Trúarbrögð haturs og fordæminga.

  Fór í netflakk og skoðaði ýmsa trúarhópa á síðasta ári.  Eftir því sem ég komst næst, lifa meðlimir W.B.C. fyrir það að fordæma og hata annað fólk.  Finna haug af alls konar tilvitnunum í Biblíunni, sem þeir snúa á versta veg, máli sínu til stuðnings.  Lifir þetta fólk í stöðugri reiði út í samfélagið, fer í "hatursmótmælaaðgerðir" og fordæmir náungann daglega til helvítis.  Þetta virðast vera þeirra ær og kýr, og gera þetta allt í Guðs og Jesú nafni.  Mér var verulega illa illtSick, eftir að hafa heyrt málflutning þessa fólks.  Skelfilegast af öllu var þó, að fólk þetta átti börn, sem það var að heilaþvo með hatri og ofstæki.  Ef þetta lið er ekki að ala upp "hryðjuverkamenn" framtíðarinnar, þá er ég illa svikin.

  En Heath Ledger var góður leikari að mínu mati.  Og sorglegt hve ungur hann deyr frá litlu barni og barnsmóður.  Vona að pakkinu í W.B.C. verði haldið víðs fjarri, þegar minningarathöfn Ledger fer fram.  Ástvinir, ættingjar og vinir hans eiga gott eitt skilið.


mbl.is Mótmæla minningarathöfnum um Ledger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég held að ástralir muni ekki hleypa þessu fólki inní landið, fólk sem býr í Topeka Kansas er alveg brjálað yfir þessu (meira en nokkru sinni fyrr) og margir sem munu sennilega reyna að hefta för þeirra núna, þetta er bara einum of langt gengið að ætla með þetta alla leið til ástralíu bara útaf einhverju fjárans hlutverki sem hann lék!

rip heath, þú frábæri leikari...

halkatla, 24.1.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Var fyrst á blogginu hjá þér, sem ég heyrði eitthvað um þetta W.B.C.-lið, Anna.  Og ekki skánaði það, sem ég heyrði og sá, þegar ég fór á netflakkið.  Ætla rétt að vona að Ástralir læsi sínu dyrum rækilega fyrir þessu liði, en ég veit að það reynir að vera með leiðindi þega vinir og starfsfélagar minnast Ledgers í Ameríku.  Já, að það vegna hlutverks í kvikmynd!

Sigríður Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sorglegt að hann dó svona ungur, en því miður lifir mikið af þessu fólki afar hörðu lífi.

Heiður Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jú, sjálfsagt hægt finna víða ritningastaði í Biblíunni, sem bjóða upp á svona rugl, enda Biblían bók skrifuð af mönnum.  Og hægt að finna í mörgum trúarritum öðrum ritningar sem hægt er að umsnúa eða túlka á versta veg.  En þarf held ég sérstakleg slæma rugludalla til, svo að fólk fari að túlka og hegða sér líkt og W.B.C.-liðið.

  Já, Heidi, sorglegt þegar fólk deyr ungt og frá ungum börnum.  Sá nú reyndar í einni frétt, að líklega væri um slys að ræða hjá Ledger.  Margir sem lítið pæla í því hve hættuleg lyf geta verið.  Þó þau séu uppáskrifuð af læknum, þarf að fara nákvæmlega eftir leiðbeinungum við inntöku þeirra.  Kæruleysi með þau kosta margan manninn lífið, því miður.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: halkatla

íslenskur borgari, nei Biblían bíður nefninlega ekki uppá þetta, amk mörg hundruð ritningarstaðir sem myndu gjörsamlega sýna heilbrigðu fólki frammá að svona nokkuð sé virkileg áhætta (fyrir sálina) og líklegt til að orska allsherjar fordæmingu. ég er orðin leið á ranghugmyndum fólks um Biblíuna, ef þið viljið fá sönnun á því sem ég er að segja þá skal´ég taka þesskonar ritningarstaði saman, það er mikil vinna fyrir mig en bara svona í alvöru talað, þeir sem halda að þúsundir fólks séu að lifa fyrir illmennsku einsog Phelps familían þurfa að átta sig á því að svo er ekki.

sorrí að ég sé með æsing, þetta er bara að bögga mig að fólk haldi þetta

halkatla, 25.1.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 25.1.2008 kl. 19:35

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Páll okkar postuli, er dálítið vinsæll af ofstækisliðinu, Anna.  Enda er hann einna harðastur í boðum og bönnum, í bréfum sínum, en er þér sammála að miklu meira fallegt og gott er að finna í Biblíunni yfir höfuð.  Enda þarf held ég, stórbilað lið til að umsnúa og túlka ritningar svona á versta veg, og einblína á þær.  En Páll er mjög sérstakur postuli í mínum huga, og hann var jú að byggja upp ákveðið trúarkerfi með aga og reglum, ásamt sínum trúarbræðrum og systrum, sem hentuðu samfélagi þeirra tíma.  En Phelps familían hefur hengt sig á allt það sem hægt er að snúa út úr, og rangtúlkar og mistúlkar eins og þeim einum hentar.  En þar sem Biblían er skrifuð af mönnum fyrir menn, þá á hún undir högg að sækja.  Því engin skilur gudóminn, nema brotabrot af honum, og flestir vanmáttugir að koma slíkum yndislegheitum til skila svo vel fari.  Og því ráðast menn miskunarlaust á Biblíuna, því hún liggur bara svo assgoti vel við höggi.  En gott komment, Anna og á fullkomlega rétt á sér.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:04

8 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Kristín Magnúsdóttir, 25.1.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband