17.11.2008 | 14:28
Komum fagnandi....
... beint inn í lánadeild
Alþjóðagjaldeyrisstofnunar.
Nú ríkir sönn gleði í brjóstum allra
Frónbúa, þegar þeir eru orðnir
alveg "(ice-)seif" að fá blessað lánið,
sem beðið hefur verið svo lengi.
Vesalings Haarderinn var orðinn fölur og fár
að bíða, og seðlabankastjóri hefur lagst
í "híði" af áhyggjum yfir drætti þessum.
En nú er þjóðin loks (ice-)seif, og lánið
bara orðið spursmál um eyðublöð og
undirskriftir.
Krónan stekkur upp úr eðjunni í forarpollinum, þar
sem hún hefur legið síðustu mánuði, og
fer aftur skína, (ice-)seif og fögur.
Frónbúar berja sér á brjóst af ærðum
fögnuði, um leið og þeir eyða síðasta eyri
sínum í "vertryggð" lán af húsnæðum sínum.
Lánum sem eiga EKKI eftir að lækka þrátt fyrir
betri og (ice-)seif tíð og upprisinni krónu.
O jæja, það má altént nota yfirdráttinn og
Visakortin til að redda sér yfir hátíðarnar,
húsfreyja er alveg (ice-)seif á því.
Löndum sínum og sjálfri sér óskar hún
innilega til lukku með að eiga eftir að
standa kostnað af Icesafe um alla
ókomna tíð.
Góðar stundir.
Prédikaði presturinn
píslir vítisglóða.
Amen, sagði andskotinn.
Aðra setti hljóða.
Örn Arnarsson (1884-1942).
Fagna árangri í Icesave-málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mikið eru þeir góðir við okkur íslendinga ,að hjálpa okkur að bjarga öðrum...hvernig væri að bjarga sjálfum sér fyrrst....
Árný Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 11:51
Seeeeegðu!
Sigríður Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.