Ég játa!

IndianaJones4Poster  Húsfreyja verður að viðurkenna að hún "dýrkar" myndirnar um Indiana JonesInLove, eða Indy eins og hún kallar töffaralega fornleifafræðinginn sinn.  Stax í fyrsta rússíbanaatriðinu í fyrstu myndinni, var húsfreyja kolfallinn, og hefur vart mátt vatni halda, af spenningi eftir hverri nýrri mynd um kappann síðan.  Er nú í sjöunda himni, því bíóferð er í kortunum hjá henni.  Mun hún bjóða prinsessunni sinni og líklega Svölunni með til að allt líti betur út.....svona eins og hún sé aðallega að gera þetta fyrir krakkanaWhistling.   (Harrison Ford er bara "tær snilld" sem Indy.)

  En bóndi húsfreyju hefur engan smekk fyrir ævintýramyndumW00t.  Vill helst niðurnjörvaðar, "getur alveg skeð í raunveruleikanum"-myndir eða kvikmyndir byggðar á sönnum atburðum.  Engar brellur, fantasíur eða ævintýralegar uppákomur.  Skortir bara allt ímyndunarafl í slíkt, bónda, og sofnarSleeping jafnvel í miðri mynd.  Jarðbundið, raunsætt og brellulaust skal það vera, þá bóndi horfir á kvikmynd.

  Merkilegt nokk, þá hefur bóndi iðulega gaman af ekta "konumyndum", sem byggja á samskiptum, fjölskylduvafstri og tilfinningumGrin.  Er jú allt til í raunveruleikanum, engar brellur eða ævintýralegar uppákomur og minn maður hæstánægður að horfa þar með.  Svo við náum svona stundum saman, þá valin er kvikmyndWink

  En húsfreyja vill nú miklu frekar nýjan hasar með Indy sínum, mergjaða spennumynd eða jafnvel hrollvekju, þá hún fer í bíó.  Svo nú eru blessuð börnin orðin hennar aðal-bíósamferðarmennJoyful.

  Hmmmm... ætli það sé hægt að skella sér á "hraðsoðið ævintýrafornleifafræðinám ala Indiana Jones" einhvers staðar?  Það væri þá eitthvað fyrir húsfreyju að dudda sér við á elliárunumTounge.


mbl.is Indiana Jones fær góða dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég verð nú að viðurkenna, að ég er ekki mikið fyrir þessar myndir, mér finnst hann Harrison Ford vera svo hundleiðinlegur, hann umlar eins og að maður sem að er kvalinn af tannpínu. En góða skemmtun

Heiður Helgadóttir, 19.5.2008 kl. 04:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ohhhhh en það gerir hann einmitt svo kúl, þegar hann muldrar ofan í barminn.  En hver hefur sína skoðun á Indy, og ekki öllum sem líkar myndirnar, Heidi.  Ég hinsvegar á þær allar á DVD, og stefni að því að eignast þá nýjustu líka.  Og mun víst áreiðanlega skemmta mér vel á bíó.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 08:25

3 identicon

Ég tek undir orð þín um manninn með hattinn og svipuna. En nú verð ég að besserwisserast og benda á að "rússíbanaatriðið" er í mynd númer tvö, ekki þeirri fyrstu.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Mikið rétt Jesú, enginn rússibanaferð í þeirri fyrstu, en mögnuð sena þar sem Indy gaufaðist undir bíl á blússandi ferð, ef ég man rétt.

 En þú veist að "alnafni" þinn er mjög frægur í sögunni, fyrir að fara alltaf með rétt mál, svo ég má vel við una að fá leiðréttingu frá þér.

  Þakka innlitið.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband