Færsluflokkur: Bloggar
12.12.2008 | 15:33
Papa don't preach....
...söng hin ljóshærða,
söngfagra en "lostafulla"
Madonna hér um árið.
Nú er sú ljóshærða búin
að "æsa upp" katólskan
kardinála í Chile, blessaðan
öðlinginnn hann Jorge Medina.
Samkvæmt viðkvæmum kardinála þessum,
er Madonna búin að móðga "sjálfan" Guð
almáttugan.
Hún virðist greinilega hafa fundið "löngum týnt"
heimilisfang almættisins, og drifið sig á
stúfana að móðga þann æðsta all svaðalega.
Og svo móðgaður er Guð, samkvæmt
Medina, að allir íbúar Chile
finna fyrir "mergjaðri" spennu, þá Madonnan
mætir í þeirra heimaland að raula nokkur lög.
Fá þá sjálfsagt allir Chilebúar í magann af stressi,
með tilheyrandi fretum, "steinsmugu" og uppsölum.
Ekki vært í messu hjá hinum ljúfa Medina, þar með,
og messugestir hans flykkjast þá á tónleika
Madonnunnar í staðinn til að "kvarta" fyrir hönd Guðs.
Ja, sei sei, mikið mæðir á hinum góða Medina.
Ekki nóg að aldavinur hans og "góðmenni", Pinochet
einræðisherrann, sem talinn er hafa "auðveldað"
3000 manns í Chile inngöngu í "himnaríki" hinna katólsku,
sé farinn yfir móðuna miklu, þá þarf hann nú að
standa í ströggli við almættið um "lostakvendið"
hana Madonnu.
Almættið vill sjálfsagt fá að vita, því þvílíku sóðakvendi
og "argabletti á mannkyninu"
sé hleypt inn í hið há rómversk-katólska Chile.
Nei! Ekkert grín þetta, að vera kardináli í Chile.
En nú væri lag fyrir Ernie Chambers hin
skapvitra öldungaþingmann þeirra
Nebraskamanna í henni Ameríku, er
reyndi að lögsækja almættið nú á dögunum,
að koma að máli við Madonnu, og fá hjá henni
"addressuna" hjá Guði.
Því hann varð fyrir því bévítans óláni
að máli hans gegn Guði var vísað frá,
þar sem hann "fann ekki" heimilisfangið
hjá þeim í æðsta.
Góðar stundir.
![]() |
Madonna sökuð um að móðga guð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.12.2008 | 08:45
Þessu þarf að kippa í liðinn.
Og það strax!
Það er lágmark að
blessuð börnin okkar fái
að borða.
Þetta eru einstaklingarnir
sem byggja munu upp
framtíðarlandið, Ísland.
Ofurskuldsett eður ei.
Lágmark að grunnþörfum þeirra sé
sinnt, og ríkið á að kippa þessu
í liðinn STRAX!
Finna úrræði og aðstoð fyrir fólk
sem ekki á fyrir mat, skiptir engu hafi
það enn sína láglaunuðu vinnu.
Vinnan er oft ekki nóg, ef launin eru
lág og hverfa jafn óðum í skuldahítirnar
stóru, þak yfir höfuðið og eina bílinn.
Húsfreyja skorar á ríkisstjórnina að
opna fyrir aðstoð fyrir láglaunafólkið,
sem getur ekki séð börnum sínum fyrir mat,
STRAX! NÚNA Í DAG!
![]() |
Fólk á ekki fyrir mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 17:59
Nú er það SÚRT!
"Þú ert ekki nógu SÚR"!
Doktorinn var harðákveðinn.
Nú á sko að láta húsfreyju
kýla á það.
Drekka!
Drekka!
Drekka!
Og það gallsúran sítrónusafa!
"Leysir upp oxalötin þín,og kemur í veg
fyrir nýrnagrjótsframleiðslu", ekki hægt að
hnika doktor.
"Og borða kalk reglulega".
Fékk svo húsfreyja tvær A-4 síður með löngum
listum yfir það sem "alls ekki á að borða, eða
lítið", og eina A-4 síðu með því sem "má" borða!
Síðastnefndi listinn "mun styttri" en hinir, og nærri helmingur
hans tekinn undir einar 20 tegundir af "jurtate",
sem húsfreyju er óhætt að skólpa í sig.
Kartöflur út.
Gulrætur út.
Rófur út.
Heilhveitibrauð út.
Allar baunir út.
Kakó út.
Laukur út.
Döðlur út.
Súkkulaði út.
Soyjamjólk út.
Krækiber, bláber, rabbabari og kiwi út.
Appelsínur,sítrónur, hnetur og marmelaði út.
Olivur út.
Svartur pipar út.
Bjór út (nema í gleri).
Og svo einhver haugur af matarkyns nammi
sem má borða lítið af....DÆS!
Svo nú verður það bara kjöt, fiskur,
melónur, rúsínur, gúrkur og hrísgrjón
serverað með "dassi" af dijon sinnepi,
hunangi, káli, sykri, Cheerios og oregano.
Og drekka nógu djö....mikið af gallsúrum
sítrónusafa með, svo húsfreyja verði
súrari en allt sem súrt er innvortis.
Og alltaf gott að skella 4 bollum af 4 teg. af
"jurtatei" í sig sem dessert, á eftir.
Merkilegt nokk, eðalvínin hvítu og rauðu
eru "inn"......í hófi svo húsfreyja verði ekki
"gallsúr alki" fyrir aldur fram!
SJÍSS!
Eitthvað er melting húsfreyju ekki í nógu
góðum gír, fyrst hún er að senda aðra hverja
máltíð hennar í "grjótframleiðslu" í
nýrum hennar.
Hvurslags "kreppulið" sér eiginlega um að
stjórna því sem meltist í kroppi húsfreyju?
Er húsfreyja komin með einhverja "míni-Dabba"
í iður sín, sem sjá um að "sía" á hálfri vinnslu,
það sem þeir telja að sé gott fyrir hana og hennar skrokk,
hitt sent beina leið í helv... "grjótið" í nýrunum?
Húsfreyja "mótmælir" svona "skítlegum"
vinnubrögðum í meltingafærum sínum, og vill hafa
sínar kartöflur, rófur og gulrætur Á SÍNUM DISKI
við hverja máltíð eftir sem áður.
Súkkulaðið ræðir hún ekki einu sinni....frekar
"deyr" hún úr "overdose" af súkkulaði heldur en að
gefa það eftir!
Kannski hægt að draga úr döðluáti....MAYBE...
og annað er svona hægt að skoða....þá
vel liggur á húsfreyju.
En bévítans sítrónusafann getur húsfreyja
sosum skólpað oní sig í stórum stíl...búin með
heilan lítra af honum nú þegar, og svei,
ef henni "súrnaði" ekki um augun af gleði þegar
að hún heyrði með sinni "gallsúru ofurheyrn",
nýru sín syngja YES, YES, YES af lukku.
"Gallsúrar gleðistundir".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 18:18
FRÁBÆRT!...
....mamma.
Þá höfum við bara Jólin
TVISVAR á árinu".
Sjö ára djásnið hrifin af
frétt þessari.
"Já, það væri kannski ekki vitlaust"
svaraði húsfreyja.
Þögn smá stund, en svo kom:
"Nei, það er ekkert vit, mamma.
Jólasveinarnir gætu aldrei vaknað um
hásumar, til að gefa krökkum í skóinn"!
"Þeir þurfa nefnilega að hvíla sig svo mikið,
og sofa á sumrin, svo þeir séu hressir í
desember", djásnið búið að hugsa málið í tætlur.
"Já, líklega er best að hafa Jólin aðeins einu sinni
á ári", svaraði húsfreyja, "en það er nú samt gaman
að Jesú skuli eiga sama afmælisdag og Jón Sigurðsson
frelsishetjan okkar".
"En hann var ekki "jólasveinn", mamma", svaraði
djásnið að bragði, og þar með var málið útrætt.
Langt síðan að húsfreyja las að Jesú hefði fæðst í
júní, en ekki desember, en aldrei fengið nákvæman
dag fyrr uppgefinn.
Væri ekki verra ef boðberi kærleika á jörðu, Jesú
frá Nasaret, ætti fæðingardag á þjóðarhátíðardegi
Litla Fróns.
![]() |
„Jesús fæddist 17. júní“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2008 | 17:44
Thank you Mister Brown.
First you turned us into
terrorists, and than you
saved us all.....and the
whole world too.
What a nice man you are,
Mister Brown.
Who needs a friend when he
has an enemy like you.
You can be our "enemy" here in Iceland,
any time you like,
and we'd love to be your "number one"
terrorists whenever we can.
We were going to send you some
(red) herring for Christmas, to thank you.
But our herring's been rather poorly and sick,
so we'll be sending you a few "Cod-heads"
instead, as we know how much you love Cod!
Your goverment even sent us Britain´s
whole damn navy, to get some, a few years back.
By the way, does the pope know, there is a
"new world savior" alive and well in Britain?
And mabe you should have a discussion with
the Jews as well?
............ .......... ...........
Hehehe, húsfreyja bara varð að fá
útrás fyrir smá meinlegheit í garð Mister Brown.
Er ekki enn búin að venja sig
við að vera "hryðjuverkamaður" í stórum
stíl þegar Mister Brown er annars vegar.
Kann ekki einu sinni að brýna hnífa, eða
hlaða byssur, húsfreyja.
Því síður búa til sprengjur og er skíthrædd
við venjulega flugelda á áramótum.
En gott að "Brúnn" breta er í góðum gír,
og enginn aukvisi þegar einhverju þarf að bjarga.
Góðar stundir.
![]() |
Gordon Brown bjargar heiminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 15:02
Nú er gaman.
"Ég ætla að skreppa út"
sagði sú tíræða.
"Það líst mér vel á",
húsfreyja brosti.
"Á að fara á djammið"?
spurði hún svo þá tíræðu glettinn.
"Neihei, því nenni ég ekki. Ég ætla
bara að heimsækja hana systur mína".
Sú gamla hló við.
"Já, og er hún jafn ern og þú" spurði
húsfreyja.
"Nú hún er "bara" 95 ára, svo hún er
altént ekki verri en ég", svaraði sú tíræða.
Góðar.
Svo erum við Frónbúarnir orðin "fræg af
endemum" alla leið til Ástralíu.
Vinkona húsfreyju þar segir í bréfi að
Ísland sé bara töluvert í fréttum þar,
og að við virðumst vera að taka á okkur
harðasta fallið í kreppunni.
Vonar hún að húsfreyja lifi ekki við sult og seyru,
og að árið 2009 verði okkur öllu skárra.
O jæja, húsfreyja borgar risavaxinn matarreikning
vikulega fyrir sína 3 manna fjölskyldu og kött,
eins og meginþorri Frónbúa.
Er í basli með verðtryggð lán af íbúð
sinni líkt og aðrir, og karlinn hennar
stressar sig í tætlur yfir bílaláninu.
En allt möndlast þetta áfram, þó að
fyrrum "settu á hausinn"- eigendur
tískuverslana í Reykjavík, séu búnir
að kaupa verslanir sínar aftur fyrir slikk,
og mótmælendur á Alþingi séu farnir að bíta.
Húsfreyja ætlar að skrapa saman nokkrum
þúsundköllum fyrir jólaklippingu handa
sjö ára djásninu, og dúllast með hana
á hárgreiðslustofuna....nema sú stofa sé
farin á hausinn, og lokað sé í 4 klukkutíma vegna
heitra kaupsamninga fyrrum eigenda
um þrotabúið, svo þeir geti skellt eign sinni
á hana AFTUR fyrir kvöldmat.
"The Icelandic Way"!
Hér er alltaf myljandi, dúndrandi fjör, grín
og gaman uppi á litla Fróni.
Bestir voru samt Spaugstofumenn með sína
útgáfu af "Ógnareðli" síðasta laugardag.
Þeir sem misstu af, geta kíkt á vefsjónvarpið
og verið með....er nefnilega sjálfstætt framhald
af "Skítlegu eðli".
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2008 | 11:06
Sindrandi silfur....
..til Sindra Þórs.
Glæsilegur árangur hjá
stráknum, og óskar húsfreyja
honum innilega til hamingju.
![]() |
Silfur hjá Sindra Þór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 14:11
Gustar undir hempu og...
..næðir milli eyrna á erkibiskupi
Parísarborgar um þessar mundir.
Gloprar út úr sér miður heppilegum
og vanhugsuðum orðum, um störf
katólskra kvenna í kirkjum.
Jaso.
Öldum saman hafa katólskar konur sinnt
hinum ýmsu störfum í katólskum kirkjum.
Skipulagt athafnir innan safnaða, sinnt góðgerðarmálum,
skreytt kirkjurnar, þrifið og skúrað.
En enn ekki verið leyft að gerast katólskir
prestar og þjóna til altaris.
Ef orðræða biskups Vingt-Trois er
vitnisburður um "gáfur" þær er katólskir
biskupar þurfa til að sinna störfum sínum,
telur húsfreyja að ekki þurfi mikið vit á
milli eyrna til að verða katólskur prestur.
Væri mun vænlegra fyrir katólskar konur að
láta karlana áfram um "ofureinfalda" hluti
þessa innan katólsku kirkjunnar, en skella
sér þess í stað í formennskustörf safnaða og svo í
skipulags- og góðgerðarstörfin innan kirkjunnar.
Í þau þarf skarpa hugsun, góða skipulagshæfileika
og mikið frumkvæði.
Prestskrúðann og latínujóðlið mega karlarnir hafa fyrir sig.
![]() |
Pilsaráðið kærir erkibiskup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2008 | 16:35
Eitt sinn skal hver deyja.
Læðist sá grunur að
húsfreyju að þetta hafi verið
Rúna Júl óskadauðdagi.
Á sviðinu að taka upp gítarinn,
er hann veikist og fluttur yfir
stuttu seinna.
Rokkari af Guðs náð og alltaf að.
Blessuð sé minning hans.
![]() |
Sárt að missa Rúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 20:04
...og er lítið mál!
Konan í símanum hjá
Tryggingastofnun
Ríkisins var ekkert nema
bjartsýnin og almennilegheitin.
"En átti þetta ekki allt að vera
orðið "rafrænt"', maldaði húsfreyja
í móinn.
"Jú, en það er samt betra og gengur
hraðar fyrir sig, rennir þú þér hingað
niður eftir með allar kvittanirnar",
konan með syngjandi létta og káta rödd.
"Þá stimplum við þetta fyrir þig í hvelli, og
verður "fljótlega" búin að fá endurgreitt
inn á reikninginn þinn".
"En hvenær fæ ég svo afsláttarkortið",
húsfreyja byrjuð að gefa eftir.
"Aaaaa, það gæti tekið aðeins lengri
tíma...en samt ætti það að geta komið
fljótlega".
Sú hjá T.R. að springa úr jákvæðni.
"Jæja, ég kem þá bara niður eftir með
þetta núna" svaraði húsfreyja.
"Nei, það gengur ekki, nema þú búir
hérna í næsta húsi við okkur" svaraði
sú ofurjákvæða.
"Nú, af hverju ekki", húsfreyja rasandi,
klukkan korter yfir tvö eftir hádegi, "á
virkum" degi.
"Það er bara opið til hálfþrjú hjá okkur
alla virka daga".
Jaso!
Það kom á húsfreyju.
Hvurslags opnunartími var þetta eiginlega?
En gott og vel. Húsfreyja kom sér bara í T.R.
nokkru upp úr hádegi daginn eftir með
allar sínar kvittanir fyrir sjúkrahúsdvöl,
rannsóknum, læknisviðtölum og steinbrjótsmeðferð
vegna nýrnagrjóts síðan í september.
Síðan liðu 2 vikur.
Þá fékk húsfreyja 7.000 krónur af
30.000 sem hún átti að fá endurgreitt.
"Hmmm... gæti fengið restina næstu mánaðarmót"
hugsaði húsfreyja bjartsýn.
NEIPP!
Bréf frá hinni yndislegu hraðvirku, skilvirku og
ekki svo mjög rafrænu Tryggingastofnun
Ríkisins kom inn um bréfalúguna til húsfreyju.
Tvær kvittanir áfestar við, með tveimur stærstu
upphæðunum.
Ekki samþykktar því þær voru úr "heimabanka",
og "óstimplaðar".
Jaso!
Húsfreyja gerði sér ferð í banka sinn í dag,
og bað um að fá "viðurkenndan ríkisstimpil"
á heimabankakvittanirnar.
NEIPP!
Svoleiðis vinnubrögð tíðkast ekki í bönkum, enda
heimabankakvittunin þar tekin gild "óstimpluð"!
Svo hvað var til ráða.
Bankafólk ekki minna rasandi á bréfi þessu
frá T.R. en húsfreyja.
Varð úr að prentuð var út staðfesting
á greiðslum húsfreyju til heilbrigðiskerfisins,
"ríkisstimplað" og gjaldkeri skrifaði undir.
"Hef ekki hugmynd hvað þeir eru að pæla,
þarna hjá T.R., þeir hefðu bara geta flett þessu
upp sjálfir með því að ýta á einn takka á
tölvum sínum" gjaldkerinn var eitt spurningamerki
yfir málinu.
"Jamm, það er svo góð virkni á "rafræna kerfinu"
hjá þeim" svaraði húsfreyja að bragði og glotti.
"Í framtíð verða reikningar frá Heilbrigðiskerfinu
merktir með rauðum þríhyrningi og:
EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM GREIÐA
ÞENNAN Í HEIMABANKA! Farið með hann í banka
og greiðið og munið að hafa kvittunina "ríkisstimplaða".
Gjaldkeri glotti og óskaði húsfreyju velfarnaðar í
samskiptum sínum við T.R.
Húsfreyja er í keng af spenningi, því hún ætlar að leggja
í hann strax eftir hádegissnarl á morgun
og finna "bjartsýnu, jákvæðu" konuna,
leggja "staðfestinguna ríkisstimplaða"
fyrir framan hana, og vona svo bara að
hún fái endurgreiðsluna fyrir Jól... og að
málið sé þar með DAUTT!
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)