Arfgengur fjandi!

  Allt liggur þetta í ættum tvist og bast.  Ég og mín herlega föðurætt lentum öll í mikilli "stúdíu" ekki alls fyrir löngu.  Byrjaði allt með því að mínar yndislegu frænkur, dætur Tona föðurbróður, fóru að hrynja niður í hjartastoppi rétt rúmlega fertugar.  Varð þeim tveimur sem í þessu lentu, bjargað sem betur fer, og sportast nú um með hátækni hjartagangráða.  Kom við rannsókn, í ljós meingallað "gen" í ættinni sem framkallar svo kallað "Long Q-T-syndróm"Crying !  En sá fjandi orsakar einmitt lífshættulega hjartsláttaróreglu í tiltölulega bráðungu fólki.  Gestur Gizurarson hjartasérfræðingur hratt af stað viðamikilli rannsókn á allri ættinni, þar með.  Er víst frekar sjaldgæfur og merkilegur andskoti vísinda- og læknisfræðilega séðSick .  Og urðum við öll að mæta í hjartalínurit og DNA-blóðprufur, til þess að fá málið á hreint.  Þau voru 5 systkinin á Eiðum í Vestmannaeyjum, pabbi og kó.  Ein systir og fjórir bræður.  Öll greindust þau með óhroðann, sem á lifi voru, en pabbi og Árni föðurbróðir voru báðir látnir, þegar klikkaða genið uppgötvaðist. Svo leita varð í okkur krökkunum þeirra öllum.  Frændur mínir og frænka, Árnabörn sluppu ekki, en við systurnar þrjár vorum stálheppnar, svo ekki sé meira sagt!  Pabbi virðist hafa verið sá eini af systkinunum sem ekki erfði gallann frá foreldrum sínum, og gátum við því ekki erft hann, eða skilað honum til barna okkarGrin .  Gleði!  Heppnar!  Ekki spurning. En frændsystkini okkar eru því miður sum með þennan fjanda, og svo aftur sum af þeirra börnum.  Er vont mál, í að lenda, og verða þau nú að sæta stöðugu hjartaeftirliti, því þetta syndróm "kviknar" bara upp úr þurru, einn góðan veðurdag, öllum að óvörumAngry !  Engin lækning til, og eina björgunin er hjartagangráður, ef fólk lendi í stoppi. Svaðalegt ekkisens vesen og heilsufarslegt svínarí fyrir mitt yndislega frændfólk.  Vona bara að flestir sem "bilaða genið" hafa í ættranni mínum, losni við "kviknun" á syndróminu!  En á meðan getum við systur svo andað öndinni léttar, og glaðst heilshugar yfir því að fara ekki í hjartastopp, næst þegar við rendum í arfastressaðri biðröð í BónusCool
mbl.is Erfðaþættir auka áhættu á hjartsláttaróreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka!

Ég rambaði inn á þessa síðu þína fyrir rælni.  Ég get bætt aðeins við söguna, því móðir mín, Þyri Árnadóttir fór í þetta tékk og fékk heilbrigðisstimpilinn, þannig að við systkin erum í það minnsta sloppin.  Eftir því sem ég best veit sluppu móðurbræður mínir, Steinar og Jón Atli líka.

Kveðja,

Sindri Þyriarson Árnadóttur Guðmundssonar

Sindri Traustason (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sæll  minn kæri frændi, brilliant að þú skildir ramba á mig!  Síðast er ég ræddi við Jón Atla frænda okkar, man ég ekki betur en hann segðist vera með þennan óhroða.  En ekki treysta alveg mínu götótta minni.  Spurðu hann í næsta fjölskyldupartý!  Hitt hef ég eftir sérfræðingnum sjálfum, Gesti, í mínu síðasta spjalli við hann?  Hann hefur kannski bætt eitthvað í málin, frekar en að draga úr!  Frábært að Þyrí, mín elskulega frænka, er laus, og þið öll krakkarnir.  Nóg samt.  Vona að allt sé gott af þér, foreldrum og systkinum að frétta.  Getur sagt Þyrí, að mútta verði 70 ára 4 júlí, og að við höfum hitt Tona, Úllu, Stellu og Róbert síðustu helgi í smá afmælisveislu, múttu til heiðurs!  Þau öll fjallhress miðað við aldur og fyrri störf.  Þyrftum bara að fara mæta á ættarmót, spjalla og ræða málin.......

    Kveðja   Sigga, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundssonar, Eyjólfssonar, Sveinssonar!

Sigríður Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband