Gamaldags eldsvoðar?

  Frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar?!  Veit þjóðminjasafnið af þessum bíl?  Eða áhugamenn um "fornbíla"?  Svo klikkja þeir út með því, að von sé á "yngri" slökkvibíl þeim Kirkjubæjarklaustursmönnum og konum til handa í eldsvoðum.  Ekki "nýjum" heldur "yngri"!  Hve miklu yngri, spyr ég?  Er þetta spurning um að yngja upp um 2-4 ár, eða 10 -20 árFootinMouth ?  Eða má maður gerast svo bjartsýnn,  og vona að Kirkjubæjarklausturfólk komist nær lokum síðustu aldar í slökkvitækni og slökkvibílum.  Kannski árgerð 1985?!  Eldsvoðar eru ekkert grín og stórmál fyrir alla er í lenda.  Starfhæfir slökkvibílar verða að vera til í öllum byggðarkjörnum litla Fróns, og eiga ríki og sveitafélög að tryggja slíkt.  Verða nú að treysta á Guð og lukkuna, íbúar á Kirkjubæjarklaustri, að ekki komi upp stórbruni, rétt á meðan þeir eru slökkvibílslausir.  Ekki tryggt ástand það!
mbl.is Slökkvibíllinn á Kirkjubæjarklaustri gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, og kannski það skásta sem íbúar Kirkjubæjarklausturs mega búast við í stöðunni!  Var samt að vona að bíll frá tímum Víetnamstríðsins yrði ofan á.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband