6.5.2011 | 15:00
Steinhætt að snýta sér....
,húsfreyja!
Þó úr nefi renni í stríðum straumi
á köldum vetrardögum,
FÆR ÞAÐ BARA AÐ RENNA!
Stórhættulegur andskoti, samkvæmt
hollenskum vísindasnillum þessum.
AÐ SNÝTA SÉR!
Býður upp á HEILABLÓÐFALL!
Og stunda kynlíf og drekka kaffi
eru vísast til bullandi áhættuþættir einnig.
Svo að súpa á kaffibolla í miðju "dodoi" með elskunni sinni,
og snýta sér í leiðinni......gleymið því, gætuð gott eins tekið inn eitur!
DAUÐANS MATUR!, segja hinir snjöllu frá Hollandi.
(Og elskan yrði aldeilis ekki hress
með svoleiðis gutl og gauf í miðju "dodoi" heldur)
Þetta líst húsfreyju ekkert á, og er miður sín!
Kynlíf viðheldur jú mannkyni, svo ekki sér hún fram á að
okkur gangi að láta af slíku athæfi.
Kaffidrykkju getur hún heldur ekki hugsað sér, að mannkyn
geti gefið upp á bátinn.
Án morgunkaffis síns, er húsfreyja hismið eitt frá því
klukkan 07:30 til 12:00, en líkamsklukka hennar
hringir að öllu jafna RÆS á hádegi!
Húsfreyja er ekta B-persóna, líkamsklukka hennar
stillt á SVEFN frá 01:00 eftir miðnætti til 12:00 á hádegi.
RÆS! FRAMKVÆMA! og STUÐ! eru svo 3 stillingar hennar
á líkamsklukkunni frá hádegi til rúmlega eitt eftir miðnætti!
Þetta þýðir aðeins eitt: Tíminn frá 07:30 til 12:00 var bara
búinn að vera eitt stórt hrikalegt VESEN fyrir húsfreyju,
þá hún mætti á morgunvaktir fyrstu ár sín í starfi.....
eða þar til hún uppgötvaði
dásamlegasta drykk allra tíma: BLESSAÐ KAFFIÐ.
Svefndrukkin grámoskulega vofan í líki húsfreyju,
sem rorraði meðvitundarlítil á stólunum í morgunrapportinu,
gjörsamlega gufaði upp við fyrsta kaffibollann.
DING! VÖKNUÐ! Í VIÐBRAGSSTÖÐU!
Húsfreyja dýrkar kaffi, og getur ekki hugsað sér að
láta af kaffidrykkju, enda vinnur hún nú eingöngu morgunvaktir.
Kynlífið er ekki til umræðu, svo eftir stendur að hætta
öllum SNÝTUM, heilaæðum sínum til björgunar og góðrar heilsu.
Jamm.
Það er von húsfreyju að, hollensku vísindasnillar þessir,
taki það að sér næst, að finna LÆKNINGU við KVEFI hið
snarasta.
Annars er næsta víst að fólk fari í umvörpum að drepast úr HOR!
Góðar stundir á vorlegum föstudegi.
Kaffi, kynlíf og snýtur hættuleg heilsunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
Mbl á þakkir skilið fyrir að birta þessa könnun. Nú fer lýðurinn kannski að hugsa sjálfstætt í stað þess að jarma eftir vilja vísindamanna og annarra "sérfræðinga", rétt eins og rollurnar fyrir austan sem jarma í takt við Islamska "fræðimenn" eða fíflin sem fylgja leiðtogum sértrúarsafnaða. Í hinum nýja heimi mun hin nýja hugsanalögregla aðeins taka á einni synd: þeirri að hugsa ekki sjálfstætt, sem verður ein af hinum 7 nýju syndum Nýja Heimsins. Þannig að farið að vakna sauðir og smell the coffee! Finnið ykkur skárra leiðarljós í lífinu en apa eftir "fræðingunum" ykkar og láta segja ykkur hvað á að gera eins og þrælar. Þrælarnir munu ekki lifa af. Svo...."ake it all with a grain of salt"
Anti Sheep (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 19:14
Og YO!!! Icesave aular!!! Gjörðið svo vel að hundskast til að fara eftir þessum skilaboðum vísindamannanna! Þetta eru Hollendingar!!! Já, Hollendingar! Og sérfræðingur frá Reykjavík Suður sagði þér að hætta að drekka kaffi, stunda kynlíf og snýta þér þú þarna meðalgreindi mannapi! Svo er ekki best að hlýða því?! Síðan skulum við öll dansa sauðadansinn og klappa í takt! Heil sérfræðingar! Heil! Heil! Skipum oss í réttir og leiðumst í vort sláturhús!
Anti Sheep (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 19:16
Þakka þér þetta Anti Sheep, en ég hef ætíð lúmskt gaman að "vísindalegum" könnunum, þar sem bókstaflega ALLT er orðið lífshættulegt okkur mönnunum....en svo gleyma þeir "vísu" yfirleitt því óumflýjanlega: VIÐ MUNUM ÖLL DEYJA....bara spurning hvenær!
Sigríður Sigurðardóttir, 7.5.2011 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.