8.10.2009 | 18:00
Indversk lestarklósett?
Eitthvað fara þessi
"botnlausu" lestarsalerni í
hinu íðilfagra veldi Indverja
fyrir brjóstið á húsfreyju.
Svona svipað og þegar hún frétti
að geimfarar létu gossa úr salernum
í geimferjum og geimstöðum á sporbaug
um móður jörð.
Fannst húsfreyju hálf ónotalegt til þess að
hugsa að hland sé á sveimi um móður jörð,
og svo ekki sé minnst á stöku "brúna" lorta.
Sá hún jafnvel fyrir sér, að þegar traffík um himingeiminn
fari að aukast, og búið verður að gera hálfan mánann að
"sumarleyfisparadís" (alltaf sólskin á þeim helmingnum),
að móðir jörð eignaðist sinn eigin "hring" líkt og
Satúrnus.
Nema að "hringur" móður jarðar yrði úr "ljósgulu hlandi"!
BJAKK!
En aftur að lestarsalernunum hinum indversku.
Nú hefur löngum verið "töluvert" um lestarsamgöngur
í Indlandi, enda Bretinn seigur að leggja járnbrautateina,
þá Frónbúar bjuggu enn í torfkofum, og stöku timurhúsi,
og kunnu lítt á hryðjuverk í Bretaveldi og því síður á lestar.
Voru þá Bretar herraþjóð Indlands, og spiluðu póló á
milli þess sem þeir sveifluðu svipunum yfir innfæddum
er bjástruðu við að leggja lestarteina nótt sem nýtan dag.
Eitthvað voru vegalengdir allar meiri en á eyjakríli
því sem Bretar kalla föðurland, svo æ oftar kom það
upp að mönnum þeim "varð brátt", er ferðuðust um Indland í lest.
Svo salernum var snarað upp í einum grenjandi hvelli
í lestunum...BOTNLAUSUM.
Og virðast enn BOTNLAUS á 21 öldinni, þrátt fyrir að
breskurinn hafi horfið á brott til annarra og betri verka,
eins og að gera "heila þjóð" að hryðjuverkamönnum úti
í ballarahafi.
Nú geta varla verið "safnþrær" eftir endilöngu lestarteinakerfi
Inverja, svo líklega lendir þvag, saur og skeini á milli teina,
og "flögrar" svo einhvern spotta um nágrennið, og sér í lagi þá
hreyfir vind.
Margt er um manninn á Indlandi og margir fara með lestum.
Og mönnum verðu mál!
Þá spyr húsfreyja: Eru lestarteinar inverskir og nánast umhverfi
ekki að verða að stærsta og LENGSTA útikamri jarðar?
Með tilheyrandi sjónmengun, bakteríugróðrastíum og skítalykt!
Skeinibréfaslóðin fer máske að sjást utan úr geiminum?
Og svo eru agnarsmá nýfædd börn að falla ofan í
öll herlegheitin.
Húsfreyja ímyndar sér að ljósmæður allra landa
sundli af klígju, þá þær heyra slíkar fréttir.
Að fæðingarlækna alla grípi "óstjórnleg löngun"
í Hibiscrub-handþvott upp á olnboga, við fregnirnar.
Jamm.
Það þarf að fá BOTN í þetta lestarklósett mál Indverja...
og "BOTN" er akkúrat málið í ÖLL lestarsalerni þeirra.
Eða það hefði húsfreyja talið.
Annars "botnar" hún lítið sem ekkert í svona málum
yfir höfuð, finnst þetta svona blasa við sem
"almenn skynsemi", að salerni á ferð verði að hafa BOTN!
Að hafa þau "botnlaus" minnir hana á "spliff-donk-og-gengju"-grínið
hér uppi á litla Fróni...sem svo var hægt að kaupa af einhverjum
gárungum....álíka gáfulegt.
En góðar stundir og megi öll ykkar ferðaklósett hafa BOTN.
Féll gegnum lestarklósett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara svo þú vitir af því þá er þetta í öllum lestum sem ég hef farið í í evrópu og þær eru margar.
Laumulesari (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:13
Oooooo, laumulesari, ekki batnaði það. Held svei mér þá að ég sé orðin "afhuga" lestarferðum um alla ókomna framtíð!
Sigríður Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 19:36
Mér fannst þetta full torflesinn texti hjá þér, jafnvel óþarflega torflesinn.
Ég náði nú samt að lesa í gegnum þetta skraut tal og er sammála þér í grunninum en ég hefði líklega notið þess meira að lesa ef það hefði ekki verið svona mikið skraut og lengingar.
Sara Ósk (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:35
það er botnlaus skítalykt af þessu
Sigrún Óskars, 8.10.2009 kl. 22:20
Þakka þér, Sara Ósk, alltaf gott að fá gagnrýni með í bland....var máske heldur "háfleyg" í salernisumfjölluninni...en þar liggur þó grínið sem er iðulega grunntónninn í pistlum mínum.
Innilega sammála þér kollega.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.10.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.