Bara sex milljónir?!

  Ekki meiraWoundering?  Jaso.  Þetta eru þá sirka 18.000.000 á mig og mína litlu fjölskyldu....ja, nema ég telji kattarrófuna með.  Þá verða þetta 24 millur, sem við skuldumJoyful.  Það er skárra en ég hélt.  Hmmmmm... ég ætti kannski að skella mér í bankann minn, og taka mér "gott lán" fyrir allri upphæðinni fjölskyldunnar, og "málið er dautt"LoLDevil.

  Húsfreyja verið á haus í vinnu yfir helgina.  Að vísu gaf hún sér einnig tíma í eitt sjötugsafmæli samstarfskonu, keypti sér inn einar 10 bækur á bókamarkaði Perlunnar og svo amælisgjöf handa Einari "besta vini"!  En guttinn varð 7 ára, og Báran og Svalan mættu prúðbúnar til hans með pakka á laugardeginumInLove.

  Fréttir af fósturdóttur berast jafnt og þétt.  Hún búin að samþykkja að reyna að þrauka mánuð í hinu herlega ríki kínverja.  Þar grétu kínverskar aðstoðarkonur hennar af gleði, er hún samþykkti mánuðinn, svo Tinnan skellti sér í næstu verlsun, og fékk sér brillinant fína myndavélHalo.  Ætlar nú að mynda í bak og fyrir kínverska menningu.  Faðirinn fór og kannaði hvað hraðsending á bókum og harðfiski til Kína kostaði.  Litlar 12.000 krónur, og pakkinn kemst til hennar á 7-8 dögum.  Bjallaði í Tinnuna, og sagði að sér fyndist dýrt að senda henni glaðning fyrir 12.000 krónur, ef hún væri svo komin heim eftir mánuð.  Pakkinn settur í bið, verður svo málið endurskoðað eftir 3 vikur.

  Húsfreyja svo í fríi næstu tvo daga, og sest þá kannski niður við að blogga eitthvað af vitiWink.

  Sú stutta vill í kompjúterinn.


mbl.is Íslendingar skulda mest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Takk fyrir vinarkveðjuna.

  Kíki á þig og bloggið þitt!

Sigríður Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband