3.11.2007 | 22:05
ALDREI!
Mín yndislega sex ára dóttir er mikið fyrir tónlist, og syngur allan liðlangan daginn þegar vel liggur á henni....sem er svona 5-6 daga af 7 dögum vikunnar. Nú hefur sú stutta tekið sérstöku ástfóstri við dagskrárliðinn "Laugardagslögin okkar" á RÚV. Hún fylgist ofurspennt með öll laugardagskvöld. Þrælar föður sínum fyrst upp í sjoppu að versla bland í poka, svo hægt sé að maula eitthvað sætt með, og smellir sér svo í hægindastól húsfreyju..."Sestu hjá mér, mamma" og klappar þegar téður þáttur hefst. Fær ætíð að kjósa eitt lag með símtali! Í kvöld var óvenju mikið stuð hjá litlu manneskjunni. Barði hinn "glaðlyndi og hressi" sló í gegn! Hún stökk upp úr stólnum, dansaði og skoppaði í takt við músíkina fyrir framan sjónvarpið. "Þetta er sko FRÁBÆRT LAG, mamma"! "Finnst þér þa'kki, pabbi"? Og auðvitað kaus hún lag Barða hins "ofurkáta"
. Sumt skilur hún samt ekki. Afhverju téður Barði "brosir" ALDREI og afhverju hann vill ALDREI taka þátt í því að flytja lög sín sjálfur
? En ég verð að segja að við foreldrarnir höfum fullan skilning á "tregðu" Barða. Og veinuðum við bæði af hlátri þegar spyrillinn spurði dómnefndina, hvort hún vildi ekki sjá Barða beran að ofan uppi á sviði, flytja lag sitt! "ALDREI" svöruðu dómararnir einróma, og af heitri sannfæringu
.
En flott lag hjá Barða hinum "eiturhressa"! Og eitt er víst! Við fáum öll atkvæði Albaníu komist lagið hans í Eurovision.
Athugasemdir
Ég gleymi alltaf að horfa á þetta!
Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 23:19
Bara að fá eina söngelska sex ára lánaða, og þú verður "áskrifandi" að þáttunum, Huld mín
.
Sigríður Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.