Grautfúl súld og tjónavegir.

  Við lá að dekk spryngi og/eða öxull brotnaði á leið okkar að norðan nú áðan.  Þokudrulla skreið niður við jörð með mergjaðri úrhellis rigningu, skyggni 0-1/2 metri þegar verst létCrying.  Skaðræðis "holur" efnuðust rétt við nefið á okkur í hverri beygju.  Sérstaklega var vegurinn suddalega slæmur við Bifröst og þar fyrir neðan, og var húsfreyja ekki hissa þegar  frussandi lækur flæddi yfir veginn á einum stað, og hægra bílhjólið skall hressilega ofan í 5 metra djúpri holu, svo dundi við í fjöllumWoundering!  Ókei, smá ýkjur hér.  En djúp var holan og stór, og lækurinn brúnlitaði var á blússandi fart, rétt eins og hann væri að missa af "stóröldupartýi" við ströndinaDevil.  En heim komumst við, með óbrotin bein og bíl, sem er vel.

  Var glimrandi góð ferð norður.  Svalan og Báran gerðu ítrekaðar tilraunir til að drekkja tengdó í sundi, fótbrjóta alla heimilismenn á Mellandi með dótahöllum í stiganum upp á loft og renndu sér af hjartans lyst í rennblautum bráðnandi snjónumGrin

  Kötturinn var allur í tjóni að vanda.  Kannaðist ekki við eitt né neitt og æddi um mjálmandi eins og von væri á þriðju heimstyrjöldinni innan stundar, og þar með kæmist hún ALDREI heim framar!  Var hamingjusömust í dótageymslu uppi á lofti, bak við ofninn.  Er nú löggst endilöng á uppáhaldsrúmstæðið sitt uppi í koju Báru, og sefur vært.

  Húsfreyja og hennar heittelskaði spjölluðu við tengdó og aðvífandi gesti, og létu stjana við sig í mat og drykk.  Húsfreyja fór reyndar með hljóða bæn til æðri máttarvalda,  um að láta það vera að fleyta þorpinu öllu á haf út í vatnsveðrinu, og var "bænheyrð"Halo.

  Jamm, bara gott að vera til, og allt virðist ætla að ganga húsfreyju og hennar ástvinum í haginn.  Að lokum:

          Hamingjan er ómetanleg,

        en kostar ekkert.


mbl.is Skýjað og súld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Grenjandi rigning hérna líka, og Heimir fór á fótboltaæfingu í þessu veðri... 

Kristín Henný Moritz, 17.2.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Hann fékk þá líka veðrið til þess að æfa fótbolta!  Minnir mig á "drullumallsdagana" okkar systra úti í Eyjum.  Mútta sver að hún hafi mokað moldardrullu úr ekki bara eyrunum á okkur, heldur nefi og munni líka!  Og svo hengu brúnir drullukleprarnir í rauðgullnum lokkum okkar, stígvélin voru full og öll föt brún að lit, alveg óháð því hvaða lit þau báru er við fórum í þau um morgunin.  En moldardrulla virðist reyndar hafa verið ágætis "hárnæring", allar með brilliant gott hár enn þann dag í dag!

Sigríður Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: halkatla

gaman að þessu

halkatla, 17.2.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, allta fjör í ferðum norður, Anna, enda norðanmenn stakir öðlingar heim að sækja.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Heiður Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband