19.5.2008 | 20:14
Leiðindi eru meinholl!
Hallelúja. Húsfreyja er á grænni grein í barnauppeldinu.
Alltaf hvatt prinsessuna til að finna upp sína eigin leiki, með leikföng
sín, þá engir eru vinirnir staddir á svæðinu.
Enda sú stutta orðin ansi seig að skálda upp spennandi atburðarás,
með "Little Pet Shop"-dóti sínu.
Ekki ólíkt því sem húsfreyja gerði með dúkkulísur sínar, og Barbie.
Reyndar voru leikir innanhúss ekki í miklu uppáhaldi hjá húsfreyju, þá
hún var lítil skotta. Vildi miklu fremur klifra fjöll og klífa kletta, velta niður
og vera að detta. Vera í boltaleikjum úti, brennó og höfðingja, og smella sér
inn á milli í "Saltað brauð" og "Fallinn spýta".
Reyndar man ekki húsfreyja eftir því að sér hafi nokkurn tímann leiðst,
eftir að hún lærði að lesa. En hún varð strax mikill bókaormur, og las
jafnvel við tunglsljós.
Því gleður það húsfreyju mikið, þá prinsessan á heimilinu, skellir
sér strax eftir skóla út að hjóla eða að leika sér við vinina.
Því eldri hálfsystur prinsessu voru mikið fyrir innileiki, pjatt, dúll, glimmer,
naglalakk og hárskraut. Hefur prinsessa húsfreyju óneitanlega sýnt
mikinn áhuga á þess slags dótaríi, en er nú húsfreyju til mikillar
gleði, heldur að hallast að útileikjum. En slíka leiki telur húsfreyja
mun hollari börnum þá vorar á Fróni. Hreyfing og súrefni saman í
einum pakka, skapar mikla leikgleði, og fælir ergelsi og pirring frá öllum.
En svo má alltaf skella sér inn af og til og láta sér "leiðast smá", og taka
foreldrana á tauginni.
Börnum hollt að leiðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég þurfti snemma að læra að hafa ofan af mér, og varð mikill bókaormur, ekki varð ég verri við það, enda mikið fyrir að vera ein og leiðist sjaldan
Heiður Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 17:28
Já, bækurnar mínar voru og eru meðal minna bestu vina, enn þann dag í dag, Heidi. Verst hvað tíminn flýgur frá manni, þá maður er í barnauppeldinu, og lítill tími verður afgangs til lesturs.
Þakka innlitið, mín kæra.
Sigríður Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.