Guð og kindereggin.

Fridarsula---Nordurljos-vef  "Það var heppilegt að "hún" Guð skildi

  ekki láta mömmurnar vera með börnin

  í maganum of lengi, mamma".

  "Nú, afhverju"? húsfreyja upptekin

  af keyrlsu eftir Þrengslum á leiðinni

  úr Þorlákshöfn aftur heim.

  "Þá væri ég kannski og við öll krakkarnir

  í skólanum enn í maganum á mömmum okkar,

  og mömmurnar þyrftu að mæta í skólann,

  rosalega feitar".

  "Já, ekki væri það spennandi að vera með

  7 ára krakka í maganum" svaraði húsfreyja

  að bragði og sendi hljóða þakklætisbæn til

  Almættisins að hafa AÐEINS haft þetta 9 mánuði,

  meðgönguna.

  "En þá væri kannski ég með herbergið mitt

  í maganum á þér núna, mamma".

  Húsfreyja svitnaði, bara við tilhugsunina.

  "Mikið er ég heppin að þú og pabbi urðu til,

  því annars væri ég ekki til".

  "Þið voruð svo DUGLEG að búa mig til, þegar

  ég vildi flytjast á jörðina".

  "Haaa...ja...jú" húsfreyja við það að tapa

  þræðinum í heimspekilegum "inni í bíl"-umræðum

  sjö ára djásnsins.

  "En fyrst skapaði "hún" Guð mig, en þá var ég

  í himninum, en svo vildi ég bara koma á jörðina, og

  þá bjuggu þig mig líka til".

  "Það var aldeilis heppilegt fyrir mig og pabba þinn"

  svaraði húsfreyja ánægð að ná áttum aftur.

  "Já, en þú hefðir alveg getað eignast tvö börn,

  mamma, en þú varst bara svo SEIN".

 "Jú, viðurkenndi húsfreyja, "ég kynntist pabba

  þínum svolítið seint".

  "En það er líka fínt að eiga bara eitt barn, mamma

  annars þyrftir þú að kaupa 4 pakka af kindereggjum

  næst"LoL.

  "Og það er allt of dýrt mamma" (óðaverðbólguskyn þeirrar

  sjö ára í fínu lagi).

  "Ég vil eignast 2 stráka og 1 stelpu, eða 1 strák

  og 2 stelpur, mamma....ég get það alveg þegar ég er

  orðin stór og á mann".

  Húsfreyja svaraði einhverju sem líktist: Mmmflmmmhehmm,

  því hún var enn að hlæja með sjálfri sér að

  kindereggjarökfærslunni.

  "Mamma, það er ekki gaman þegar einhver

  meiðist, því þá hættir allt stuð og fjör".

  "Það segirðu satt" tókst húsfreyju að stynja upp.

  "Við ætluðum í eltingaleik, og einn átti að vera

  klukkari.  En þá sagði Siggi og svo líka Gummi

  að Marinó ætti að VER'ANN, en hann sagði NEI,

  svo Gummi ýtti Marinó, en Marinó lamdi í hendina

  á Gumma, og þá kýldi Gummi Marinó og Marinó

  fór að gráta.....-dæs- og svo fórum við bara ekkert

  að leika, og það er svo leiðinlegt, mamma".

  Húsfreyja samsinnti því heilshugar.

  "Mamma, ég vildi að "hún" GUÐ gæti gert ALLA

  góða, því þá myndi aldrei neinn meiðast og enginn

  verða veikur"

  Og þegar við komum í borgina við sundin bláu

  lýsti friðarsúlan hans Lennons á regnskýin,

  og sú sjö ára horfði hrifin á og sagði af

  einlægni:  "Þetta er fallegt!  Þetta skín

  því allir eiga að vera góðir"!

  Sosum engu við þetta að bæta, sjö ára

  heimspekingur húsfreyju hefur sagt allt sem þarf.

  Góðar stundir og megi þið öll öðlast Guðsgæsku og blessun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Jú þau eru ótúlegir spekingar þessar elskur.......svo saklaus og sannfærandi í sinni tLitla lið sytur þinnar hefur sem sagt ekki verið alveg sammála um að ver'ann

Solla Guðjóns, 10.10.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, og þvílík heimspekileg viska.  Sammála?  Frændsystkinin?  Nah, þú hlýtur að vera að hugsa um einhver önnur frændsystkin en okkar Báru, Sollan mín.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband