Himnasendingar.

  Þetta finnst mér brilliant hugmynd.  Fer nú í það á fullu að skrifa ástvinum og vinum póstkort og bréf að handan, frá mér framliðinni.  Sé alveg fyrir mér að það gæti glatt systur í Þorlákshöfn talsvert ef hún fengi eftirfarandi "himnasendingu" frá mér:

    Sæl systir góð,

    Mætti hér lurkum lamin í Sumarlandið, eftir jarðarvistina. 

    Assgoti tekur þetta á,  þetta jarðlíf.

    Mætti halda að lífið hefði ekki verið allt dans á rósum.

    Hér er hinsvegar "himneskt" að vera.

    Loksins laus við gigtarfjandann, astmaskítinn og ellislenið.

    Dansa hér um létt sem fjöður, dansleikir á hverju kvöldi, og mikið af

    hrikalega  flottum karlpeningi.  (Psst.. hjónabandið dettur úr gildi við andlátiðDevil)

    Þarf aldrei framar að hafa áhyggjur af aukakílóum, bjúg eða megrun, því hér étur enginn

    eða drekkur neitt.  Þarf ekki. 

    Allir tágrannir og flottir hér, og eru yngdir niður í 25 árin...oooo.. hlakka til!

    Annars var jarðarförin mín bara nokkuð kúl,  takk fyrir.  Fékk að mæta á hana.

    En prestræsknið virðist bara ekkert hafa þekkt nokkurn skapaðan hlut til mín...talaði um tóman

    "englaskap" og gæsku í ræðunniGetLost.

    Sjáumst svo næsta sumar....úps þar talaði ég víst af mérHalo.

    Gleymdu bara þessu síðastaWoundering

            Himnasælukveðja, þín systir.


mbl.is Sendi jólakort frá himnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er snilld og verðugt til eftirbreytni þ.e.a.s ef mann grunar að jarðvistin sé á enda.

Solla Guðjóns, 26.12.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sammála þér, Solla.  Þetta er bara tær snilld.  Veit að, ég yrði myljandi ánægð að fá póst frá látnum ástvini.   Er svo gott að fá "góðar" fréttir.  Og þessi eilífi gluggapóstur er svooooo þreytandi.

Sigríður Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband