Óhreint blóð?

  Var nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur, og vann á skurðdeild á sjúkrahúsi hér í borg.  Okkar sjúkrahús átti bráðavaktina, og rétt fyrir 10 um morguninn, var komið með 8-10 ára litla stúlku með bráða botnlangabólgu.  Ég hóf strax að undirbúa hana fyrir bráðaaðgerð.  Fræddi hana og foreldra hennar um aðgerðina, undirbúning, eftirmeðferð og mögulega fylgikvilla.  Foreldrar sátu hljóðir í nokkrar mínútur, en hófu síðan að klæða stúlkuna aftur í hennar eigin föt, og bjuggu sig til brottfarar.  Ég stökk fram sem elding og bjallaði með hraði í skurðlækninn á vakt, og sagði honum frá aðstæðum litlu stúlkunnar.  Foreldrarnir voru í trúsöfnuði votta Jehóva.  Hann mætti á einum blússandi fart, með súperkandidatinn á hælunum, báðir grænklæddir og klárir í aðgerðina.  Náðu foreldrunum á ganginum með stúlkuna kengbogna af verkjum og alklædda.  Skurðlæknir sagði þetta ekkert mál.  Vippaði fram pappírum þar sem ritað var, að hann "lofaði" að stúlkunni yrði ekki gefið blóð, þó þörf yrði á.  Skrifaði undir ásamt súpernum og ég vottaði öll herlegheitin, ásamt deildarstjóra mínum.  Og í aðgerð fór stúlkan, og stokkbólginn og sýktur botnlangi fjarlægður.  Stúlkan fékk svo vökva í æð ásamt sýklalyfjum, og var farin heim á þriðja degi.  Tók eftir því að "aðgerðarskýrlsu" stúlku vantaði í hennar "journal", og innti skurðlækni eftir henni.  "Sigríður mín, ég er læknir og sem slíkur svarinn undir þagnar-og trúnaðareið við mína skjólstæðinga, svo ég get ekki farið nákvæmlega út í þetta", svaraði doktor.  "En einnig ber mér að gera ALLT til að "bjarga lífi", og stangist það á við eitthvert trúarrugl, þá er svo einkennilegt að "aðgerðarskýrslan vill stundum týnast", svo skrifa verður hana aftur upp eftir "minni", og þá man aldrei neinn eftir öðru en að allt hafi gengið smurt og vel"Whistling .  Ég horfði furðulostin á doktorinn, en sá svo aðgerðarlýsingu stúlkunnar svolítið seinna, og það hafði greinilega allt gengið "smurt og vel", svo ég var lítið að velta mér upp úr þessu.  Og sá þessa stúlku með foreldrunum 3-4 árum seinna, hressa og káta í verslun.  Var sviphrein, falleg og ekkert "óhreint" í hennar fari.
mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Var fyrir all mörgum árum, og doktorinn blessaður löngu látinn.  Og enn þann dag í dag er ég ekki viss um hvort hann var að gera at í mér, en hann var mikill húmoristi, eða hvort hann var að gefa mér eitthvað í skyn.  Og ég tek mér það bessaleyfi að breyta bæði aldri og jafnvel kyni skjólstæðinga minna þegar ég segi frá, því ég er að sjálfsögðu bundin þagnarskyldu.  Svo líklega hefur "stúlkan" verið svolítið eldri en ég gef upp, því ég man það vel að þarna voru það foreldrarnir sem höfðu úrslitaorðið um aðgerðina.  Fyrirgefðu Páll, ef það hefur ruglað hér.  Annað í frásögn minni er svo eftir því sem ég sannast og best veit, og stendur.

  Já, Jón, trúarbrögð eru eitt það furðulegasta fyrirbæri sem mankyn hefur upphugsað, og óhuggulegt hvað fólk gerir margt miður gott í nafni þeirra.  En mína trú á ég á guðlega alheimsorku og kærleika, en hún hefur ekkert með "trúarbrögð" manna að gera.  Er á milli mín og Guðs.

Sigríður Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er ekki að meðtaka að nokkur trú skuli hljóða up á svona lagað........það var ekki guð sem setti þetta á blað.........

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Það er hreina satt, Solla.  Þetta tel ég ekki að Guð hafi sett á blað.  Þetta getur bara verið mannanna verk.

Sigríður Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband