Þokkalega gott lag,

  eurovision-2004-juontajat.. þótt húsfreyja og hennar

  fjölskylda héldi með Magna.

  Þeim fannst Magni með áberandi besta lagið,

  grípandi, flott sungið og vel flutt í alla staði.

  Tíu ára djásninu líkaði lítt "Aftur Heim".

  Hennar dómur: "Leiðinlegt".

  Bóndi sömuleiðis á fremur neikvæðum nótum:

  "Næstum því alveg eins og síðasta lag Sigurjóns í keppninni"!

  Húsfreyja var jákvæðust: "Byrjar vel, þokkalegur miðjukafli,

  en allt of langdregið í endann og minnir þar óþægilega á sirkusmúsík".

  Og reyndar tjáði húsfreyja sig um að síðasta lag Sigurjóns í

  Eurovisionkeppninni hefði verið mun betra.

  En hver hefur sinn smekk, og húsfreyja óskar

  verðlaunahöfum til hamingju með sigurinn, og óskar þeim

  velgengni í maí, og vonar flytjendur komist upp í aðalkeppnina með lag sitt.

  Alltaf fylgist húsfreyja með Eurovision, þó henni finnist

  ekki öll músík þar fögur eða heilsusamleg eyrum til hlustunar.

  Hefur lúmskt gaman af því að fylgjast með músíktilraunum

  Evrópubúa, sem eru misjafnar að gæðum og flutningi.

  Og það hristist af illgjörnum hlátri  "kaldhæðna beinið"

  í skrokk hennar, þegar þjóðirnar fara að gefa nágrönnum sínum

  12 stig, skítt með gæði laga eða söngs.

  Þá verður húsfreyju hugsað til Terry Wogans bresks þuls

  Eurovisionkepnninnar hjá þeim á BBC hér á árum áður:

  "They sing worse than a cat being flayed alive"

  "This rocksinger is so ugly and his singing so false,

  Freddy Mercury is turning around "and around" in his grave right now".

  "Good God, do they call this dancing?  I call this condition cerebral palsy"!

  Já, Wogan fór iðulega á kostum og engin miskun sýnd lélegum

  flytjendum með ennþá lélegri lög.

  Húsfreyja viðurkennir, að hún er ekki mjög bjartsýn um

  að okkar framlagi til Eurovision gangi vel í ár.

  En "so be it", og það verður Euró aftur að ári.

  En kannski lagfærir okkar fólk lag þetta, "Aftur heim" svolítið,

  og gerir það skemmtilegra, hvað veit húsfreyja.

  Óskar löndum sínum sem að lagi þessu standa alls hins besta.

  Góðar stundir.


mbl.is „Aftur heim“ sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband