Ó þessar elskur!

  Verðum bara svona gamlar, hér uppi á litla Fróni.  Það bítur ekkert á okkur, erum mergjaðir naglar langt fram eftir aldri og englar í blandInLove!  Þegar fótafúinn og astmaskíturinn fara svo að síga í, þá eru það öldrunarheimilin sem taka það að sé að annast okkur.....  eða það var planið.

  Í dag eru kílómetra langir biðlistar inn á öldrunarheimili.  Og margir hreinlega lifa ekki af, margra ára bið eftir plássi.  Elsku gömlu herrarnir okkar virðast margir deyja, á meðan þeir bíða eftir plássi, en það er seigara í konunum.  Þrauka lengur. 

  Þetta er okkar missir, þjóðfélagsins, þegar aldraður deyr fyrr, vegna vondra aðstæðna heima og vegna skorts á öldrunarrýmum.  Því að eiga afa og ömmu, sem frætt geta okkur um lífið, eins og það var í þeirra uppvexti og blóma, er ómetanlegt.  Margir ástvinir eru búnir að kveikja á þessu á minni deild, og hafa mætt með skrifblokk og skriffæri til gamlingjanna minna, og skrifa grimmt niður.  Þarna er bæði þjóðfélagssaga og fjölskyldusaga, og svo heilmargir molar um tíðarandann á Fróni og úti í hinum stóra heimi hér á árum áður.  Og það sem mér finnst skemmtilegast af öllu, er hinn mikli "húmor" sem gamla fólkið býr yfir, þrátt fyrir erfitt líf á köflum.

  Þarf að segja ykkur frá konunni, við tækifæri, sem ólst upp við það , að aðeins 1 hross og 6 geitur voru á bænum hennar....Wink.

  En norðanferð í kortunum hjá mér og minni litlu fjölskyldu í dag.  Svo húsfreyja fer í stutt bloggfrí yfir helgina.

        Góða helgi, njótið hennar velInLove.


mbl.is Konur í meirihluta á stofnunum fyrir aldraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú ert ekki með hagfræðina á hreinu.

Það er einungis tap samfélagsins ef vinnufært fólk deyr.  Kalt mat, en svona er það.  Börn eru fjárfesting, vinnufært fólk er peningar, aðrir eru baggi.

Höldum fólki vinnufæru sem lengst, og vonum að það deyji snögglega.  Úti á akri, nírætt. 

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Rétt Ásgrímur, hef hagfræðina ekki á hreinu.  Enda met ég ekki mannslífin til fjár.  Horfi til þess mannlega.  Að fræðast og læra af eldri kynslóðum, áður en það er of seint.  Og sérstaklega vil ég að aldraðir njóti bestu mögulegu umhyggju, þegar heilsan fer að bila.  Þetta er fólkið sem bar foreldra okkar á höndum sér, stritaði baki brotnu (mismikið þó) og kom þeim til manns.  Á gott eitt skilið.  En eigi að síðu sjónarmið hjá þér.  KALT!  Laust við mannúð og virðingu fyrir mannslífum, en sjónarmið eigi að síður.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Góða helgi mín kæra.

Alveg sammála þér með fullorðna fólkið Sigríður, sannarlega sammála.

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.2.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir það, Guðrún.  Gott að vera ekki ein á báti, þegar verið er að ræða öldrunarmálin.

  Njóttu dagsins!

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 13:29

5 identicon

góða helgi.ég skal passa uppá móður okkar,að hún fari sér ekki að voða.þú passar Svöluna í staðinn.ókei.

arný (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er sammála þér Sigríður, þetta snýst um virðingu fyrir öldruðum. Að líta ekki á aldraða sem bagga, heldur að njóta þeirra og læra af þeim. Það er ekki lítið sem aldraðir í dag hafa upplifað. Kollega kveðja,

Sigrún Óskars, 15.2.2008 kl. 18:44

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Ásgrímur kemur þarna með blákalda staðreynd.Því miður.

En ég er alveg sammæal þér Sigga og ykkur hér.

Solla Guðjóns, 17.2.2008 kl. 11:49

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kvitt, systir!

  Þakka þér þetta, Sigrún.  Þetta er akkúrat málið.  Að líta ekki á aldraða sem bagga, heldur læra af þeim og njóta þeirra visku, og sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið sem einstaklingar sem hafa skilað sínu til þjóðfélagsins.

  Já, Solla, hagfræðin er oft á tíðum kaldranaleg og ómannúðleg.  En siðferðilega rétt....tel ég tæpast.  Knús á þig. 

Sigríður Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 17:41

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Er sammála

Heiður Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband