Hressandi stinningskaldi...

stormy_sea.w400h400  ...í Grafarvoginum, en alvöru

  "hanga á ljósastaurunum milli húsa-veður"

  í Eyjum.

  Húsfreyja skellti sér samt með átta ára djásnið og

  Einar besta vin á bifreið sinni í skólann.....

  í stinningskaldanum.

  Þau svona eitthvað "veðurhræddari" en

  húsfreyju minnir að hún hafi verið á þeirra aldri.

  En hún er nú fædd og uppalin í Eyjum þar sem

  þokkalega hressilegur "stormur" er í gangi og búið að

  loka grunnskólum í dag.

  Á Stórhöfða geisar hins vegar fár mikið upp á

  41-53 metra á sekúndu.W00t

  Faðir húsfreyju barðist stundum með hana á

  hjólræskni austur á Urðir, bæri svona veðurdag

  upp á helgan dag.

  Þar stóðu þau feðgin og horfðu á úthafsölduna og brimið sem

  veltist og rótaðist, á ógnarhraða upp urðina.

  Gnýrinn í briminu var svo mikill, að hann náði

  að yfirgnæfa vindgnauðið.

  Faðir húsfreyju var sem heillaður af ægikrafti þessum,

  og benti skottunni sinni á hverja ölduna á fætur annarri

  sem brotnaði með djöfulgangi, söltum sjávargusum í andlit

  og kröftugum "gosbrunnum" í stórgrýtinu.

  Húsfreyja þá lítil skotta, 8-11 ára gat unað sér

  tímum saman við að horfa á brimið með föður sínum.

  Var alveg jafn heilluð og óbanginn og hann.

  Sá hve mikla virðingu faðirinn bar fyrir ógnarkrafti þessum,

  hætti sér aldrei nær urðinni en faðirinn leyfði, í ferðum þessum.

  Enda varð hún oft að halda sér fast í hjólræsknið pabbans,

  til að hreinlega fjúka ekki upp á Heimaklett.

  Var fremur smávaxin húsfreyja á þessum árum,

  og 17- 20 kíló höfðu lítið í þennan veðurofsa að gera.

  En faðirinn hélt líka traustu taki í hönd skottunnar,

  og sleppti því aldrei í brimskoðunarferðunum.....ekki fyrr

  en þau voru komin aftur í Grænuhlíðina, þar sem

  skottan þeyttist til og frá í storminum.

  Hékk á ljósastaurum og girðingum í enda botnlangans,

  og tók svo tilhlaup að kjallaradyrunum á húsi númer 20,

  og kútveltist inn í þvottahúsið á meðan faðirinn festi

  hjól sitt rækilega við steinsteyptan vegginn utan um

  ruslatunnurnar.

  "Mamma, það er ÆÐISLEGT brimið á Urðunum núna"

  galaði hún á háa séinu.

  "En húfan mín fauk í sjóinn, mamma"!

  Móðir skottunnar mætti, stóísk yfir húfutjóninu.

  Strauk yfir ljósrautt hár skottunnar, sem vindurinn hafði

  feykt í allar áttir í tóma flækju.

  "Ég er að prjóna nýjar húfur á ykkur systurnar,

  klára þína bara fyrst"!

  Leit samt ásakandi augum á föður skottunnar, þá

  hann kom inn, og barðist við að loka kjallarahurðinni

  á eftir sér.

  Faðirinn brosti skömmustulegur til konu sinnar,

  en hló svo við:  "Þetta er nú aðeins þriðja húfan sem

  við Sigga missum í sjóinn, Stína mín.  Þurfum miklu fleiri

  ef við eigum að bjarga öllum fiskunum með nýjar

  húfur fyrir jólin"Grin.

  Og hláturinn dillaði og reis í þvottahúsinu,

  á meðan stormurinn lamdi sjávarseltunni á gluggana.

  Góðir tímar, aðrir tímar.

  Góðar stundir og fari gætilega í stinningskaldanumLoL.

 

 

 


mbl.is Mikið óveður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg saga og rifjar upp svipaðar minningar hjá mér. Bendi samt á að talað var um „austur á Urðir“ en svo aftur „vestur á Hamar“

Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þakka þér, Eygló, að sjálfsögðu var það "austur" á Urðar...búin að leiðrétta.

Sigríður Sigurðardóttir, 9.10.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband