16.5.2010 | 20:38
Allt er nú sem orðið SVART...
...ærnar, kýr og smalinn!
Já og strókurinn frá Eyjafjallajökli sást stefna
í austur, þá húsfreyja skrapp austur fyrir fjall
í dag með 9 ára djásnið.
Eyjarnar mistruðu í gráu skýi, hálf umkomulausar
og daprar að sjá.
Systir í Eyjum var í símanum við okkur í Þorlákshöfninni,
alveg rasandi á "öskugráum" skít og drullu, og rausaði villt og galin
í peyjum sínum að "fara úr fötunum ÚTI" á meðan
hún barmaði sér og sínum.
Heppin samt að þurfa aðeins að hugsa um 3 grútskítuga
peyja, einn drullugri hund og eina tandurhreina "neitar að
fara út í þennan viðbjóð"-móður.
Engar kindur, kýr, eða svín að hafa áhyggjur af.
Engin uppskerubrestur eða skortur á heyi.
En svo heppnir eru bændur undir Eyjafjöllum ekki.
Allt í sótsvörtu tjóni og ösku.
Vonar húsfreyja að "þeim í neðra" sé farið að leiðast
þar í jöklinum, og fari að huga að smá lúr...
og að fara í það að hrella Mister Brown fyrrum
"yfirhatt" í Bretlandi næst.
Kannski tapi sér í pípulögnum hjá Brown, og jafnvel
rústi hjá honum salerninu þá hann hyggur næst
á djöfulgang og læti.
Hvíla sig á eldgosum...tekur of mikla orku frá öllum.
En djásnið vill í kompjúterinn næst.
Góðar stundir.
Allt orðið svart aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rigning og myrkur......
Bubbi kóngur (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 20:43
..og meinlegir skuggar...sammála Bubbi!
Sigríður Sigurðardóttir, 16.5.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.