Við værum öll dauð....

pygmy-rabbit-%201  ....ef engin dýr væru til, mamma"!

  Sjö ára djásnið komið í "heimspeki-

  pælingagírinn" í bílnum.

  "Því þá hefðum við svo lítið að borða"

  "Bara grænmeti og ávexti, mamma"!

  "Já, það er heppilegt að svo mikið skuli

  vera til af dýrum á móður Jörð" svaraði

  húsfreyja af bragði.

  Voru mæðgurnar á leiðinni niður í miðbæ

  borgarinnar við sundin bláu, í eftirmiðdagsumferðinni.

  "Það væri samt allt í lagi, ef engin dýr væru til,

  og við værum kanínur, mamma".

  "Þá hefðum við alltaf nóg að borða".

  "Já, það er satt", en kanínur eru nú reyndar

  einnig dýr, og þá væru þær altént til, ljúfan mín".

  Húsfreyja brosti með sjálfri sér.

  "Þú VEIST hvað ég meina, mammma".

  Djásninu mikið niðri fyrir.

  Og svo kom:  "En ég er reyndar voða fegin,

  að vera ekki kanína, mamma, þó þær séu

  voða sætar".

  "Nú er það", svaraði húsfreyja hissa, því

  kanínur eru í miklu uppáhaldi hjá djásninu

  um þessar mundir. (Svalan, 10 ára frænka á tvær.)

  "Já sko, ef ég væri kanína þá gæti ég ALDREI

  borðað SUSHI"Grin!

  Húsfreyja skellti upp úr, og fór næstum í veg fyrir

  strætó í hringtorginu við Suðurgötuna.

  "Það er alveg SATT, mamma, því kanínur

  borða bara kál og grænmeti"!

  "Já, það er rétt´", tókst húsfreyju að stynja upp.

  "En ég held að þú viljir ekki vera kanína eins og ég

  vildi vera, ef ég væri dýr, mamma".

  "Nú já....jú, ég gæti nú hugsað mér að vera

  eitthvað annað en kanína", svaraði húsfreyja.

  "Já, þú vilt áreiðanlega vera "tígrisdýr", mamma"Errm,

  og nú dæsti sú sjö ára mæðulega í aftursætinu.

  Þagnaði og hnyklaði brýrnar.

  Það er jú ekkert grín, að vera "kanína" og eiga mömmu

  sem er sko "tígrisdýr".....W00t.

  Tígrisdýr færi létt með að snöfla í sig einni

  kanínu, í einum munnbita....

  HRIKALEGT að vera bara "étinn" af mömmu sinniPinch.

  Húsfreyja hló innilega með sjálfri sér, og

  komst við illan leik niður á höfn.

  Þar smelltu mæðgurnar sér í Sushismiðjuna,

  og versluðu "sushi" á mánudagstilboðiJoyful.

  Á leiðinni heim sáu þær svo mannmergð

  á Arnarhól, með hrópandi ræðumann í

  miklum ham.

  "Af hverju er fólkið þarna, mamma"?

  "Það er að mótmæla kreppunni", svaraði húsfreyja.

  "Er það þá svona reitt"?

  "Já, það hugsa ég" svaraði húsfreyja.

  "Það er ekki gott að vera reiður, mamma! 

  Það er alveg eins og maður myndi alltaf fara að

  gráta þegar maður dettur og meiðir sig í skólanum

  í leikfimi, í stað þess að vera bara sterkur, halda bara

  áfram og gráta ekki neitt"Halo.

  Húsfreyja þagði dágóða stund yfir visku

  þeirrar sjö ára, undraði sig á því hvaðan

  hún hefði þetta sú stutta.

  "Jú, svaraði hún að lokum, það er oft gott

  að vera sterkur, og halda bara áfram, en

  stundum þarf fólk líka að blása frá sér reiðinni,

  svo það geti haldið áfram".

  "Já það er allt í lagi , mamma, en reiða fólkið má

  samt ekki vera vont við aðra"!

  Jú, því gat húsfreyja verið sammála, og

  kvöldsólin speglaðist fallega í blokkunum í Breiðholtinu,

  og brátt voru þær komnar heim í

  Grafarvoginn sinn, og farnar að snæða

  dýrindis sushiKissing.

  Sko ekkert "kanínufæði", þaðGrin.

  Góðar stundir.

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það slær ekkert út sjö ára snillinga

Dýrin eru undirstaða lífs á jörðinni, þau héldu amk lífi í íslendingum í mörg hundruð ár á meðan aðrir menn reyndu að koma þeim fyrir kattarnef...

halkatla, 1.12.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er svo gaman hvernig þessir litlu spekingar koma orðum að flutunum  og skynja heim fullorðinna

Solla Guðjóns, 2.12.2008 kl. 07:27

3 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

báran með skoðun á öllu.....gef mér suhsi....eigum ekki til kaffi...sniff.

Árný Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka ykku innlitið, ljúfastar.  Já, sjö ára snillingar eru óútsláanlegir, og kunna svo sannarlega að hafa orð á hlutunum.  Kem með sushi næst, ef þú reddar kaffinu, systir.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Sigrún Óskars

7 ára spekingur, gaman að þessu

Sigrún Óskars, 3.12.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband