Fyrirgreiðsla gleðinnar.

126597849_36666f8314  Þegar botni er náð, er aðeins ein

  leið fær:  Leiðin UPPWink!

  Og það er hugboð húsfreyju, að

  botni sé náð, og nú blasi aðeins við

  þjóðinni stiginn upp á við.

  Mörgum mun sjálfsagt finnast

  stigahelvítið ógnarlangur, brattur

  og erfiður uppgöngu.....

  og það er hann.

  Atvinnuleysi, launalækkanir, svínslegir

  stýrivextir og verðbólgufár hanga á

  hverju þrepi, en hann er einnig

 skreyttur

  blómum vonar, góðvildar og samhyggðarHeart.

  Þær verða ófáar áskoranirnar á þessa litlu þjóð vegna

  græðgi og kæruleysis þeirra sem áttu að vita betur,

  og sem sigldu þjóðarskútunni í strand

  og brenndu svo flakiðBandit.

  En þjóðin mun ekki velta sér upp úr því

  hverjir séu sökudólgar og beri ábyrgð.

  Það verða "góðærissukkararnir" að eiga við

  sjálfa sig og eigin samvisku.

  Í íslensku þjóðinni býr mikill kraftur,

  þrautseigja og elja.

  Sjálfsbjargarviðleitni hennar er viðbrugðið,

  og með sameiginlegu átaki mun þjóðin

  gera við þjóðarskútuna og koma henni á flot aftur.

  Það er engin spurning.

  Þjóðin mun þjappa sér saman, spara, aðstoða

  náungann, njóta lífsins með fjölskyldu og

  vinum, njóta þeirra gæða sem landið okkar gefur

  okkur og umfram allt:  Njóta GLEÐI.

  Því í okkar þjóðarsál býr mikill húmor, hæfileiki

  til að brosa þó á móti blási, og sjá það

  kómíska í flestum málum.

  Að velta sér upp úr reiði, beiskju og vonleysi,

  er bara ekki okkar stíll.

  Gleðin blívur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

ég er sammála - ég held að þjóðin þjappi sér saman og hjálpi hvort öðru. Þú skrifar alltaf jafn skemmtilega

Sigrún Óskars, 1.11.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, og erum þegar byrjuð í "samanþjöppuninni", Sigrún.  Verðum í mun sæmilegri málum strax næsta vor, trúi ég, og svo enn betri málum eftir 2 ár.  Þakka þér svo hrósið, vinkona, alltaf gaman ef einhverjum finnst skemmtilegt að lesa.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband