Húsfreyja mætt....

tooofunny10150.....og farin aftur...eða svo gott sem.

  Búin að vera í myljandi, ekkisens, brjáluðu fjöri í

  sumarbústöðum austan fjalls og norðan heiðaWink.

  Í hálfan mánuð!

  ...Og er boðin í bústað austur fyrir

  fjall aftur, í þetta sinn í bústað til systur í Eyjum.

  Svooooo..... ef húsfreyja nær að skola mestan

  skítinn úr leppum heimilismanna, þurrka og brjóta

  saman,

  nær andanum eftir bévítans vegarykið á

  ómalbikuðum sveitavegum landsins,

  hættir að fá mergjaðar martraðir, þar sem húsfreyja

  treðst undir kolvitlausum bláberjum í hefndarhugW00t og

  fær þá stuttu til að samþykkja ferðalag út úr borginni

  við sundin bláu.....AFTUR, er hún líklega á leið í bústað aftur

  eftir helgina.

  "Sona" aðeins hægt að kíkja á "hýru-stolts-gönguna"Joyful,

  öfunda Eric Clapton-áheyrendur í EgilshöllFrown, og verða

  bullandi sjóveikur af fréttum af "sveiflóttu gengi"

  krónudruslunnar, á meðanSick.

  Húsfreyja er vel "yfirétinn" af grillmat og brauðmat.

  Er hryggur hennar vel "kengboginn" eftir bláberjatínslu í

  kílóatali.

  Heilabú hennar vel steikt eftir 11 sólardaga af 14,

  hitabylgju sunnanlands upp á 29 gráður

  og endurspeglun sólarljóss af Vesturhópsvatni,

  botnlaust og galið norðan heiða.

  Og hljóðhimnur hennar vel þandar og bólgnar

  eftir krakkahlátur, grátur, skræki, hávaða og læti.

  Sér nú húsfreyja fram á, að henni væri nær að taka sér

  5 daga síestu, ALEINNI uppi á grænum hól inni í miðri

  Þórsmörk eftir helgina.

  Sitja með fætur í kross og jóðla hljóðlega innra með sér:

  "Aldrei aftur 3 sumarbústaðir í röð....aldrei aftur 3

  sumarbústaðir í röð...aldrei aftur 3 sumarbústaðir í röðWhistling.

  Verst hve bágt húsfreyja á með að sitja lengi með fætur

  í kross...væri annars í áskrift hjá ferðafélaginu inn í

  Þórsmörk á sumrinGrin.

  En ferðasögur verða að bíða að sinni, húsfreyja þarf í

  BAÐ!

  Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er nú meira fjörið í kringum þig. 

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er nú meira sumarbústaðalífið á þér kona, og búin með öll bláberin á norðurlandi vestra? eða kanski bara í Kötlunum?

Jæja maður er þá ekki þangað í berjaleit

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.8.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Fjör og sumarbústaðarferðir!!  Ég er "EFFIÐ" í fjörinu og "ESSIÐ" í sumarbústaðarferðunum í minni familíu.

  Guðrún, ég skildi 3 þúfur fullar bláberjum eftir í Kötlunum handa þér....eru þarna við hliðina á krækiberjalynginu mðe dökkrauða litnum og hjá yfirgefna hrossagaukshreiðrinu, ekki langt frá litla þverveginum kindanna.......jæja, þú finnur þetta, ert alvön.

  Knús á ykkur báðar.

Sigríður Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband