29.1.2008 | 22:41
Skelfing!
Mikil skelfing er mannskepnan orðin spillt og rotin, þegar hún rænir ungum börnum og selur þau í ánauð. Hvar er mannúðin? Þörfin fyrir að vernda minni máttar og hjálpa þeim? Börnin eru framtíð okkar og móður jarðar. Að þeim þarf að hlúa í kærleik og af sannri umhyggju. Kenna þeim virðingu fyrir öllu lífi, að umgangast hvort annað í vináttu og kenna þeim að meta sanna leikgleði. Fegurðin kemur að innan, og það erum við fullorðna fólkið sem ræktum hana í börnum okkar. Að verða fyrir því að barni manns sé rænt, eða það sem verra er, að foreldri selur barn sitt í ánauð, er óhugsandi martröð fyrir mig sem móður. Og "sálarmorð" á þeim börnum sem í lenda.
40 börn fundust í vörubíl í Mósambík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður er þetta nokkuð algeingt, skíturinn í heiminum er svo mikill að það er ótrúlegt. Þetta fólk hefur enga samvisku, en mundu trúlega ekki selja sín eigin börn.
Heiður Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 23:26
Þvílíkur viðbjóður...........tek undir þetta hjá þér Sigga.
Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 23:51
ég tek undir með ykkur
halkatla, 30.1.2008 kl. 09:48
Ég er sammála ykkur algjör viðbjóður.
Sigrún Óskars, 30.1.2008 kl. 13:43
Já, vondir dagar á móður jörð, þegar við lifum í stöðugum ótta við barnaníðinga. En gott þegar þessi skítmenni, eru gripin glóðvolg við iðju sína! Þá er von um betri tíð, með blóm í haga......!
Sigríður Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.