  Þetta er eiginlega orðin ágætur

  snjó-og kreppuvetur....alveg komið nóg!

  Agalegt að fá myljandi snjókomu

  ofan í kosningaþras og kreppugrát.

  Mætti halda að himnarnir grétu

  hvítum tárum með þjóðinniCrying.

  Væri nær að senda okkur vorið snemma í ár,

  tapa sér svo í garðinum við blómarækt

  í gróandanum, ná sér í svartfuglsegg í soðið

  úr Eyjunum og grásleppu niðri á bryggju

  hjá trillukörlunum.

    Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.

    Á sjónum allar bárur smáar rísa

    og flykkjast heim að fögru landi ísa,

    að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

 

    Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum

    um hæð og sund í drottins ást og friði.

    Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.

    Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

 

    Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer

    fjaðrabliki háa vegaleysu

    í sumardal að kveða kvæðin þín,

    heilsaðu einkum, ef að fyrir ber

    engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.

    Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

             (Ég bið að heilsa.) Jónas Hallgrímsson(1807-1845)

  Hann er oft æði langur veturinn uppi á litla Fróni,

  og asskoti töff að þreyja bæði Þorrann

  og Góuna með snjó og kulda.

  Húsfreyja ætlar að athuga hvort

  veðurguðir allir séu ekki þokkalega

  sáttir við hana um þessar mundir,

  og hvort þeir vilji ekki smella inn eins

  einu snemmbæru vori, svona til hátíðabrigða...

  svona einu sinniWhistling.

  Veit húsfreyja vel að veðurguðum hefur iðulega verið

  illa uppsigað við hana, og jafnvel heitir

  út í hana og hennar stórfamilíu....senda henni

  mergjað "æluveður" þá hún þarf í skreppitúr til

  Eyja með Herjólfi, "svartaþoku" upp á fleiri kílómetra

  radíus yfir litla Fróni, ætli hún að fljúga og

  helvískan "stórbyl með eldingum" og látum

  upp á fjalli, bregði hún sér í kaffi til múttu

  sinnar að vetrarlagi í ÞorlákshöfnAngry.

  Veit húsfreyja eigi hvernig henni hefur á stundum

  tekist að móðga veðurguði alla svo hrikalega, en

  telur máske að hún sé bara ein af þessum

  "erfiðu kúnnum" þeirra veðurguða, sem alltaf er að

  nöldra yfir skítviðrum, en gleymi svo að þakka

  blíðviðrinGetLost.

  Jamm!

  VESEN!

  Ehemm...Vill húsfreyja nota tækifærið, og þakka veðurguðum öllum

  fyrir alla fallegu og sólríku vetrardagana undanfarið,

  og segja að sjaldan hefur landið notið sín eins

  vel og í veðrinu í vetur.  HREIN DÁSEMD!!

  Bara minna svo lauslega á vorið...ehehemmmWhistling!

  En góðar vetrar- og snjóstundir...fram að vori.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband