7.5.2011 | 12:35
Norskt ríkidæmi eða arga fátækt?
"Því fátækari og því minna sem fólk á,
helst ekki bót fyrir rassgatið á sér,
því betur líður því andlega og félagslega"!
Vinkonu húsfreyju í Noregi var mikið niðri fyrir.
"Alla vega virðist mér norska þjóðarsálin sigla
hraðbyri í átt til brjálæðis mitt í öllum þessum
olíugróða sínum. Hér eiga allir skít nóg af
peningum, en eru þeir hamingjusamir?
NEI!
Kunna þeir að vinna skynsamlega úr sínum málum?
NEI"!
Vinkona húsfreyju, íslensk og læknir að mennt, var á innsoginu.
Hefur búið síðustu 25 árin í Noregi og vegna starfs
síns kemur hún víða við og þekkir marga.
Hafði vinkona komið í sumarvinnu upp á litla Frón fyrir rúmu ári síðan,
hafðið unnið í 3 mánuði, og séð hvernig íslenska
þjóðin var að reyna að tækla sín mál.
Bar svo saman þegar heim til Noregs kom.
Norsararnir skítféllu í þeim samanburði.
"Hér til dæmis skilja varla hjón lengur án
nálgunarbanns, þriggja lögfræðinga, dauðra katta, ofbeldis
skemmdra húseigna og skelfingu lostinna barna viðkomandi."
Vinkona var komin í ham.
"Nú fer ég alvarlega að huga að því að koma mér heim aftur.
Það er ekki búandi í þessu helvíti, þar sem hver höndin
er upp á móti annarri. Og fólk með massív fortíðavandamál
veður uppi með óunna fortíð, og beitir börnum sínum
fyrir sig á sérlega grimmdarlegan máta"
Vinkonu var mikið niðri fyrir, " og svo er sífelldur SPARNAÐUR
og NIÐURSKURÐUR í gangi í heilbrigðiskerfi einnar ríkustu
þjóðar heims, og fólk jafnvel í vandræðum með að fá
þá hjálp sem það þarfnast.
HVAÐ ER ÞAÐ"?
Húsfreyja gat lítil svör gefið vinkonu sinni í símann,
enda þekkir hún lítt til norsks þjóðfélags og uppbyggingu þess,
og veit þar af síður hvað þeir gera við olíugróðann sinn.
En vinkona var rasandi á gangi mála Noregsmegin,
enda gæðin ein að upplagi, vinnusöm, glaðlynd og skapandi í hugsun.
Húsfreyja leyfði vinkonu sinni að tala sem mest,
enda lá margt þungt á henni, búandi í miðju veldi
norska kóngsins, með "brjálsemi" í kringum sig flesta
daga, eins og hún orðaði það.
"Ég les ekki krimma eða spennusögur lengur, nóg fyrir mig
að lesa sannar "lífsreynslusögur" í norskum tímaritum,
þau ekkert nema kærumál, krimmamál og dómsmál"!
Vinkona dró djúpt andann.
"Ég er búin að sjá, að það fólk sem á lítið sem ekki neitt
af peningum hérna, heldur fullum sönsum,
ber virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum og
verndar börn sín í lengstu lög.
HINIR með nóg af peningum, gefa skít í allt og alla,
jafnvel börnin sín".
Vinkona hryllti sig í símann, enda barngóð og móðir sjálf.
Húsfreyju fundust þetta slæmar fréttir af norskum
"frændum" sínum og "frænkum", og fann til með
vinkonu að vera á bólakafi í vondum málum fólksins
í kringum sig.
Og nú rúmum tveimur sólarhringum frá upphringingu
vinkonu, kemur frétt þessi um að fimmta hver kona
í norska hernum verði fyrir kynferðislegri áreitni.
Tilviljun?
Húsfreyja veit ekki.
En vinkona hafði beðið húsfreyju að skella
pistli inn á bloggið sitt um málið, og hér er hann kominn.
Kemur upp í huga húsfreyju gamall málsháttur:
Margur verður af aurum api.
Svo mörg voru þau orð.
Vonandi að norsarar tapi sér ekki alveg í olíuauðlegðinni,
og temji sér virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
En afmæli framundan hjá húsfreyju og fjölskyldu.
Ísakurinn sex ára, tíu ára djásnið ætlar að
föndra afmæliskort.
Húsfreyja ætlar í olíubað og svo út á sinn herlega
sólpall í 20 stiga hitann svolitla stund.
Góðar stundir á sumarhlýjum maídegi.
Fimmta hver kona áreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
ja hérna hér
Sigrún Óskars, 7.5.2011 kl. 20:28
Segðu kollega. Vinkona er snjöll kona, athugul og hógvær. Svo hafi henni misboðið ástand mála þarna í Noregi, er næsta víst að eitthvað mikið er á seyði í ríki hins norska kóngs af og til. Þakka þér innlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 7.5.2011 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.