27.10.2008 | 20:34
Fjármálageir!
Björgólfur Thor-Seðlabankinn, Dabbi-Brúnn,
Árni Matt.-Darling, útrás-hryðjuverk,
Icesave-Glitnir, Kaupþing-Landsbanki,
Alþingi-fjölmiðlar.
Ó vei!
Hringekjan snýst hring eftir hring, og
húsfreyja sér betur og betur að líklega
er þetta allt saman "henni sjálfri" ásamt
öllum sauðsvörtum almúganum, að
kenna, hvernig fór.
Er erkibófi og aðalhryðjuverkamaður
númer eitt ásamt megin þorra þjóðarinnar.
Hlýtur bara að vera!
Því enginn sem sat við stjórn í fjármálageiranum
kannast við eitt eða neitt.
Hvorki stjórnarformenn banka, fjármálaeftirlit,
Seðlabanki, fjármálaráðherra, útrásargaurar
eða ríkisstjórn hafa grænan grun hvernig á þessum
á þessum ósköpum standi.
Einna helst bent á brjálað "kaupæði" Frónbúa og
jafnvel Porchebíla í massavís uppi á litla Fróni.
Jamm, þetta vissi húsfreyja alltaf, að hún ætti
eftir að steypa sjálfri sér og þjóðinni í glötun,
þá hún tapaði stjórn á sjálfri sér í peningasukki
sínu og fjármálasvínaríi.
Og það að hún hafi verið í trylltu óráði, með
42 stiga hita, í nýrnasteinakasti og með
vanvirka heilastarfsemi vegna takmarkaðs
framboðs á skjaldkirtilshormóni í skrokknum,
þá hún tapaði sér í sukkinu og hryðjuverkunum,
er bara léleg afsökun.
En man því miður ekki neitt úr mergjuðu æði
þessu, húsfreyja, og verst þykir henni, ef hún hefur
nú verslað einn herlegan Porshe í óráðinu, og hefur
svo gjörsamleg týnt bílnum þá æðið rann af henni.
Jamm, mikil er sök hennar og ábyrgð.
Jæja, sei sei, hefur breiðar herðar, húsfreyja
og axlar þetta ásamt þjóðinni af mikilli elju og
þrautseigju.
Því allt fer þetta á einn veg eins og skáldið
sagði:
Ég byggði mér hús við hafið,
og hafið sagði: Ó Key,
hér er ég og ég heiti
Hudson Bay.
Í kvöldsins hægláta húmi
heyrði ég bylgjunnar sog.
Þannig er þessi heimur.
Það er og.
Og hjarta mitt fylltist af friði
og farmannsins dreymnu ró.
Ég hugsaði um allt sem ég unni,
og þó.
Í nótt mun ég krókna úr kulda
í kofa við Hudson Bay.
Þú mikli eilífi andi.
Ó Key.
Hudson Bay- Steinn Steinarr.
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þarna liggur hundurinn grafinn - þetta er auðvitað okkur að kenna það er allavega allir aðrir stikkfrí eins og þú segir.
Sigrún Óskars, 28.10.2008 kl. 00:06
Jamm, Sigrún mín. Við erum þvílíkir fjármálasvíðingar og erkibófar með brjálað kaupæði að það hálfa væri nóg! Og þeir sem stjórnuðu og áttu öll milljarðaherlegheitin eru svo blásaklausir englabossar, sem mega ekki vamm sitt vita....eða það meina þeir. Ekkert annað að gera í stöðunni en að hegna okkur hressilega með svimandi háum stýrivöxtum!
Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.