8.10.2008 | 18:26
Gvöööð...konutjakkur!
Þvílík dásemd væri að fá tjakk í bílinn,
sem ekki er "vel og vendilega" falinn,
"skrúfaður fastur" eða ósamansettur
í torrætt púsluspil eins og tjakkar húsfreyju
eru iðulega.
Og hvað er þetta með að hafa "margar"
útgáfur af tjökkum?
Þú ert nýbúin að finna loks tjakkinn, læra
að skrúfa hann lausan, setja hann saman
og nota, þegar kominn er tími á bifreiðaskipti!
Og hvað gerist?
Jú!
Einhvert andsk.... séníið er búið að "fela"
tjakkinn á snilldarlegan máta á öðrum stað í nýja bílnum,
"festa hann extra vel", og "samanpúslið" orðið
erfiðara en venjulegt púsl með 5000 stykkjum.
Er ekki nóg að hafa "eina ríkisviðurkennda"
tegund af bíltjökkum, sem allir jafnt konur sem
karlar kunna á þá springur dekk á bifreiðinni?
Svona ekta "konutjakk" sem tekur tillit til
langra nagla, hárra hæla, er settur á
"áberandi stað" og er ekki "forskrúfaður"
fastur.
Og ekki undir neinum kringumstæðum
má tjakkurinn vera þannig,
að það þurfi að "púsla hann saman"
Gasalega yrði það lekkert, ef ríkið dustaði
nú ærlega skúffuna sem geymir reglur um bíltjakka,
svona um leið og það gefur út fyrirskipanir að frysta gengið
og takmarka gjaldeyri.
Láta hanna og framleiða einn "allsherjarbíltjakk" í
allar tegundir bifreiða, og skikka eiginmenn til
að gefa konum sínum einn slíkan í jólagjöf.
Nú ef framleiðsla og hönnun reynist of dýr,
á þessum síðustu og verstu óðaverðbólgutímum,
þá má alltaf slá dani um smá lán, þeim er svo
hlýtt til okkar, Frónbúanna.
Eru að safna dönskum "krónum" handa okkur
örmum Frónbúum, um þessar mundir.......
Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Danir gera allt fyrir okkur og myndu örugglega senda þér bílatjakk.
Jakob Falur Kristinsson, 8.10.2008 kl. 18:38
Jamm, Jakob, en yrði það "KONUTJAKKUR" sem þeir sendu mér?
Sigríður Sigurðardóttir, 8.10.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.