Í feluleik!

  Ýmsir hafa gert sér ferð að sannreyna hið ágæta kerfi verslana með vörur á "lágu verði", nú síðustu daga.  Og flestir orðið rasandi hissa hve grannt þeir þurfa að leita eftir vörunum á lægsta verðinu.  Verð að viðurkenna, að ég sem neytandi hafði ekki hugmynd um að ég væri í "feluleik" við verslunareigendur þessara verslanaFootinMouth .  Hélt alltaf að vörurnar á lægsta verðinu, væru "stolt" verslunareigenda, og því hafðar vel sýnilegar og aðgengilegar.  En nú er sem sagt annað að koma í ljós, og við neytendur búnir að vera í "leynilegum feluleik" árum saman, án þess að hafa hugmynd þar umNinja .  Og finnst mér nú einsýnt, að það að ætla að versla ódýrt, fari að taka æ meiri tíma hjá Frónbúum, og að kraðak og hrakningar fyrir framar vöruhillur aukist að miklum munAngry .  Nema auðvitað að hinir snjöllu eigendur Bónus og Krónunnar, taki það upp að hafa nokkra starfsmenn við innganginn, sem fylgi hverjum kúnna um verslunina og gefi "vísbendingar" um hvenær kúnninn er orðinn "heitur"....nú eða "kaldur" í leit sinni að vörum á lága verðinuDevil .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert að meina svona að felahlutinn-leik.......svoldið sem maður getur orðið pirrípú já.

gama að þessu hér að neðan með söngfuglinn þinn....henni væri illa í ætt skotið ef ekki væri tónlystaráhugi

Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 09:35

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir þetta, Sollan mín.  Já, skvísan mín litla sver svo sannarlega í ættina, og er pabbinn dálítið rasandi á því.  En í föðurætt þeirrar stuttu er söngur talinn "furðuhljóð" frá skrítnu fólki.  En svo hittumst við kannski í "feluleik" í Bónus næst!!

Sigríður Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband