Heppinn....

...að sleppa við "uppvaskið"Grin.  Hélt alltaf hérna í den, að maður yrði umsvifalaust settur í uppvaskið á viðkomandi veitingastað, gæti maður ekki greitt fyrir herlegheitin.  En uppvask er einhver sú leiðinlegasta vinna sem ég hef innt af hendi um ævina.  Enda var ég ævinlega með "stresshnút í maganum", þegar kom að því að greiða fyrir matinn á fínum veitingahúsum, hér á árum áður.  Hvað ef ég hefði gleymt veskinu mínuPinch!  Væri með of lítinn pening á mér (fyrir tíma kreditkortannna)!  Úúúú... sá fyrir mér hrikalegustu fjöll af skítugu leirtaui, sem tæki mig heilan sólarhring að vaska uppW00t.  Þegar ég síðar á ævinni fór að búa, var það ein af mínum mestu gleðistundum þegar tengdó gáfu okkur hjónaleysunum "uppþvottavél" í jólagjöfKissing.

  En gott mál að uppvaskið er búið spil (ef það var þá bara ekki mín ranghugmynd, frá upphafi), og skilorð fyrir þennan glæp er bara réttlátur dómur, að mínu mati.  Botna svo lítið í því, þegar dómskerfið dæmir menn skilorðsbundið, fyrir nauðganir og ofbeldi.  Þykja mér það öllu verri og grimmari glæpir, en að stela sér frítt að borða á veitingahúsi.  Og held ég að okkar íslenska dómskerfi verði að stokka upp í sínum málum, ef dómarar leggja ofbeldisglæpi að jöfnu við slíkt.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út veitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Frekar svelt ég...sjáðu

Solla Guðjóns, 9.11.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband