Karlmenn hugsa EKKI UM NEITT annað...

  thinking_man-rodin ...en kynlífW00t!

  Svo segir einn spakur bókarhöfundur,

  Simove að nafni í hinu víðfeðma veldi

  Betu bjútí bretannaWink.

  Og það eftir "margra ára rannsóknir".

  Fo´fandenAngry!

  Fjandakornið!

  Þetta líst húsfreyju ekkert áErrm.

  Hér treysta konur heilu kynslóðunum af körlum fyrir

  því að stjórna löndum, bönkum, fyrirtækjum, flugþotum,

  skipum og ekki síst bifreiðum ár eftir ár.

  Eru mikilvæg ábyrgðarstörf, og hvað farartæki varðar, oft

  hrein og klár spurning upp á líf og dauða, hvernig tekst til

  við stjórnuninaWhistling.

  Svo eru allir þessir herramenn bara ekkert að pæla, hvað

  þeir eru að geraPinch.

  NEIPP, segir hinn vísi Simove.

  KYNLÍF er heila  "heilamálið" karlmannannaWhistling.

  Og EKKERT annaðShocking!!

  Jaso.

  Anskotinn kvenmannslaus í útlegð á Suðurheimskautalandinu!Angry

  Er Simove hér búin að uppgötva skýringuna á

  því, hví allt hefur farið til helvítis í fjármálaheiminum síðustu

  ár og aldirCrying?

  Hví hér á móður Jörðu logar allt í styrjöldum, drápum og upplausn,

  og það á tímum sem karlar hafa að mestu haldið um valdataumanaWoundering?

  Körlum þá skítsama um verk sín, skynsemi bak við verkin, útpældar

  uppgötvatnir, rökréttar ályktanir og mannúðlegar hugsjónir, jafnvel

  hvern þeir þurfa að drepa, bara ef næsta "dodo" er HUGSANLEGA í uppsiglingu,

  eða hægt er að velta sé upp úr blautlegum þankagangi um

  síðast "dodo" eða jafnvel mögulegt að hugsa eingöngu um ímyndað "dodoPinch?

  Helvíti er að heyra þetta og sjáErrm.

  Kannski þá ekki að furða, ef allt dúndrar niður í

  myrkustu iður helvítis hér á Jörðu reglulegaAngry.

  Helmingur mannkyns má bara "ekkert vera að því" að

  HUGSA um uppbyggingu, uppgötvanir, menntun, vísindi,

  stjórnun, barnauppeldi, mannúð, kærleik, stjórnun farartækja,

  skipulag, jafnrétti, listir, efnahag, náttúrufegurð, afkomu eða afþreyingu....

  ja, nema auðvitað að afþreyingin sé "kynlíf"Devil.

  Neipp.

  KYNLÍF er það eina sem þessi karlkyns-helmingur mannkyns pælir í

  og brýtur til mergjar, segir SimoveTounge.

  Jaso, húsfreyja er í öngum sínum.

  Pælir jafnvel í því að taka bílinn alfarið af bónda sínum,

  reynast staðhæfingar hins snjalla Simove réttar.

  Er þá húsfreyja mest rasandi á, að vesalings kynlífsþenkjandi ratarnir skuli ekki

  lenda í árekstrum daglega á leiðum sínum frá áfangastað A til BShocking.

  Hér ættu þotur að falla af himnum ofan annan hvern dag,

  skip að stranda tvist og bast, fyrirtæki að fara á hausinn vikulega,

  mæður í haugum að ala börn sín upp einar í nútímaþjóðfélögum,

  ríkistjórnir allra landa að vera rústir einar, efnahagsmál

  þeirra skotin, brennd og urðuð....öö.. þetta er nú reyndar

  svínsleg staðreynd í flestum löndum Jarðar í dag.....æææPinch.

  Bjalla í bónda næst og bjóða honum "far" heim úr vinnunni.

  Það er þá ekkert bílastjórnunarkjaftæði að trufla hjá honum "þankaganginn"

  á meðanLoL.

  Góðar stundir, og kæru herrar, munið að það er fleira til í jarðlífi

  en kynlíf, matur og fótbolti.

 


mbl.is Það sem hver karlmaður hugsar um að kynlífi undanskildu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Var bókarhöfundurinn að afla upplýsinga hjá karlmönnum á einhverjum börum? Hvernig aflaði manneskjan upplýsinganna?

Ég er að reka fyrirtæki og þar má ekki hugsa um kynlíf þar sem allir þurfa að hafa hugann við starfið...

Það er reyndar svo að ég þarf stundum að hafa konur í vinnu en það er vegna þess að þær þurfa að líta eftir konum... Ég lít svo eftir bæði kynjum ef um slys eða óhöpp er að ræða, það er líka mitt starf.

Ég get hugsað um "dodo-ið" þegar ég er kominn heim.

Ég er kanski undantekningin og eini maðurinn sem hugsar svona... Eða hvað???

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þakka þér Kaldi.  Eitthvað er "margra ára" rannsókn þessi málum blandin, enda væri hér allt í kaldakoli, verri en nokkur veruleiki í kreppu í dag, væri Simove blessaður með 100 % kórréttar niðurstöður.  Kannski svona 40-60% meðaltals-sannleikur til í þessu hjá karlinum, svona eftir því hvaða aldurshóp karla hann er að tala um.  Spólgraðir 17 ára unglingspeyjar líklega nálægt kynlífs-hugsana-hundraðinu, en svo breytast málin hef ég trú á, með auknum aldri og þroska ykkar herramannanna.  En ég hafði gaman af fréttinni, og er ætíð snögg að bregða mér í "kalda húmorinn", hvort sem ég tel allt hárrétt eða ýmsa vankanta á málum eins og hér.  Þú átt þér pottþétt marga hugsanabræður þarna úti, og einmitt gott að geta einbeitt sér að hugsa um "dodo-ið" þegar heim er komið.

  Þakka þér kærlega gott komment.

Sigríður Sigurðardóttir, 5.3.2011 kl. 18:58

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hehehe... Ég ætla rétt að vona það að það séu fleiri en ég sem geta slept kynlífshugsunarhættinum meðan þeir eru við störf (nema kanski þeir sem hafa "dodo-ið" að atvinnu)...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.3.2011 kl. 01:34

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já, segðu Kaldi.  Gætu karlmenn ekki geymt sína kynlífsþanka, einbeitt sér að öðrum málum og hugsað um athöfn líðandi stundar, sé ég t.d fyrir mér massa "upphleðslu-bílslys við öll hringtorg borga og bæja hér á vorri jörð upp á hvern dag....á leiðinni "í vinnuna"....ekki einu sinni þeir með "kynlíf" að atvinnu kæmust til vinnu sinnar.

  Þakka þér aftur.

Sigríður Sigurðardóttir, 6.3.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband