Bænin.

 

Saint Theresa's Prayer.

 

May today there be peace within.

May you not forget the infinite possibilities that are born of faith.

May you use those gifts that you have received, and pass on the

love that has been given to you.

May you be content knowing you are a child of God.  Let this presence settle onto your bones, and allow your soul the freedom to sing, dance, praise and love.

It is there for each and every one of us.

 

  Fékk þessa fallegu bæn í pósti frá systur minni um daginn, með fallegri mynd af Maríu Theresu að heilsa upp á Jóhannes Pál páfa.  Datt í hug að setja hana á bloggið líka, svo aðrir gætu notið. 

  Er svo í miðju "nóvembersþreytustuði" þessa dagaSleeping.  Nóvember aldrei verið minn mánuður, og mér verður furðu lítið úr verki þó í fríi sé.  Og þó.  Við litla manneskjan og ég komumst í dúndur jólahreingernigarstuð um helgina.  Þurrkuðum af hátt og lágt, sungum hástöfum með Bjögga og gestum, sem var í CD-spilaranum og spjölluðum um jólin.  Fórum svo á jólabasar Barnaspítala Hringsins á sunnudeginum, og versluðum dásamlega súkkulaðiköku, jólalöfber og smá jólaskraut í herbergi þeirrar stuttu.  Og ég svo verið að bjalla í gamlar vinkonur, og gamlar vinkonur í mig, og mikið hlegið og spjallað.  Virðist ætla að verða svona "mannleg samskipti í hávegum"- nóvembermánuður þetta áriðInLove.  Eins gott, því þegar tekur að líða á mánuðinn hellist yfir mig þessi líka algalna "gleðiorka", sem þeytir mér um borg og bí á undraverðum hraða, svo sú stutta dæsir og segir:" Mamma, jólamánuðurinn er svoooo skemmtilegur, en rosalega þurfum við mikið að "ferðast" í honum Wink(gullkorn frá henni frá því í Desember í fyrra).  Jamm, en desember er minn mánuður, og þá finnst mér svooooo gaman að vera til.  En aðaláhugamál mitt, spjall og mannleg samskipti verða því miður oft á stuttnótunum þann mánuðinn, en flakka, hitta fólk "smá stund", skoða, versla, baka, föndra, kveikja á kertum og skrifa jólakort verður aðalmálið.  Upplifi þetta aldrei sem stress, bara sem fjör og myljandi gaman.  Og hámark gleðinnar upplifi ég svo í Grafarvogskirkju klukkan sex á Aðfangadag.  Þar syng ég öll jólalögin og sálmana af sannri innlifun, og hlusta á uppáhalds guðspjallið mitt: Jólaguðspjallið.  Jamm, get varla beðið eftir því að þessi þreytulegi nóvember líði og taki enda.  Á ekki við mig að bara "vera", en ekki gera.  Best finnst mér, þegar mér tekst að blanda þessu tvennu hæfilega saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hvað er þetta með fólk, eru bara allir að taka til núna ætli ég sé sú eina sem er ónæm fyrir því?

það er gaman að lesa um jólavenjur annarra (en vá, er virkilega byrjað að ræða um jólin svona snemma ) ég hef aldrei farið í messu á aðfangadag, það var stundum farið á jóladag þegar ég var lítil, mamma er að reyna að tala mig uppí að fara núna um jólin - það er spurning hvað gerist...

halkatla, 13.11.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, þrif eru reyndar ekki mitt "specalitet", Anna.  Reyni að finna upp á öllu öðru fyrst, áður en ég neyðist til að horfast í augu við, að hér á heimilinu þurfi að þrífa eins og annars staðar.  Og þá finnst mér best og skemmtilegast að þrífa við undirspil af fallegri tónlist.  Verð eitthvað svo "jákvæð" út í þrifin og tiltektina við það.  Og mæli svo eindregið með kirkjuferð klukkan sex á Aðfangadag.  Hef haldið þann sið frá jólum 1973.  En þá varð stór breyting á högum mínum og minnar fjölskyldu ("Eyjagos" 1973), og merkilegt nokk, varð þessi fallegi siður okkur í fjölskyldunni til huggunar og gleði á efiðum tímum.  Og smám saman fór þessi kirkjuferð að verða að ljósgylltri gleðitilfinningu í mínum huga, og get nú ekki lengur haldið mín Jól án hennar.  Svo mútta þín veit hvað hún syngur, Anna.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 18:52

3 identicon

Hmm..... ég á kaffi !

Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, nú bara verð ég að fara að setja mig í kaffigírinn, vinkona.  Er orðið vandræðalegt!

Sigríður Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband