24.8.2007 | 14:07
Heyrnaskertum bætt heyrnarskerðingin með nekt!
Þó ég sjái ekki alveg tengsl á milli heyrnaskerðingar og "þarfar fyrir nakið fréttafólk", þá er þetta vissulega áhugaverð tilraun hjá japönum
. Get varla ímyndað mér annað, en að heyrnaskertir séu alsælir með þjónustuna....allavega heyrnaskertir, japanskir karlmenn, því enga sá ég bera karlmenn í fréttamynd þessari, aðeins konur. Kannski eru engar heyrnaskertar konur í Japan, eða þá að þær hafi gefið það út, að þær horfi "aldrei" á sjónvarp. Eða ef til vill er sjónvarpsstöðin "hin nakta japanska" með 2 fréttatíma. Einn fyrir heyrnaskerta karla og annan fyrir heyrnaskertar konur. En svona í leiðinni.....kannski að heyrnaskertir á litla Fróni ættu að ræða við stjórnvöld og fjölmiðla okkar litla lands, og athuga hvort Elín Hirtz og Páll Magnússon séu ekki tilkippileg í smá "súlufréttir"
.
Naktir fréttamenn vekja upp deilur í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. En verður að vera jafnrétti í þessu, sem öðru. Svo ég vona að heyrnarskertar konur í Japan, fái að berja augum huggulega nakta karlmenn í sjónvarpsfréttatímanum. Og er heldur ekki alveg að fatta tengingu "heyrnaskertra" við nekt á sjónvarpsfréttamönnum. En japaninn hefur löngum verið snjall, svo kannski hefur hann upptgötvað eitthvað sem við hin vitum ekki af.
Sigríður Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.