13.9.2008 | 18:35
Maðurinn er einn tólistarsmellur....
....frá upphafi til enda, og á
einn alflottasta
smell sem húsfreyja hefur heyrt sunginn á
íslensku: "Þjóðveginn".
En þá var Björgvin að syngja með bandi
sem kallaði sig "Sléttuúlfana" ef hún man rétt.
Saknaði húsfreyja þessa lags á tónleikum
BÓs í Laugardalshöllinni í septembermánuði,
á því herrans ári 2006.
....Tjaldi upp að slá,
fjöllin eru blá.
Nú liggur ekki lengur lífið á.... syngur Björgvin
í þessu uppáhaldslagi húsfreyju, og það bregst ekki,
húsfreyja kemst alltaf í myljandi stuð, þá hún það heyrir.
....og á áfangastað hvíld og gleði ég finn,
því ég hef allan daginn glímt við þjóðveginn.
Glímt við þjóðveginn, þessa grýttu braut,
glímt við þjóðveginn, í gegnum dalanna skaut....
Bara snilld.
Til hamingju Björgvin, Gaflari ársins, það ert þú
Bó Halldórs er Gaflari ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að meina að þinn ekta hafi samið lagið eða textann eða eigi bara plötuna...........??? svara.........nú er ég forvitinn......
Solla Guðjóns, 13.9.2008 kl. 23:40
Vist hefur Bó sungið marga smellina, en ég er ekki eins hrifin og þú ert.
Góða helgi
Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 10:11
Ó sorrý Sigga þarna kom lesblindugenið mitt í ljós......þarna sýndist mér standa.....Maðurinn minn....Emmið fór á flakk......
Solla Guðjóns, 14.9.2008 kl. 13:56
Hmm....Sollan mín, er búin að lesa þrisvar yfir, en gat hvergi séð að ég hefði eignað karli mínum neitt....þessi elska er laglaus og "syngur hvorki né dansar"....gott að þetta var bara lesblindugenið.
Já Sigrún, er búinn að eiga marga smellina, BÓ...og það er flott að heiðra karl fyrir þá. En hann er ekki minn uppáhaldssöngvari eða músíkant, blessaður, þó mér finnist margir smellir hans góðir.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 14:04
ef ég hugsa (gerir það stundum )þá held ég að ég hafi aldrei heyrt siggann syngja....laglaus í okkar fjölsk.hvuslags.
arný (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:57
Siggi B. að syngja, systir.......held hann vildi heldur vera dauður, en þurfa að framkvæma slíkan gjörning.
Sigríður Sigurðardóttir, 15.9.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.