Það læðist að mér illur grunur!

  Húsfreyja fékk póstinn sinn inn um lúguna eftir hádegið, að vana.  Kaldur hrollur hríslaðist niður bak hennar, er hún sá að hún hafði fengið bréf frá "skattmann" okkar FrónbúannaPinch

  Síðasta ár stóð húsfreyja nefnilega í stórræðum.  Hún reyndi að fá "vitsmunalega skýran botn" í bréfaskipti, rukkanir og tilkynningar er henni bárust frá vori fram á haust, frá "æruverðugum skattmann".  Reyndi húsfreyja ætíð að vanda mál sitt, tala hægt og skýrt er hún hringdi eða var boðuð í viðtöl.  Spurði spurninga sem byrjuðu á "afhverju, hversvegna og hvernig stendur á...", í von um "af því að, vegna þess og þannig stendur á því-svörum".  En aldrei bólaði neitt á slíkum svörum, enda hafði húsfreyja ekki hugmynd um, hví hún varð að greiða "skattmann" 70.000 krónur aukreitis í skatt í fyrra.  En húsfreyja var orðin bísna lúin með haustinu á "heilabrjótandi" samskiptum sínum við skattmann.  Að tala í "vestur", en fá ætíð svör í "austur", er bara uppáskrift á hvíldarinnlögn á rólegri stofnun, áfallahjálp og margra ára sálgæsluviðtölShocking

  Svo húsfreyja lét slag standa, og gróf djúpt niður í "varasjóðsvasana", og greiddi kröfu skattmanns, en að vísu með þeim orðum, að nú væri "málið dautt"!  Og afgreiðslustúlkan samþykkti það með hið ægilega "skattmannsglott" á vör, og húsfreyja gekk lotin út í haustið, en fegin því að hryllingssamskiptum þessum væri loks lokið.

  En nú er sem sagt komið bréf frá hinum herlega heilabrjótandi og tauganagandi "skattmanni"Frown.  Varð húsfreyja að hvolfa í sig 3 bollum af rótsterku, taugastyrkjandi kaffi, áður en hún þorði að opna snepilinn.  Viti menn!  Ávísun!  Seisei,nei, ekki upp á 70.000 krónur, það er bara ruglbjartsýniTounge.  Hinir eitursnjöllu og vel-talandi útreiknarar skattmanns, hafa líklega komist að því að þeir hafi "ofrukkað" húsfreyju um heilar "2.920 krónur"....með vöxtumGrin.

  En nú læðist sá grunur að húsfreyju, að leysi hún (tvístrikuðu) ávísun þessa út, fái hún rukkun upp á sömu upphæð, en bara orðna helmingi hærri, vegna vaxta, í haustW00t.  Því þeir "austursvarandi" útreiknarar hafa "að sjálfsögðu" ENGAR skýringar látið fylgja ávísun þessari.  Einn og hálfur pappírssnepill fylgdi samt ávísun þessari......en hvergi útskýring!  Bara þetta eina orð "STAÐA"!

  Flaug þá húsfreyju í hug, hvort verið væri að greiða hennir sárabætur, fyrir að hafa "staðið" í þessu líka skemmtilega heilabrjótandi þrasi við skattmann í fyrraDevil!  Nema að nú sé hinn herlegi skattmann okkar Frónbúa, farinn að "mæla" hve lengi kúnninn nennir að "standa í biðröð" við hinar og þessar dyr, eða þjónustuborð hjá honum, og síðan sé "umbunað" fyrir LENGSTU STÖÐURNARLoL.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

átakanleg en þó mjög uppbyggileg saga

halkatla, 14.2.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir það, Anna.  Ég reyni, ég reyni.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Sigga mín.... leystu þessa ávísun í hvelli út í næsta banka því annars eltir skattmann þig fyrir það og hver veit nema þú fáir #inn-lausnar-eltis-álag# og þurfir að greiða e-ð stórt.

Kristín Magnúsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Búin að því, Stína!  Var "soldið" blönk, og  litla skvísan að fara í afmæli á morgun, svo "skattmann" reddaði afmælisgjöfinni

Sigríður Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gott hjá þér að eyða peníngunum strax, áður en að þú varst rukkuð um þá aftur, vona að þú hafir gert eitthvað skemmtilegt fyrir aurana Vona að þú hafir fengið eitthvað sætt frá bóndanum. Knus

Heiður Helgadóttir, 14.2.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sorrý, Heidi.  Bóndi minn er mergjaður "and-Valentínusardagsmaður", enda alinn upp í íslensku sveitaþorpi, þar sem það var "dauðasök" að gleyma "húsbóndadeginum" eða  þaðan af verra"konudeginum"!  Svo ég bíð bara pollróleg eftir konudeginum......minn maður fékk sinn vönd á "bóndadag"!

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband