6.2.2011 | 22:54
Smá viðbót.
Húsfreyja lærði nýverið vísukorn
af einni elskulegri eldri konu:
Kaffisopinn yndæll er
eykur fjör og skapið kætir.
Langbest jafnan líkar mér
Lúðvíks Davíðs kaffibætir.
Sú aldraða mundi ekki hver orti, né hver kenndi henni.
Væri samt gaman ef einhver vissi höfund, og léti
húsfreyju vita.
Hefur afskaplega gaman af vísum og ljóðum, húsfreyja,
og vill gjarnan þekkja nöfn höfunda þeirra.
Er ekki flink að yrkja sjálf, því miður.....eða kannski ekki.
"Við kjánarnir búum til ljóð fyrir fé,
en aðeins Guð getur búið til tré"
Joyce Kilmer (1886-1966)
Húsfreyja gengur máske í það næst,
að bjástra við að reyna að "búa til tré"!
Jæja, getur altént hrært saman steypu, ef í hart fer..hehehe!
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.