Þetta er asskoti ári hart....

westman  ....fyrir Eyjamenn.

  Núverandi Herjólfur er

  ekkert til að hrópa húrra fyrir,

  enda einn sá mesti æludallur

  sem húsfreyja hefur þurft að

  sigla með.

  Skipið er þokkalegt að innan, aðstaða

  fyrir farþega góð, og þjónusta frábær.

  En hátt í "þriggja klukkutíma" veltingur

  milli lands og Eyja, er bara ekki viðunandi. 

  Martröð fyrir sjóveika, og of langur tími

  á siglingu fyrir flesta, sjóveiki eður ei.

  Þá er það flugið....þegar HÆGT er að

  fljúga á milli lands og Eyja.

  Vindasamt með afbrigðum í Eyjum, og ekki

  hægt að lenda í beljandi stormi.

  Nú og svo er það þokan.

  Vill loða við litlar eyjur dögum saman,

  og þá er lítið um flugsamgöngur.

  Vestmannaeyjar var ein stærsta verstöð

  okkar Frónbúanna árum saman, enda

  fengsæl fiskimið allt um kring.  Og nokkuð

  öruggt að Eyjamenn eru ekkert agnarsmáir

  í fiskveiðum litla Fróns í dag.

  Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur

  í ferðamannaiðnaði og ferðaþjónustu í Eyjum.

  Þangað flykkjast ferðamenn í leit að

  náttúrufegurð og sérstæðu og skemmtilegu

  mannlífi.

  En þá spyr húsfreyja:

  Hvernig kemst fólk í Eyjar út, án þess að vera

  grængult í andliti, útælt og með sjóriðu er þangað

  er komiðSick?

  Nokkrir taka áhættu og panta flug, og lenda svo í

  "þokubið" á flugvellinum í Reykjavík klukkutímum saman.

  Ekki það að húsfreyja sé neitt að gera lítið

  úr náttúrfegurð í Skerjafirðinum, en heldur telur

  hún að mönnum finnist leiðigjarnt að sitja og stara

  út um glugga flugstöðvarinnar í Vatnsmýrinni í

  vonlítilli bið.

  Nýr hraðskreiðari Herjólfur hefði bætt stöðu

  Eyjamanna í samgöngumálim mikið, og er

  miður að samningaviðræðum um slíkt skip

  skuli hafa verið hætt.

  En svo ein minning úr bernsku húsfreyju.

  Húsfreyja var aðeins 7 ára skotta, þá hún var send

  út í mjólkurbúð á Heimagötunni, við enda

  Grænuhlíðar.  Var með dýrmætan uppáskrifaðan

  miða af lækni Eyjanna, í vasanum.

  Þar stóð, að á heimili skottu,

   væru tvö ungabörn sem þyrftu á mjólk

  í ríku mæli að halda.  Fékk skotta þá skammtaða

  heila 4 lítra af mjólk, er hún komst að, en aðrir

  fengu ekki nema 1-2.

  Baslaðist hún við að komast heim aftur í stífri

  austanáttinni, um hávetur og í brunakulda,

  með 4 lítra af mjólk.

  Lægðir vetrarins búnar að vera í rennu upp

  að suðvesturströnd landsins, og hvorki fært

  fyrir Herjólf eða flug út í Eyjar vikum saman.

  Matur og vistir voru af skornum skammti, nema

  auðvitað blessaður fiskurinn, alltaf nóg af honum.

  Og af kartöflumog rófum áttu Eyjamenn jafnan nóg,

  ræktuðu það sjálfirWink fyrir sig og sína.

  Mjólkurvörur, brauð, grænmeti og ávextir til

  í litlu mæli eða alls ekki.

  Þegar skotta svo mætti heim í Grænuhlíð 20

  skalf hún af kulda, og galaði á mömmu sína:

  "Maaaaammmma, mér er svo kalt að ég kemst

  ekki úr kuldaskónum".

  Múttan kom hlaupandi niður í þvottahúsið,

  klæddi skjálfandi skottuna úr vetrarfötum

  og bar upp ásamt mjólk, inn í hlýtt eldhúsið.

  Henni þar skellt inn í horn við ofninn,

  mjólkurlögg og suðusúkkulaði skellt í pott,

  og síðan fékk skottan eðaldrykk til að

  hita upp kroppinn.

  En það var líka eini mjólkursopinn sem

  skottan fékk næstu 5 daga, því hitt allt fengu

  litlu systurnar tvær, þá 2 ára.

  En 4 dögum seinna lægði, og Herjólfur komst

  út í Eyjar með mjólk og aðrar vistir.

  Þvílík sæla.  Því skottan var mikið mjólkurbarn

  og vildi helst engan annan drykk drekka, nema

  ef vera skyldi "landsöl", en það hélt hún að

  malt og appelsín blandað saman héti, því hann

  "pabbi hennar sagði það"LoL.

  Góðar vetrarstundir. 

 

 


mbl.is Gríðarlegt áfall fyrir Eyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Þetta er áfall fyrir eyjamenn, enda löngu tímabært að bæta samgöngur til eyja. Ég fer oft til eyja enda elska ég staðinn og ættin mín er með eyjablóð í æðum.

bkv um góða helgi!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 15.11.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, er skömm að þessum samgönguvandræðum þeirra á 21 öldinni!  Gaman að því Bryndís Eva, að þú skulir eiga ættir út í Eyjum.  Við leynumst víða, gamlir Eyjamenn og afkomendur einnig.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

eyjamenn verða bara að bíða ,en mikið er ég fegin að þurfa ekki að veltast með dallinum.læt múttu um það.koma svo íbv....

Árný Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, mútta er ekki öfundsverð, systir....en hún fer að verða vel sjóuð á öllum þessum reisum.  Verður líklega betri sjóari en harðasti skipper á togara.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er típisk dúkkulísa af höfuðborgarsvæðinu og veit ekkert um þetta, en samt finnst mér þurfa að hafa öruggar samgöngur til Eyja. Alveg eins og það þarf að gera göng til Siglufjarðar þá þarf almennilegt skip í ferðir til Eyja.

Eða hvað? Kannski er bara "ódýrast" að gefa Primperan stíla   við landganginn og dash af dormicum undir tungu - þá gleyma allir ferðinni (eins og gefið er fyrir magaspeglun) og þriggja tíma ferð með ómögulegum dalli verður "enga stund" að líða?

Sigrún Óskars, 16.11.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þetta er einhver besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi, Sigrún.  Þú ímeilar hið snarasta á Herjólfseigendur og stingur þessu að þeim.  "Sælustund í Herjólfi" gæti orðið auglýsingin

Sigríður Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband