16.9.2008 | 13:15
Lagði til hans með sverði!
Út af "uppvaskinu"!
Samkvæmt þessu ætti minn fóstursonur
að vera "niðurbrytjaður (af okkur foreldrunum),
og í salti í tunnu niðri í bílskúr".
Sá góði drengur dífði ekki hendi í sápuvatn,
nema rétt á meðan hann fór í bað...og þá
var baðherbergið iðulega eftir hann, eins og 15
hermenn úr sérsveit Kana að koma heim
úr leyniför úr frumskógum S-Ameríku, hefðu
"skolað" af sér í leiðinni.
Og húsfreyja braut ekki einu sinn myndramma
á andlitinu á honum, þau 8 ár sem hann deildi
með henni húsrými......og "beit" hann aldrei!
En verður þó að viðurkenna, að hafa ansi oft
langað að gefa stráki ærlegt spark í rassinn.
En gerði það ekki einu sinni...svo nú situr
kærastan uppi með dreng.
Hefur sú unga kona haft nóg að gera við
"uppeldi" pilts hvað umgengni í hýbýlum
varðar, snyrtimennsku og þátttöku í húsverkum.
Húsfreyja lætur það vera, að benda kærustu
fóstursonar á frétt þessa.
Vill síður að kærasta fari á stúfana, og versli sér
eðal "Ninja-sverð".
Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Passaðu bara að hún skili honum ekki......
Lífið er orðið ansi flókið er menn missa sig yfir uppvaskinu...
Solla Guðjóns, 16.9.2008 kl. 19:58
Engin hætta Sollan mín, skellti á hann "þessari vöru er ekki hægt að skila"-miða, þá hann flutti út. Já, fyrr má nú aldeilis fyrr vera, ef ekki er hægt að ræða uppvaskið nema með sverð á lofti og myndramma á flugi.
Sigríður Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.