8.3.2009 | 16:57
Frelsuð!
HALLELÚJA!!
Húsfreyja er "frelsuð"!
Og það af "þvottavélinni" sinni.
Lof sé AEG og Candy í þeirra miklu náð!
Og frá hverju er húsfreyja frelsuð, af þeim
góðu þvottavélum??
Hefur ekki hugmynd!
Enda hlýtur það að vera algert
aukaatriði, ef húsfreyja er bara "frelsuð"!
Skyldi Gunnar í Krossinum vita af þessu?
Hann komin með myljandi samkeppni í
"frelsunum" ....og máske kraftaverkum líka?
Hallelúja!
Eða er Gunnar í Krossinum kannski á bólakafi
í "þvottavélabraski"?
Er páfi þá alveg sáttur við þetta?
Eru þvottavélafyritæki ef til vill á
sérstökum Páfagarðsmála?
Þvottavélar þá sjálfvirkar í því að
gera allt þvottavatn sitt "háheilagt"
og ilmandi hreinan þvottinn þar með "frelsandi"
fyrir líkama og sál?
Eru þvottavélar þá "arftakar" aflátsbréfanna
hinna katólsku?
Sem frelsuðu menn af oki syndanna fyrir
offjár...nú eða slikk, allt eftir því hve syndin
var stór.
Fóru þá "aflátsbréfasölumenn" beint í þvottavélabransann,
þá þær voru uppfundnar?
En því "frelsa" þvottavélarnar bara konur?
Hvaða kynjamismunun er hér í gangi?
Þvo ekki einnig karlar sína skítugu leppa?
Varla eru þeir ennþá að skola úr óhreinum
fötum sínum í höndunum...og það á 21. öld?
Eru karlar beittir "kynjamisrétti" af þvottavélum
þessa heims??
Er þá allur þorri karla "ófrelsaður" og
gangandi í haugdrullugum fatnaði í
ofanálag?
Jaso, húsfreyja vill óska konum öllum til
hamingju með Alþjóðlegan baráttudag sinn
í dag, en stingur því svona í leiðinni að öllum
karlpeningi að fara nú að huga að Alþjóðlegum
baráttudegi fyrir sig, og byrja á því að kippa
þessu "þvottavélafrelsunarmáli" í lag hið snarasta!
Góðar "þvottastundir"!
Þvottavélin frelsaði konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þurfti bara að prófa :)
Er ekki búin að lesa
Solla Guðjóns, 13.3.2009 kl. 16:54
Jaso, þetta bara svínvirkar allt saman, fiktið í mér.
Sigríður Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.