Er þetta vísbending um...

Oysters.....ólifnað, sukk og svínarí á ostrum í frönskum

  ostruræktarstöðvumPinch?

  Einhvern veginn hefur húsfreyja hingað til, talið að

  ostrur væru lífverur sem lifðu rósemdarlífi.

  Færu sjaldan eða aldrei að heiman úr sinni skel,

  eða aðeins þegar að "örlagastund" væri komið, og hryllilegur

  gapandi "kjaftur dauðans" gini við þeimW00t.

  Væru afspyrnuléleg "partýljón" og vildu helst hanga einar

  heima, og létu sig aðrar ostrur og þeirra mál lítið varða.

  Svo fá þær bara Herpes, rétt eins og aðrar lífverur á

  fullu í samkvæmislífinuShocking!

  Jaso!

  Húsfreyja gleðst óneitanlega í hjarta sínu yfir því,

  að hafa aldrei snætt ostrur.

  Finnst eitthvað nöturlega viðbjóðslegt við það að

  snæða lifandi lífveruSick.

  Vill hafa sinn mat steindauðan, í lágmark korter áður

  en hún snæðir hannDevil.

  En hver hefur sinn matarsmekk, og sjálfsagt margir

  í hinu ostruelskandi ríki frakka, í algeru rusli yfir því

  að fá ekki "Herpeslausar ostrur" í kvöldsnarl.


mbl.is Franskar ostrur deyja úr herpes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

sammála, maturinn þarf að vera dauður - steindauður. Hef samt smakkað ostrur í Effelturninum í París. Það var svo mikill hvítlaukur á þeim að þær smökkuðust ágætlega.

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 21:42

2 identicon

Huh? Ostrur eru höfðingjamatur, sprelllifandi og iðandi. Opnið með ostruhníf, kreistið sítrónu yfir kvikyndið (ef hún herpist ekki saman þá á ekki að borða hana) og svolgrið í ykkur, gerist vart betra.

Sindri (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hljómar ekki alslæmt, Sigrún ef hvítlaukur var í spilinu....en voru þær örugglega "látnar"?

  Sindri, þú ert sannur "ostruunnandi" sé ég.....verst þetta með Herpesinn.....en Bon Appetite og þína skál!

  Þakka innlitin.

Sigríður Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mér hefur aldrei þótt ostrur girnilegar, liggur við hálf ógeðslegar, eins og haugar af hlaupi, og svo eru þær sjúkar af herpes, uss.

Bestu kveðjur til þín sumarfrískona, hefur þú tíma til að tína nokkur kíló af bláberjum handa mér, ég elska BLÁBER.kveðjur

Heiður Helgadóttir, 10.8.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Aldrei að vita vinkona, nema ég nái eins og einu kílói af bláberjum í viðbót....þó ég sé nú þegar eftirlýst í öllum "bláberjakóloníum" landsins sem erkiníðingur og berjamorðingi....bara verð að ná þessum "keng" úr hryggnum á mér fyrst.

  Knús á þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Takk innilega fyrir leiðarlýsingu við fyrri færslu, ég finn þetta örugglega, best að drífa sig bless og farin

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Er "snillingur" í að gefa raungóðar "leiðarlýsingar"....eða það segir karlinn minn, svo ég veit Guðrún mín, að þú hefur verið eldsnögg að finna bansettar bláberjaþúfurnar.  Njóttu berjatínslunnar í fallegu umhverfi norðan heiða.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband