9.3.2009 | 18:39
Ljóta forneskjan...
...þarna í henni Sádi.
Fólk lúbarið sundur og saman.
fyrir það eitt hittast, spjalla og
færa hvort öðru gjafir, sé það af
gagnstæðu kyni og ekki blóðskylt.
Hvað ætli liggi á bak við svona
furðuleg og forn lög?
Að lögin boði að berja 75 ára konu,
LÖNGU komna úr barnseign í
spað, fyrir það eitt að spjalla
við herramennina, er algalið svo
ekki sé meira sagt.
Og ekki fá þeir blíðari meðferð, herrarnir!
Eru karlar taldir "hættulegir" sér
óskyldum konum....eða þá konurnar körlunum?
Steypist fólkið ef til vill út í hroðalegum kýlum og sárum
við það eitt að sitja "óskyld" og af gagnstæðu kyni
yfir kaffibolla?
Eru Sádar þá máske svona "hörundssárir"....?
Eða er óskyldum aðeins gefið "baneitrað"
þríuppáhellt" kaffi?
Nú og svo eru víst Sádar heittrúaðir á tilvist
helvítis...svo ef til vill trúa þeir því að
karl og kona alls óskyld, takist að opna
glufu á hlið helvítis, þá þau mætast og taka tali?
Hafi svona leynilegan, sameiginlegan "helvítislykil",
sem aðeins óskyldt fólk af gagnstæðu kyni kann að nota?
Ekki félegt að fá "þann í neðra" upp á yfirborðið
þarna í Sádí, næga djöfla hafa þeir að draga samt!
Má þar til dæmis nefna dúkkudjöfulinn hana Barbie, gæludýr
flest öll og svo helvítis jógað.
En allt hefur þetta farið fyrir brjóstið á heittrúuðum
víða í austurlöndum nær.
Enda það dót allt á snærum "þess í neðra" samkvæmt þeim
"háheilögu, friðsömu og hjartagóðu" heittrúarmönnum.
Jamm, óskapa forneskja er þetta í lögum Sáda.
Og amma gamla svo brottræk úr landinu, lifi
hún af 40 svipuhögg og 4 mánaða fangelsisvist.
Merkilegt að valdamönnum Sáda skuli finnast
þetta réttmæt og skynsamleg refsing á broti þessu...
enn merkilegra að valdhafar þeirra skuli telja
mannlegu samskipti þessi til alvarlegri lagabrota.
Þyrftu eitthvað að fara að endurskoða sín
ævagömlu lög úr Kóraninum...enda síðan á
7 öld eftir Krist.
Og máske sleppa "helvítistrúnni" úr trúarbrögðum
sínum svona í leiðinni.....
Góðar stundir.
75 ára kona fær 40 svipuhögg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ekki verið að sá fræjum þarna á Akranesi?
Er ekki kominn slatti af múslimum þangað, og von á fleirum.
J.þ.A (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:42
Mér skilst að þetta séu einmitt "konur" og börn, sem leitað hafa hælis hér uppi á litla Fróni, sem komnar eru til Akraness. Eru þær þá ekki mun betur settar hér, en í löndum þar sem 75 ára gamlar konur eru hýddar fyrir að bjóða í kaffi og spjall?
Sigríður Sigurðardóttir, 11.3.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.