Flunitrazepam/nauðgunarlyf?

  Er hjúkka sjálf, og mjög langt síðan ég hef gefið nokkrum sjúklingi eða skjólstæðingi svefnlyfið "Rohypnól" (Flunitrazepam).  Hefur allt of langan helmingunartíma, og því hætta á "þyngslum" og þynnkuáhrifum daginn eftir.  Get vel ímyndað mér að Rohypnól sett út í bjór- eða vínglas valdi algeru minnisleysi hjá viðkomandi er á bergir.  Hef séð margan einstakling kominn yfir miðjan aldur með slæmar aukaverkanir af lyfi þessu, og myndi aldrei mæla með því við neinn.  Einstaklingar þeir er telja sig alls ekki geta sofnað án Rohypnóls, eru ef til vill ekki á réttri hillu hvað varðar lyfjagjöf.  Ættu ef til vill að athuga kvíðastillandi lyf, með öðrum léttari svefnlyfjum eins og Imovane eða Stilnoct.  En flest svefnlyf eru að mínu mati leiðinleg lyf, og hafa vondar aukaverkanir, en eru ill nauðsyn eigi að síður.  Því mjög margir þjást af slæmum svefntruflunum, andvökum og síþreytu.  Ég mæli með að Rohypnólið verði sett á bannskrá, eða í það minnsta á undanþáguskyldan lista.  Svefnlyf eru aldrei nein endanleg lausn á vanda, heldur ætíð neyðarúrræði.  Önnur svefnlyf ætti að nota sem sparlegast og í neyð.  Mitt mat.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Ég hef tekið flunitranzepam og kannast ekki við að það hafi neitt verri áhrif en önnur svefnlyf.  Ég er reyndar ekkert gamalmenni og drakk ekki með þessu.

Er það þín reynsla að fullhraust fólk sé slappara af flunitrazepam en öðrum svefnlyfjum ?

LM, 24.8.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Spurningin er kannski frekar:
Hefur það eitthvað betri áhrif á þig heldur en önnur svefnlyf?

gerður rósa gunnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Halló!! Ekki er þetta Sigga Sig skólasystir mín úr Þorlákshöfn???

Flottar upplýsingar þarna á ferð.

Kveðja Solla Guðjóns.

Solla Guðjóns, 24.8.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka innlitin.  L.M. ég hef aðeins gefið yngra fólki Rohypnól sem "kæruleysislyf" fyrir aðgerð.  Síðan bætist svæfing eða deyfing ofan á þau áhrif.  Svo ég get ekki sagt að yngra fólk hafi kvartað undan Rohypnóli og áhrifum þess, því svæfingarlyf og deyfingarlyf flækja málin.  Spurning "hvaða lyf" voru að valda ógleðinni, höfuðverknum, svimanum og öðrum "þynnkuáhrifum".  Svo kannski þolist Rohypnól betur hjá ungu fólki, en eldra?  Nema auðvitað að alkóhól sé innbyrt með.  Veit ekki þetta, með unga fólkið sem notar Rohypnól eingöngu sem svefnlyf, en mín reynsla er sú að eldra fólk þolir margt Rohypnól illa, og er líkast því að það hafi fengið snert af blóðtappa í heila sumt, eftir eina "Rohypnólnótt"!

  Gerður, það er akkúrat stóra málið!  Er nauðsynlegt að brúka Rohypnól, ef til eru önnur hættuminni lyf er gera sama gagn?

  Solla mín, auðvitað er þetta skólasystir þín, en ekki hver.  Gaman að fá þig í heimsókn á bloggið mitt.  Þakka hlýja kveðju.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband