Furðu framúrakstur.

   Ég vissi það þegar "heiti potturinn" fór fram úr mér á 60 kílómetra hraða í morgun, á leið til vinnu, að dagurinn yrði vægast sagt furðulegurGrin.  Og potturinn gaf mér ekki einu sinni stefnuljósAngry! HelvískurDevil!  Ljósaserían á svölum nágrannans hafði þó blikkað ljósunum hressilega, um leið og hún beygði snarlega fyrir húshornið, slokknað  og svifið í glæsilegum sveigum upp í háloftin....sjálfsagt á leið til Lykla-Péturs til að kanna hvort ekki væri hægt að taka veðurguði alla til ærlegra bænaGrin!  Jaso!  Annars heitir þetta nú bara "hressilegur gustur" upp á Vestmanneyísku, veðrið í dag.  Enda datt mér ekki annað í hug, en að skella þeirri stuttu í skólann, og sjálfri mér í vinnu.  Eftir að hafa horft á eftir heita pottinum skoppa í léttum dans eftir götunni, lagði ég bílnum í sæmilegu vari fyrir gustinum, við minn herlega vinnustað og fór inn.  Var að vísu sein, því heitir pottar eru varasöm ökutæki, og skárra að fara sér hægt þegar þeir finna sér ástæðu til að fara á flakk. 

  Allt virtist vera í allgóðum gír er ég mætti, og enginn veikur.  En fljótlega fékk ég fyrstu kvörtun dagsins:  "Voðaleg glæpastarfsemi, er þetta á nóttunni, að fela alltaf svona fyrir mér símann"!  Gamlinginn minn dæsti og bar sig illa.  Ég kunni ekki við að minna hann á símtölin 3-4 sem hann hafði tekið upp á að hringja, að næturlagi, í eiginkonu og ástvini, og vottaði honum samúð hjartanlega.  "Og ég get ekki lengur hringt í klukkuna á nóttunni" klagaði sá gamli.  "Hún hefur svo hlýlega rödd, konan á klukkunni"!

    Ég vippaði mér fram á gang og hóf að matreiða pillur ofan gamla fólkið mitt!  (Matreiðsla= pillur vel muldar + eplamauk).  Þá kom kvörtun númer tvö:  "Ég er ALLTAF að borða hafragraut"!  "Hvað þarf maður eiginlega að borða hann oft, hérna"?  "Þetta er kannski eini maturinn sem er til hérna...."!!  Gamla konan glotti og hló við.  "Vertu fegin" gall önnur gömul við, þar sem hún arkaði eftir ganginum, "ég fæ aldri neitt nema súrmjólk"!  "Þeir tíma ekki að gefa manni neitt annað að éta hérna"LoL!  Hin svaraði:  "Ja, svei, þá vil ég þó frekar hafragraut, mér finnst hann svo góður"!  "Ekki mér", svaraði súrmjólkurskonan hálf snúðugt og fór leiðar sinnar.

    Ég fór með hljóða bæn, og snéri mér að elskulegri konu, knúsaði hana og bauð góðan daginn.  "Alltaf svo gaman að hitta þig" sagði ég.  "Enda erum við hálftrúlofaðar" svaraði sú gamla að bragðiInLove  En svo kom þriðja kvörtunin:  "En mér er skítkalt, enda verið að "spara" bæði í mat og hita hérna (hún hafði hlustað á orðræðu hinna tveggja)GetLost!  Ég hljóp á harðaspani eftir peysu handa frúnni minni, og hélt för áfram.  Kom að súrmjólkurkonunni í setustofunni.  Hún var í miðri kvörtun við starfsmann: " Ég er búin að vera "svo lasin" síðustu þrjár vikurnar"!  "Nú" svaraði starfsmaður undrandi, sem vissi ekki betur frekar en ég, en að frúnni hefði ekki orðið misdægurt mánuðum saman.  "Já, svaraði súrmjólkurkonan, " hálsbólgan fór beint upp í "heilann", og læknarnir gerðu ekki neitt"!  Ég flúði í ofboði inn á vakt til að hlægja, en lenti þá í miðri ræðu erlends starfsmanns, sem var að lýsa óveðri og gamalli frænku sem var veik ein heima, bjargarlaus, hrópandi á hjálp.  Var mikið niðri fyrir, og talaði á ensku, sem var öllu betri hjá henni en íslenskan.  En klikkti svo með..... "and later she died ON that house".   Veit ég vel að sinn er siður í landi hverju, en einhvern veginn held ég að farlama, deyjandi fólk sé ekki flutt upp á þak á íbúðarhúsum þeirra, þarna úti, til þess eins að deyjaGrin.  Varð ég öllu veikari af hlátri, og gat með herkjum klárað lyfjagjafir.

    Er svo búin að föndra eina herlega jólagjöf, versla inn allar aðrar jólagjafir og pakka inn og nú eru jólakort í kortunum hjá mér í kvöldSmile.

   Kvöldmatur næst.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég segi bara góða skemmtun við að jólast

halkatla, 14.12.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 18.12.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband