Færsluflokkur: Bloggar
18.2.2009 | 17:45
Guðseindin eina og sanna.
Jaso! Hér leita vísindamenn
einhvers sem þeir hafa aldrei
fundið, séð né vísindalega sannað
að sé til....er svona meira ofboðslega
rökréttur grunur þeirra, að þessi
eind sé til.
Því án þessarar eindar er ekki hægt
að útskýra stærðfræðilega hvers vegna
allt efni hefur massa.
Og massa hefur EFNIÐ um það efast
varla nokkur vísindamaður.
Óneitanlega minnir guðseindarleit þessi,
húsfreyju á leit vísindamanna að sönnunum
fyrir "tilvist Guðs".
Eða er máske einhver vísindamaðurinn búinn að
finna rökréttar skýringar á "kviknun lífs"?
Búinn að finna sönnun fyrir uppruna lífsneistans?
Þessum sem gefur okkur tilfinningar, hugsun, forvitni,
vitræna greind og aðgreinir okkur frá öðrum lífverum jarðar?
Og veit sá skarpvitri vísindamaður
þar að leiðandi "hvað verður um" þessa
lifsneista-orku sem býr í öllum mönnum, þá
lífi er lokið hér á jörð?
Því vísindin segja að líf manna hér á jörð
sé eitt orkuferli...sífelld inntaka orku, bruni
á orku og framleiðsla á orku fer fram í
líkömum manna.
Og orka "eyðist aldrei" segja þeir þungt
þenkjandi vísindasinnuðu.
Svo hvað verður um "lífsorkuna" þá
maður deyr?
Ekki gufar hún bara upp sisona?
Því orka eyðist ekki!
Eitthvað umbreytist hún í, þó hún ekki
finnist, sjáist né vísindalega sé hægt að
sanna tilvist hennar?
Eða hvað?
Nei, bara svona smá "lauflétt" pæling
á miðvikudegi hjá húsfreyju.
Því hún hefur sjálf aldrei efast um tilvist lifs
eftir dauðann hér á jörð.
Og veit í sínum innsta "lífskjarna" að hún
mun flytja héðan með sína "orku" og
ummyndast í svifléttan, heilbrigðan
einstakling í "Sumarlandinu", þar sem
verður haldið mikið partý henni til
heiðurs af látnum ættingjum hennar.
Nú það bara "verður" að bjóða húsfreyju VELKOMNA
eftir hafa lifað af ein aldamót og slatta af kreppum,
að hafa verið uppáhalds hryðjuverkamaður Mister Brown,
að hafa þolað hartnær 20 ár með íhaldið í ríkisstjórn.....
og ekki síst það að hafa þraukað með Dabba
sem seðlabankastjóra.
Í Sumarlandinu er ætíð veðurblíða, sól og 23 stiga hiti,
söngur, dans, lærdómur að villd, gleði og vellíðan.
Enginn er veikur, enginn þarf að borða, engir peningar,
ekkert íhald, engir vinstri menn, engir seðlabankastjórar
og best af öllu: Við fyrrum Jarðarbúagamlingjarnir erum
yngdir upp. ALLIR 25 ára!
Jamm, en þetta er nú "guðseindin" í húsfreyju
búin að hvísla að henni, svona í bland með viskuleit
á ýmsum vígstöðum, um framhaldslífið.
Og svei, ef húsfreyju líst bara ekki ljómandi vel á
Sumarlandið.
Hlakkar til að komast í gleðina þangað, þá
"jarðarskelin" hennar er hrörnuð og úrelt orðin.
Og lífsorka hennar þarf nýtt og betra heimili.
Góðar "guðseindastundir"!
![]() |
Hverjir verða fyrstir til að finna „guðseindina“? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
17.2.2009 | 17:10
Óvissuferðir hjá SAS?.... og andvökur.
Ætli þetta sé nýjasta nýtt
hjá SAS....skella ferðalöngum
í óforvendis "óvissuferð", í
heldur lengra og "dýrara" ferðalag
en til stóð í upphafi...og rukka svo
bara mismuninn á áfangastað?
Nú og máske er þetta liður í sparnaði hjá SAS,
að ráða til vinnu fólk sem aldrei veit
hvert það er að fara.....hinir sem vita það
hljóta þá að hafa verið að fá "extra bónusa" fyrir "viskuna"
hjá því félaginu.
Nú eða þá að þetta sé sjúkdómur,
eða jafnvel faraldur sem orsakar svona
óvissu og minnisleysi hjá fólki í ábyrgðarstöðu.
Og hér hélt húsfreyja, að það væri
bara "ástsæll seðlabankastjóri" vor,
sem ekki vissi hvort hann væri að
"koma eða fara", væri uppsegjanlegur
eða ekki óuppsegjanlegur,
hvort hann væri í pólitík eða ekki í pólitík,
hvort hann væri vinsæll eða óvinsæll!
Svo er þetta ef til vill bara að "ganga" víða lönd,
og máski bráðsmitandi líka.
JEMINN!
----- ---- ------ ---- ----- ---
En þetta var nú meinleg grínútrás hjá húsfreyju,
enda húsfreyja í meinlegum gír í dag.
En hún vonar svo sannarlega að flugstjóri þessi hafi ekki verið
alvarlega veikur hjá SAS. Margir slæmir sjúkdómar sem geta
orsakað brátt ruglástand hjá fólki, eins og blóðtappar
og heilablæðingar, og er ekki gerandi grín að slíku.
--- --- --- ---- --- ---
Móðir húsfreyju á nú í vök að sækja á
sínum heimavelli, forstofuherbergi sínu
austan fjalls.
Þar hvílir hún lúin bein næturlangt með
Svöluna sér við hlið.
Stundum bætast Sigginn og Vigrinn við
og svo tíkin hrjótandi undir rúmi.
Reynir þá múttan að finna sér næturstað
í öðrum auðum rúmum þá fer að þrengja að.
Hefur nú bæst heldur við "svefnbúskapinn"
hjá múttu, því kattarræfill, svartur og hvítur er Álfur
nefnist, er farinn að hringa sig til fóta múttu.
Sér húsfreyja í hendi sér, að vilji mútta hennar
halda sínu forstofusvefnherbergi, verði hún að
færa múttu sinni forláta "hengirúm" með digrum
kaðalstiga upp á 2 metra.
Negla hengirúmið upp undir loft í forstofuherberginu,
og festa kaðalstigann við.
Þar í "efri hæðum" geti svo múttan unað sér glöð,
ánægð og "steinsofandi" í friði og ró allar nætur....
en aðeins EF hún rúllar kaðalstiganum upp á
eftir sér, þá hún er "uppstiginn"!
Gleymi hún því er næsta víst að múttan hrökkvi
upp við illan draum, með Svöluna, Siggann, Vigrann
og köttinn í einu vöðli sér við hlið í hengirúminu,
og tíkina ofan á kvið sér.....um miðja nótt.
Og þá er úti um svefn múttunnar þá nóttina...
og verður hún að láta sér nægja að dudda sér við krossgátur
og bloggskrif...ef hún þá kemst niður úr
"loftbælinu"!
Húsfreyja á annars ágætis tjald...getur lánað
múttu sinni það...má altént tjalda því úti á bletti
í VOR!
Góðar stundir og ljúfan nætursvefn í nótt.
![]() |
Flugstjóri vissi ekki hvert hann var að fara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 23:04
Lestrarhestur og hálfviti.
Mikill lestrarhestur, átta ára djásnið,
en aldrei hefur húsfreyju
dottið í hug að senda hana
upp á þak að lesa.
Þar svona hálfnöturlegt,
blautt og skuggsýnt þá kvöldar,
og næsta víst að húsfreyja hálsbryti
sig reyndi hún að ná mynd af djásninu
í "þaklesningum"!
Bara slysagildra og tryggingamál að
hafa "óvenjulegasta staðsetningin" lestrarkeppni.
Nóg af slysum að hafa innanhúss,
þó foreldrar fari ekki að senda börn sín að
lesa uppi á strompum, lesa hangandi úti
á þvottasnúrum eða utan í ókleifum klettum.
Síðast í gær skellti átta ára djásnið enni sínu
af alefli í eldhúsvegginn, og hlaut af blæðandi sár.
Orgaði í klukkutíma, og það þrátt fyrir að
húsfreyja "límdi saman" sárið sjálf, og djásnið
losnaði þar með við læknastúss og saumaskap á slysó.
Er ekki sú sterkasta á svellinu, þegar kemur
að blæðandi sárum, djásnið.
Jafnaði sig samt og fór með húsfreyju
austur fyrir fjall í dag, að leika við frændsystkin sín.
Og auðvitað skellti hún nokkrum góðum, "djúpum"
spurningum á húsfreyju á heimleiðinni, ásamt
ýmsum öðrum pælingum.
"Mamma, til hvers er allt í heiminum til"?
"Ha, mamma? Til hvers er þetta líf"?
"Og mamma, veit einhver NÚNA, hver skapaði
GUÐ? Er einhver búinn að rannsaka það"?
(PLÍS...EINHVER sem veit svörin við þessum,
hafa samband við húsfreyju sem fyrst!)
"Mamma, HÁLFVITI er skrýtið orð".
"Huhm já...hvað meinarðu"?...múttan enn
með heilafrumur allar í "suðumarki" að reyna að
finna svör við fyrri spurningum.
"Jú, þetta er svona eins og verið sé að tala
um "hálfan" vita....svona eins og lýsir skipum.
"Jamm...en ég held að það sé verið að meina
fólk sem veit ekki marga hluti, eða skilur og
hafi þá kannski bara "hálft vit", svaraði múttan.
"Eins og við" , svaraði átta ára djásnið snarlega,
"því við vitum ekki allt og vitum alls ekki HVER skapaði GUÐ"!
"Já, ætlum við séum þá bara ekki ljótu háfvitarnir"
svaraði húsfreyja og glotti með sjálfri sér.
En svo kom Latabæjarmúsíkin á CD-spilaranum húsfreyju
til bjargar, og átta ára djásnið söng hástöfum með,
á meðan "ljóti hálfvitinn" móðir hennar, ók bílnum,
og reyndi að leysa lífsgátuna....og í örvæntingu að
finna einhverja skynsamlega lausn á því HVER
skapaði eiginlega GUÐ!
EINHVER?!
En þegar húsfreyja hélt að hún væri sloppin
fyrir horn, og fleiri yrðu spurningar ekki,
kom: "Mamma, skapaði GUÐ okkur ekki líka
til að "leika okkur" hér á jörðinni"?
Húsfreyja taldi það nú heldur líklegt.
Yrðum líka að læra að "leika okkur" í þessu lífi,
ásamt því að syrgja, reiðast, starfa, gleðjast,
gráta, hjálpa náunganum og rækta mannleg
samskipti af kærleik.
Átta ára djásnið var bísna ánægð með þau
svör húsfreyju...og hún virtist sætta sig fullkomnlega
við það að mútta hennar sé bara "hálfviti"
sem veit ekki hver skapaði Guð!
Góðar stundir og njótið helgarinnar.
![]() |
Biskup með synina á strompnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.2.2009 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 17:00
Davíð listamaður?
Ekki spurning!
Var "listagóður" borgarstjóri,
sem reisti perlur og ráðhús
í braggarblúsarstíl, fyrir
skattaurana borgarbúanna.
Var sannur listamaður í því að
skála Bermudaskálum, og sérstaklega
snjall að læða "bláu höndinni" inn í
flest verkefni, og gera þau pólitískt
fagurblá, þá hann gerðist forsetisráðherra.
Verst hve "einhæfur" hann er í litavali sem
"listamaður"....eingöngu blár.
Þykir húsfreyju sem þó er hrifin af bláum lit,
nóg um "bláma" Dabba, og vill gjarnan
að hann snúi sér að fleiri litum.
Til dæmis "grænum", sem væri vel við
hæfi í núverandi stafi hans...enda grænn
oft sagður litur peninganna..."colour of money".
En máske Dabbi hafi bara aldrei sleppt
"bláu hendinni" flokksins, og geti því ekki
einbeitt sér í "grænu umhverfi peninganna"?
Jamm, en hann er altént orðin "listamaður"
á heimsmælikvarða samkvæmt frétt þessari....
blár eða ekki blár!
![]() |
Davíð Oddsson á vafasömum lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2009 | 17:25
Dabbavandræðagangurinn...og Snæfinnur.
Sögukorn úr vinnu húsfreyju.
Sú gamla er 95 ára, ern í hugsun
fylgist vel með málum líðandi stundar
og reynir iðulega að spjalla við
borðfélaga sína í matsalnum þrátt fyrir
versnandi heyrn.
Sú gamla: "Já, hér er ég búin að sitja ein
tvö til þrjú ár, á móti manni í borðsalnum,
sem veit ekki hvort hann er "að bíða" eftir matnum,
"að borða" hann, eða "búinn að snæða" hann"!
"Spyr í þaula HVAR hann sé staddur í máltíðinni,
en þegar þjóðmálin ber á góma, veit hann sjaldan
hvað verið er að ræða um, nema ÞETTA EITT", segir
sú gamla og hlær við.
"Og hvað er það" spyr húsfreyja forvitin.
"Jú, hann spyr, "hvað í ósköpunum eigum við að
gera við hann Davíð"???, hér hlær gamla dátt og
segir svo, "og þá hlæ ég"!
Þegar öldungar óklárir á nóttu og degi, hvort
matur hafi verið snæddur eður ei, þekkja til
Dabbavandræðagangsins í Seðlabankanum,
má gera ráð fyrir að málið liggi nokkuð ÞUNGT
á þjóðinni, telur húsfreyja!
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM EIGUM VIÐ AÐ GERA VIÐ
HANN DAVÍÐ??
EINHVER?
Var í nógu að snúast í vinnu húsfreyju í dag.
En hafði deildarstjóra með sér, svo vel vannst.
Náði svo í átta ára djásnið í skólann.
Snæfinnur "Hall" hinn hallandi snjókarl var
alveg lagstur á hliðina á sólpallinn er heim kom.
Sú átta ára pældi í því hvort að það væri af því,
að Snæfinnur væri svona DAPUR, og lægi þarna grátandi!
Er viðkvæm sál, átta ára djásnið og má ekkert aumt sjá!
En eftir að hafa gert snögga athugun á málinu,
komst hún að þeirri niðurstöðu, að ekki væri karl
lagstur í tár af depurð, heldur væri hann nýbúinn
að "skera niður lauk"!
Snaraði sér þá í að gefa kettinum harðfisk, og
Snæfinnur "Hall" hinn laukskerandi snjókarl gleymdist.
Komin í leik við vinkonu.
Húsfreyja ætlar að skella sér í olíubað og
skola af sér vinnulúann.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 14:45
Skrafhreifir menn og...
..skemmtilegir, forseti vor og
seðlabankastjóri, hér uppi á
litla Fróni.
Verst hve erlendir sparifjárseigendur,
bæði í Bretaveldi og hinu mikla ríki þýskra
taka spjall þeirra og skraf nærri sér.
Verður allt vitlaust í bönkum tengdum litla Fróni,
hjá enskum og þýskum, og reikningsskila krafist að
fullu af frónverskum bönkum.
"Úps og æ æ", kveða Dabbi og Óli í kór.
"Við meintum þetta ekkert svona"
"Allt tekið á versta veg og algjörlega úr samhengi"!
Jamm, Frónbúar, við verðum bara að fara að láta "alheim" VITA
af "pólitískri ellílífeyristöðu" fyrrum útbrunna ráðherra í
Seðlabankakanum, og "puntudúkkustöðunni"
á Bessastöðum fyrir fólk með erfiðar pólitískar
skoðanir.
Gengur ekki að allir séu að taka þetta "grínlið"
alvarlega út í heimi...sei sei nei.
Svo er bara allt steikt og steypt í múr hjá
okkar "nýju" bönkum, og aumingja Jóhanna
sett á "biðlista" með BJÖRGUN heimilanna-plottið!
Steingrímur Joð. verður "kjaftstopp", svo sleginn er hann
yfir málgleði fyrrum pólitíkusa...
og það sýnir þjóðinni hversu hrikalegt
málið er.
Vill nú húsfreyja að háttvirt Alþingi vort gangi
í það með HRAÐI, að stofna góðan "spilaklúbb"
fyrir Óla og Dabba... Bridge eða Vist...nú eða
jafnvel saumaklúbb ef þeim leiðist spilamennska,
þar sem þeir VERÐA að mæta vikulega.
Setja upp eina litla "videokameru", ljósalampa
og taka upp fyrir þá "snilldarskraf" þeirra og
spjall um frónversk efnahags- og bankamál.
Hafa svo "hlátur í dós" fyrir Dabba, af og til,
"klapp í dós" fyrir Óla af og til.
Afhenda svo köppunum sín hvora spóluna
svo þeir geti "horft á sjálfa sig aftur og aftur"
og dáðst að orðfimi og kjafthátt.
Verst verður sjálfsagt að fá "sjálfboðaliða"
til að spila við félagana reglulega, en húsfreyju
dettur samt að þeir "Spaugstofumenn", væru
til í að skipta þessu á milli sín.
Fengu nægt efni í Spaugstofuna næstu 30
árin......
Jæja, þetta var nú bara svona lauflétt grín
á fallegum þriðjudegi.
Þeir verða víst að fá að láta ljós sín skína,
þessir háu herrar...en mættu gera meira af
því að læra "sanskrit" og tjá sig frekar á því
tungumálinu í fjölmiðlum.
Sækja 8 ára djásnið næst í skólann.
Góðar stundir.
![]() |
Viðtalið tekið úr samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 14:24
Á ferð og flugi.
Húsfreyja sér ekki betur
en fljúgandi furðuhluturinn
"blaki vængjum"!
En fuglar af stærri gerðinni,
eru máske orðnir sjaldgæfir og
"furðulegir" í Washington.
Nú og kannski eru fljúgandi
"grænar geimverur", farnar að
dulbúa "flugdiska sína" með
fiðruðum vængjum, svo minna
beri á þessum flugförum þeirra.
Hvað veit maður?
Það er svo margt skrýtið og skondið
í henni Ameríku.
Og svo er alltaf til í dæminu að
húsfreyja sé orðin svo vel vernduð af
"englum", að hún sjái "vængi" á
öðru hverju farartæki er hún gjóar
á augum, uppi í vetrarbláum himninum.
Ekki slæmt það.
Þarf góða vernd í kreppu og fjármálaharðlífi.
Er bara notalegt að sjá flugvélar, þyrlur...
nú og fljúgandi furðuhluti blaka fiðruðum vængjum.
Góðar stundir.
![]() |
Fljúgandi furðuhlutur flaug yfir setningarathöfn Barack Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.2.2009 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 08:38
Á tvennum vígstöðum barist..
...á norðurlöndum í dag,
segir Vísir.is.
Mótmælendur mættir við
Seðlabankann á litla Fróni
að berjast við Davíð.
Nú fær sá ástsæli seðlabankastjóri
"stöðvunarskyldu" við innganginn, og
fær eigi barið skrifstofu sína augum,
fái mómælendur að ráða.
En Dabbi kemur alltaf aftur...og aftur,
virðist eins skæður hér á litla Fróni og
"salmonellusýkingin" sem frændur vorir
í Danaveldi eru að berjast við.
Þeir núna barist við uppsölur og skitu af
völdum þessarar óþverrabakteríu í
hartnær ár, og sér enn ekki fyrir endann á.
Frekar en vor þjóð sér fyrir endann á
setu Dabba í seðlabankastjórn.
Jamm, það er ýmislegt að hrjá okkur
norðurlandafrændur og "uppsagnarbréf
og sýklalyf" virðast alveg hætt að
skila tilætluðum árangri í löndum okkar.
Svo hvað er til ráða?
Hvernig losna menn við hrokagikki, óáran og óværu
á tímum kreppu, skitu og fjármálahruns?
Jamm, húsfreyju er svaravant, og ætlar því
að bregða sér inn í rúm með málgagnið,og
lesa nokkrar línur áður en hún svífur inn í
draumalandið.
Máske að "himnaseðlabankastjórinn"
sendi henni einhverjar lausnir í draumalandinu.....
hjálpi henni að finna upp "anti-seðlabankastjóra-biotica"
fyrir litla Frón, og "salmonellueyðandi-bréfplástra" sem
má skella á húð!
Aldrei að vita.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 17:55
Konur eiga að vera forsetar landa..
...og forsetisráðherrar, sagði
góðkunni gamanleikarinn og
uppistandarinn Robin Williams
eitt sinn fyrir fullum sal af fólki
í Metropolitian Operahouse í
New York.
Konur væru ekki undir ægivaldi
testósterónsins líkt og karlar eru stöðugt,
sagði Williams, sem þýddi að karlar gætu
aðeins hugsað um eitt mál eða einn hlut
í einu.
Sæju aldrei heildarmyndina á einu eða
neinu, og væru í ofanálag árásagjarnir
pirraðir og með eilífan þorsta í völd í sínu
bullandi testósterónflæði.
Konur hins vegar væru hið mjúka skynsama
kyn, sem þyrftu ekki að díla við svona
"hormónaeitrun", nema í nokkra daga
á 28 daga fresti.
Og það kemur ekki að sök, sagði Williams,
því það versta sem kona getur "upphugsað"
þá hún er í hormónaflæði, er að láta öðrum,
"líða svolítið illa, eins og henni sjálfri"...í smá tíma.
Konur myndu "aldrei" sprengja upp heilu
borgirnar með kjarnorku eða eiturefnasprengjum
líkt og karlar gera, sagði Williams.
Né heldur senda ungt fólk í stríð að drepa
mann og annan, sei, sei nei!
Hjá konum við völd yrðu málin leyst með
viðræðum, hjálpsemi, og með vernd "barna"
heimsins í huga, sagði Williams.
"Að vísu yrðu viðræðurnar mjög "intense"
á 28 daga fresti" sagði sá góði Williams
og glotti, "en það er í lagi því eftir 5-7
daga er "hormónaspennunni" lokið.
Og engin þarf að heyja stríð eða deyja í stríði,
þá konur eru við völd!
"That's why there should be a woman PRERSIDENT
in America...don't you see"? lauk Williams
þessu máli sínu.
Vonandi gengu nýrri ríkisstjórn undir
stjórn Jóhönnu vel að hreinsa svolítið til
fyrir kosningarnar.
Íhaldið er sótrautt af vonsku yfir því að
hafa þurft að sæta ábyrgð líkt og
fyrrum kollegar þeirra í Framsókn.
Skammast heilaþvegnir aðdáendur íhaldsins
og kalla núverandi stjórn "kommúnista".
Ekki finnst húsfreyju þetta uppbyggileg og
góð gagnrýni, enda enginn kommúnistaflokkur
verið í framboði á litla Fróni frá því að hún fór
að mæta á kjörstað að kjósa.
En máske mætti þá bara skella "nasistanafninu"
á íhaldið ef íhaldsmenn halda kommúnistkjaftæðinu áfram.
Nei, bara svona grín!
Góðar stundir.
![]() |
Öld testósterónsins lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2009 | 19:34
Jeminn! Nú er það svart!
Húsfreyja fékk bækling frá
hinni ágætu Bente og hinum
ljúfa Abel Struksnes í Odnes í hinu mikla
veldi Noregskonungs á dögunum.
Þetta ágæta "frændfólk" húsfreyju
í Noregi hefur miklar áhyggjur af
líkamlegu atgervi húsfreyju en þó
meira af hennar sálarheill.
Hefur húsfreyja þó aldrei fregnað
neitt frá ágætu fólki þessu áður.
Veit eigi hverra manna þau eru,
né hví þau sáu aumur á húsfreyju og
sendi henni pistil þennan.
Samkvæmt þessum ágæta bæklingi
þeirra hjóna eða systkina nema hvortveggja sé,
er "heimsendir" í nánd....í töluvert fjarlægri,
"óártalsettri" framtíð...svolítið í það a.m.k,
en eigi að síður í NÁND!
Og Biblían, eða annar ritháttur bæklings þessa:
"Bibblían" segir frá 3 englum sem boða okkur
mannkyni ófagra framtíð, segja hin norsku hjú.
Og lengi getur vont versnað í pistli þeirra vitru
norsku spáhjúa:
Katólska kirkjan er "skækja" segja þau fullum fetum!
Og ber fram fyrir söfnuð sinn "saurlifnaðarvín"!
BJAKK!
Katólskir og mótmælendur báðir, misskilja
alveg "skírnina", og eru í ofanálag að
skíra "smábörn...þegar allir heilvita "rétttrúaðir"
vita að "biblíuleg skírn" er í raun "greftrun í vatni"!!!
Húsfreyja hefur lengi vel haldið að "grafist menn í
vatni" DRUKKNI þeir, en viðurkennir fúslega að hún
hefur ekki eldheita "rétttrú" Struksnes-ista.
Og allar kirkjur er vilja vera í "samstarfi" við
"skækjuna" hina katólsku, telja hin heilögu
norsku hjú vera "dætur hórkvenna"!
Ekki útskýra hinir skörpu norsarar HVERNIG
"hórkonur" geta af sér kirkjur, sem hefði þó verið fróðlegt,
...né heldur segja frá hverjir "feður" þeirra eru.
Telur samt húsfreyja, að þetta muni vera
"mjög stórvaxið" fólk/kirkjuforeldrar, svona miðað við að
kirkjur eru yfirleitt reisulegar og "háar" byggingar.
En nú kemur húsfreyja að því sem hún telur að
sé aðalástæða þess, að hinir ágætu "vinir" hennar
í ríki norska kóngsins sendu henni bækling þennan.
Þeir hafa að sjálfsögðu séð til húsfreyju á leið til
messu einhvern tímann, á "kolröngum" hvíldardegi.
Ja sei, og svei og þvílík ekkisens mæða.
Slíkt athæfi segja hin góðu norsku hjú sé komið
beint frá "Anti-Kristi sjálfum" eða "DÝRINU"!
Þó húsfreyja þekki hvorki hin norsku Struksnes,
"Dýrið" né heldur nokkurn "Anti-Krist", hljómar þetta
hálfógnvænlega í eyrum húsfreyju.
Sér í lagi þar sem "Dýr" þetta mun merkja allt
"Sunnudagshvíldardagsfólk" með sínu frímerki....
(á ennið, heldur húsfreyja),
og sjá til þess að Sunnudagspakkið lendi
í "eyðingu í eldsdýkið" (eða "eldsdíkið", annar ritháttur
bæklings).
"Laugardagshvíldardagsfólkið" mun að sjálfsögðu
fá "frímerki" frá sjálfu almættinu og búa með
Jesú Guðssyni í 909 Himnaríki, Elífðinni.
Jaso, húsfreyja er í djúpum ......!
Eða hvað!
Vill hafa sinn hvíldardag á Sunnudegi áfram,
og kærir sig ekkert um að láta "grafa sig í vatni".
Þekkir engann af "vondu körlunum" í bæklingi
hinna ljúfu norsku hjúa, því síður hefur hún nokkra
hugmynd um hvar "Eyðingarstöðina Dýkið/Díkið"
er að finna, og telur það jafnvel geta verið "sér-norskt
fyrirbæri", svona í svipuðum dúr og Sorpa okkar
Frónbúanna.....hmmmmmm!
Og Dýrið og Anti-Kristur máski bara "óvinsæl", morðóð
nágrannahjón þeirra Struksneshjúa??
Ætlar húsfreyja því að skrásetja "varnaðarbréf"
til allra sinna afkomanda um ókomna tíð,
og mæla eindregið á móti því við þá,
að þeir flytji til Noregs, þar sem kolvitlausir
Anti-Kristar og "dýr" fá að vaða uppi og "eyða"
fólki og sálum með "Sunnudagsfrímerki" á enninu.
Einnig að afkomendur hennar hafi ÆTÍÐ
gott "límeyðandi" efni við hendina, svo auðvelt
sé að losa fúl "frímerki" af ennum og skella einu
af íslensku Holtasóleynni þar í staðinn!
Er þá húsfreyja og hennar fólk allt í góðum
málum, þá að "heimsenda" kemur, og getur
altént spókað sig um í hinu "Frónverska Sumarlandi",
908 Alheimi Almættisins, á meðan hinir eru hjá Jesú
Er þá kannski bara spurning um jafngóð "heimilsföng" eftir allt saman,
samanber: "Í húsi Drottins eru margar vistarverur",
og svo "nágrannaerjur" í gangi hjá Struksneshjúum
á fyrrum veiðlendum Noregskonungs.
Og þá mega hinir norsku vinir húsfreyju eiga "eldsdýki, dýr og
Anti-Krista".
Þeirra höfuðverkur, ekki húsfreyju.
Góðar stundir...fram að næsta heimsenda !
Bloggar | Breytt 8.2.2009 kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)