7.2.2011 | 19:08
Ja, fegin...
... er húsfreyja að sólarræfillinn okkar
skuli ekki vera þríhyrningur eða
ferhyrningur.
Þá væri húsfreyja aldeilis búin að skíta upp
á bak alla sína tíð, hvað varðar ummál hrings,
pí, og hvað ekki í ummálsfræðum, hefði svo verið.
Hefði baslað tímum saman í "emm err"við að reikna út það
sem hún taldi vera hringur, en var svo bara þríhyrningur.
Neipp, það litla sem húsfreyja lærði um hringa og
hnetti, gleið horn og rétt horn virðist nokkurn veginn standast.
JESS!
En hitt er annar handleggur, að húsfreyja gæti ekki í dag
reiknað ummál eða flatarmál hrings þó líf hennar lægi við.
Allt gleymt, týnt og tröllum gefið.
Merkilegt nokk, hefur hún aldrei saknað þess.
Aldrei þurft að nota þessa "fremur takmörkuðu" kunnáttu sína
allt sitt líf, frá stúdentsprófi.
ALDREI!
Fyrir henni eru hringir hringir, þríhyrningar þríhyrningar,
"kassar kassar" osfr.!
Stærðin og umfangið?
Jú, SMALL, MEDIUM og LARGE hefur dugað húsfreyju fullkomnlega.
Aldrei þurft að reikna neitt djö... pí eða þaðan af verra dæmi
í rúmfræði.
Botnaði aldrei þá visku lærifeðra sinna í MR, að reyna að
troða rúmfræði inn í höfuðið á tölutreggáfaðri ungri stúlku,
sem hafði mun meiri áhuga á Sögu, tungumálum, heimspeki,
siðfræði og jarðfræði en reiknisformúludóti, húsfreyja.
Þeir vísu lærimeistarar hefðu gott eins reynt að
kenna húsfreyju að snæða súra hrútspunga, dansa írskan línudans,
fljúga herþotu, dansa listdans á skautum, troða í körfubolta
og að sjóða kalkún í breskri ystri sósu, eins og að reyna
þetta með reiknisformúludótið.
Tarna voru ljótu fræðin, og húsfreyja taldi sig góða að fá heila 2,0
í rúmfræðinni.
Stærðfræðin var svo allt annað mál, og þar datt húsfreyja niður
á heila 7,7 í prófum.... andsk... helvískur snilli í "x í öðru veldi - 2x"!
Klikkaði ekki og 9,7 deilt með tveimur, slagaði hátt í einkunina 5 sem
þurfti í stúdentspróf í stærðfræði! (Fjórir komma átta hækkaðir upp
fimm komma núll.)
Jamm.
En gleði að fá það endanlega staðfest, að sól okkar tregvitru
jarðarbúa sé "hnöttur".
En er ekki örgrannt að húsfreyju hafi verið búið að renna þetta
í grun áður......rúmfræðispróflaus stúdent eður ei!
Þrívíddarmyndir af sólinni...húsfreyja sér fyrir sér róbott með
þrívíddargleraugu á stálnefi sínu, sveimandi í kringum sólu
sendandi þrívíddarmyndir til jarðar.
Jamm.
Góðar stundir.
Sólin er hnöttótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...afsakið... ég sofnaði þegar ég var kominn langleiðina með lesturinn...
Langlokan (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 19:36
Sofðu rótt.
Sigríður Sigurðardóttir, 7.2.2011 kl. 20:21
Fyrir mér eru þetta eldgalmar fréttir vísa a.m.k 30 ára gamlan söng með Povl Dissing máli mínu til stuðnings í eftirfarandi krækju
http://www.youtube.com/watch?v=GhrPgbIHVAQ
Hann segir greinilega að " sólen er röd og rund " í upphafiöngsins, kannskiett að senda NASA skeyti til að segja þeim að hún sé líka rauðef þeir skyldu ekki vita það.
Bjössi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 17:36
Hehehe..brilliant hugmynd, Bjössi með skeytið. Ekki viss að þetta með rauða litinn á sólinni sé komið í gegn hjá þeim vísu í NASA, þó nú viti þeir blessaðir að hún er vel kringlótt! Þakka þér kærlega innlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 13.2.2011 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.