Prag í lausu?

ring,%20prag  Furđulegt!

  Húsfreyja glápti stórum augum

  á turnspírurnar sem virtust svífa

  í lausu lofti yfir kirkjum, ráđhúsum,

  söfnum og hverju merkishúsinu

  eftir öđru.

  Ekki gćfulegt ađ fá ţetta í hausinn!

  Var mćtt grútsyfjuđ, vansvefta,

  utangátta og banhungruđ í

  grárri Prag ţeirra tékknesku.

  Ţétt ţoka var og lágskýjađ, svo

  hćstu turnspírur annađ hvort hurfu,

  eđa virtust lafa í lausu lofti.

  "Greit", hugsađi húsfreyja, "nú á

  ég eftir ađ týna öllum samferđarfólkinu

  í ţokuófétinu, villast upp í sporvagn

  á leiđinni upp í sveit, og lenda svo

  í flórmokstri á einhverjum sveitabćnum,

  svona vinna fyrir fćđi og húsnćđi-vinnu"Pinch.

  Hún krćkti međ hrađi í handlegg bónda

  síns, og reyndi ađ stimpla eitthvađ af

  kennileitum inn í vanvirkt heilabúiđ.

  En allt var grátt og litlaust í ţokunni, og

  ekkert festist í minni húsfreyju nema

  einn kolsvartur turn, međ stóru bogahliđi

  sem bifreiđar óku um.

  Rauđhćrđi félagi bónda, sá eini sem

  hafđi bariđ Prag augum áđur, leiddi

  okkur 6 saman um verslunargötu ađ baki svartaturns

  og í eina herlega veislu á kínverskum

  veitingastađ.

  Verulega, verulega góđur matur.

  Heldur hressari, eftir nćringuna var ađeins

  rölt um, og komiđ ađ stóru glćsilegu torgi,

  áđur en ţreytan bugađi liđiđ og haldiđ var

  aftur á hótel í rándýrum taxa.

  Daginn eftir rćs í sól og blíđu.

  Sporvagninn tekinn niđur ađ svartaturni.

  Húsfreyja komin í gír, međ kort í höndum

  og ţeyttist í gegnum litskrúđugar og

  fallegar götur Prag međ bónda, ađ Ţjóđminjasafninu.

  Ţar beiđ viskubrunnurinn hún Soffía leiđsögumađur,

  sem veit nánast allt um Prag og sögu Prag

  frá ţví um aldamótinn 1200 eftir Kristsburđ.

  Soffía ţrćlađi yfir 60 ferđalöngum ţvers og kruss

  um borgina, skírđi svartaturn Púđurturn,

  glćsilega torgiđ Gamlabćjartorg og sagđi

  frá vćgast sagt furđulegum siđ stjórnvalda í Prag,

  í gegnum aldir.

  En stjórnvöldum fannst einna best ađ henda "óvinsćlu fólki" út um

  glugga á háum byggingum....sá síđasti látinn vađa

  niđur á tímum gamla SovíetPinch.

  Ţarf vart ađ taka fram ađ ţeir "niđurköstuđu",

  ţurftu ekki ađ kemba hćrurnarWhistling.

  Gladdist húsfreyja ákaflega í hjarta sínu

  yfir ţví ađ hafa fengiđ ađvörun ţessa

  strax á öđrum degi, svo hún gćti gćtt ţess

  ađ lenda ekki upp á kant viđ tékknesk stjórnvöldLoL.

  Húsfreyja og bóndi voru nefnilega stađsett

  á "5. hćđ" á hótelinu........Woundering.

  Og kóngar og yfirvöld ţeirra tékknesku dudduđu sér

  sosum viđ ýmislegt annađ, en ađ henda fólki

  út um glugga ef einhver ágreiningur kom upp.

  Sumir fengu "opinberar aftökur" međ gálgum,

  hauskörfum, stjaksetningum hausa og alles á

  Gamlabćjartorgi, á međan ađrir gerđu

  ţau "ekkisens mistök" ađ smíđa forláta flottar

  og merkilegar klukkur í ráđhústurninn, og var

  ţar međ vel launađ međ "augnaúrstungum"W00t.

  Gyđingar voru ýmist vel liđnir af yfirvöldum eđa

  bjuggu í ghettóum í gegnum aldirnar,

  svona eins og tíđarandinn breyttist, en er nú hiđ

  fallegasta gyđingahverfi inn í miđri borg......og

  ţar er hćgt ađ brúka evrur til ađ versla kristalJoyful.

  Karlsbrúin viđ Moldá, ein af elstu brúm Evrópu,

  var ađ sjálfsögđu barin augum, Voriđ í Prag '68

  rifjađ upp og litiđ á andlitsgrímuna hans Jans Palach.

   En Palach ţessi brenndi sig til bana fyrir framan

  Ţjóđminjasafniđ, til ađ mótmćla ćgivaldi gamla

  Sovíet drápstólum og kúgun. 

  Jamm, mikil saga og mikiđ gengiđ á ţarna í ríki

  Tékka hér í den.

  Eftir labbitúrinn, rölti húsfreyja međ bónda sínum

  frá Karlsbrúnni ađ Gamlabćjartorgi, og upp í ráđhústurn.

  Ţar ćgifagurt útsýni, og húsfreyja myndađi í gríđ og erg.

  En bóndi húsfreyju kiknađi í hnjánum viđ ţađ ađ líta niđur

  á torgiđ, á međan japanskur öldungur međ haug af

  myndavélum um hálsinn, skreiđ međ veggjum turnsins,

  og leit í allar ađrar áttir en NIĐURGrin.

  Dýrđlingarnir hringsóluđu í forláta klukkunni er

  niđur var komiđ og haninn gól, en Jan Huss var

  einbeittur á svip, ţrátt fyrir ađ hafa misst haus

  og líf fyrir ađ mótmćla katólskum siđ yfirvalda.

  Ađ kveldi var mikil árshátíđ bónda og vinnufélaga

  á hótelinu, glundur í glösum, hlađborđ, sprell,

  spjall og gleđi.

  Um hádegi nćsta dag, aftur fariđ međ

  sporvagni ( bévítans leigubílatékkinn svikull og

  prettinn, ekkert nema svínarí fjárhagslega

  ađ taka taxa, hittum ađeins á EINN heiđarlegan)

  niđur ađ Púđurturni.

  Soffían mćtt međ rútu. 

  Nú ekiđ sem leiđ lá upp á kastalahćđ.

  Ţar rölt um í sól og 22 stiga hita um hverfiđ,

  forsetahöll, kirkjur, klaustur og garđa.

  Vaslav ađaldýrđlingur ţeirra tékknesku hvílir

  ţar í gylltri kapellu, innan um Jesú- og Maríu Mey-líkön

  á međan hryllilegir steinóvćttir skreyta

  kirkjurnar ađ utan, og bćgja ţeim "raunverulegu"

  frá...nema auđvitađ mannskepnunniDevil.

  Meira tekiđ af myndum, ţrátt fyrir fótafúa og hćlsćri.

  Flottur Argentískur veitingastađur um kvöldiđ,

  ţar sem "alvöru TANGÓ" var dansađur fyrir gesti.

  Fínt kvöld ţrátt fyrir ađ hressileg hlátrasköll

  frónbúa ţćttu íviđ hávćr, og eitthvađ rćtt

  um "pólitzei" viđ nokkra ţá glöđustu.

  Heyra vel ţeir tékknesku, ef fólk er illa stađsett

  í húsi, ţví frammi í ađalsalnum var ţrefalt meiri

  hávađi en inni í hliđarsal frónbúaTounge.

  Húsfreyja glotti viđ tönn ađ sérvisku ţessari.

  En maturinn var brilliant góđur.....og dansinn

  bara "heitur"!

  Sunnudaginn var smotterí af dótaríi verslađ

  handa foreldrum, börnum og afabarni bónda,

  snarlađ á Fridays úti viđ skemmtilega götu,

  en síđan rölt niđur ađ Moldu í sólskini og blíđu

  í góđum félagsskap.

  Heim klukkan tíu um kvöld og heim í Grafarvoginn

  hálf tvö eftir miđnćttiđ.

  Prag er međ fallegri borgum sem húsfreyja

  hefur skođađ, og mćlir svo sannarlega međ

  skreppitúrum ţangađ.

  Versla lítiđ samt, allt hrikalega dýrt, nema í mollum.

  Ţar einna helst hćgt ađ finna sambćrileg

  verđ miđađ viđ heimalandiđ.

  Góđar stundir.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiđur Helgadóttir

Hef ţví miđur ekki komist til Prag er búin ađ vera á leiđinni ţangađ í fleiri ár

Heiđur Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Árný Sigurđardóttir

velkomin heim.....hverna kemuru svo austur fyrir fjall?

Árný Sigurđardóttir, 3.10.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Sigríđur Sigurđardóttir

  Ţakka ykkur mínar kćru.

  Komum austur, systir, međ fyrstu leysingum...eđa ţegar bensínverđ lćkkar.

Sigríđur Sigurđardóttir, 3.10.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Prag er bara falleg borg, hún er mjög heil og skemmdist lítiđ í stríđinu hér forđum. Varstu nokkuđ rćnd? Hún er frćg fyrir góđa vasaţjófa og í rauninni er mjög "smart" hvernig ţjófarnir vinna - mađur getur fylgst međ ţeim í margmenni. En ţađ er ekki smart ađ verđa fyrir ţeim.

Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 19:24

5 Smámynd: Sigríđur Sigurđardóttir

  Sei,sei jú...ekki beint rán en svona óbeint.  Vorum tvisvar rukkuđ um 300 kórónur fyrir reisu í taxa sem átti ađ kosta 99 kórónur...erkiţrjótar....!

Sigríđur Sigurđardóttir, 4.10.2008 kl. 21:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband