25.12.2007 | 17:58
Órafmögnuð jól.
Í húsum móður minnar loga kertaljósin ljúft, og úti í garði er komin heil hersveit af snjókörlum og kellum svo vel er orðið ballfært. En sósan með hangikjötinu og kjúllanum var köld, og ekki hefur eitt einasta rafmagnstæki verið brúklegt síðan klukkan ellefu í morgun. Sexmenningarnir, börn systra minna á aldrinum 3-9 ára alveg handónýt yfir tölvuleysi og DVD-tækjadauða. "Hver slökkti eiginlega á rafmagninu"? Og "förum bara heim aftur, mamma, þetta er ekki hægt", hefur hljómað í eyrum systur úr Eyjum. Mútta bjallaði og bað okkur um að fylgjast með fréttum af óáran þessari, því henni þykir slæmt að missa af heita súkkulaðinu sínu á jóladag. Skítt með sósurnar.
Hér á bæ er hann "Frosti" mættur úti á sólpall, með jólahúfu og gulrótarnef, og slatti af snjóenglum prýddi blettinn á meðan ekki skóf. Húsfreyja og litla manneskjan tóku að sér að gera snjólistaverkin, á meðan tengdó og minn maður lágu í jólabókunum. Fósturdóttir, hennar heittelskaði og Ísak Aron mættu svo í osta, kökur og kaffi. En karlinn spændi austur í Hveragerði í þessu líka blíðviðrinu með soninn og hans heittelskuðu. Þau um þrítugt voru skelfingu lostin, en karlinn minn lét bara vaða, enda þrælvanur að aka í snjó, norðanmaðurinn. En hvað vill fólk eiginlega upp á fjall í þessu líka hrákaveðrinu? Húsfreyja vill bara huggulegheit heima, kerti og...já rafmagn, er alveg ljómandi gott
Rafmagnslaust í Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðileg jól, þrátt fyrir rafmagnsleysið, sit sjálf í snjóstormi, en með rafmagn, er því feignust að þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr.
Heiður Helgadóttir, 25.12.2007 kl. 23:23
Já það var bar næs í rafmagnsleysinu og kertaljósinu ..............
Solla Guðjóns, 26.12.2007 kl. 00:24
Ég fann voða lítið fyrir þessu, var nefnilega í jólaboðum á Selfossi! En eitthvað öryggi hefur ábyggilega sprungið í henni systur þinni, móður minni, því svoleiðis var hamagangurinn í henni þegar ég sagðist vera að fara út fyrir bæjarmörkin. En svona er þetta með hana, má ekki falla snjókorn á Suðureyri þá er allt svo stórhættulegt hjá henni!
Kristín Henný Moritz, 26.12.2007 kl. 00:43
Já, gleðileg jól mínar elskulegu, Heidi og Solla.
Skvíshildur mín, ef snjóar illilega á Suðureyri, þá gæti snjóbolti farið af stað niður eitthvert fjallið, og brunað með ógurlegum látum beina leið suður í Þorlákshöfn, og að sjálfsögðu tæki hann mið og stefnu beint á "bifreið ÞÍNA" á leiðinni út úr bænum. Svo "HEIMA ER BEST í snjókomu á Suðureyri". Nema auðvitað að assgotans snjóboltinn "skoppaði" beint á ákveðið hús við Reykjabrautina........
Sigríður Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.