Árgangsmót 1960

Eyjar 60  Það var myljandi fjör á síðastliðnu sumri

  er árgangur 1960 var með gleði- og spjallhitting.

  Húsfreyja var á útopnu alla þá helgi, og skemmti sér

  hið besta.

 

Og það var sungið....... ...Nú ætla ég að syngja ykkur

                                     lítið fallegt ljóð,

                                     um ljúfan dreng sem fallinn er nú frá.

                                     Um dreng sem átti sorgir

                                     en ávallt samt hann stóð

                                     sperrtur þó að sitthvað gengi á.

cimg3008.jpg

 

  Og það var dansað, spjallað, dansað og spjallað.

  Sungið meira

 

 

 

 

 

 

                   ... Í brekkunni er sungið dátt

                           um hetjudáð og höf.

                           Gullkornin sem Geiri og Ási færðu oss að gjöf

                           um ástir, víf og villta strengi

                           strákasótt og góða drengi

                           og hetjudáð á ystu nöf

                           um bjarta von hjá blíðum meyjum

                           perlurnar hans Árna úr Eyjum

                           og ofurmenni eins og Binna í Gröf.Eyjar 2012

           

  Eitthvert glundur var í glösum

   hjá mörgum, en það var ekki

   til vansa hjá flestum, jók aðeins

   á sönggleðina.

 

 

   Matur var snæddur á föstudagskveldi í gamla Alþýðuhúsinu...lostæti, 

   og gamlar myndir af liðinu skoðaðar...merkilegt sumir höfðu 

   örlítið breyst frá því 1973 Tounge, en flestir báru samt aldur vel.

cimg3093.jpg   Og enn var dansað...og dansað.

   "Hún hefur dýrslegt aðdráttarafl.."LoL

 

 

 

 

 

 

  Næsta dag var ræs eldsnemma, og allir mættir glaðir og með timburmenni í lágmarki að rifja upp söguna í Sögusafninu eina og sannna við Stakkó.

  Þaðan beint í gúmmituðru-á-fljúgandi-fart hálfan hring í kringum Heimaey.  Svo fallega glitraði hafið í glampandi sólskyni og geislaði eyjan okkar af fegurð í ferðinni, að örlítið ölþreytta liðið steingleymdi að verða sjóveiktWink.

Að vísu telur húsfreyja að hún hafi fengið væga súrefniseitrun í ferðalagi þessu, því hún gat ekki hætt að syngja "Sæsavalsinn" þegar í land var komið...."Er kvöldskuggar læðast um tinda og fjöll, tökum við upp einn hnall.

Því þetta er skrykkjótt og undarleg öld, með eitt hundrað prósent spjall.

Gott er í gírkassahreppi,

að gleðjast við mænuval.

Svo syngjum við valsinn hans Sæsa í kvöld, og svifum í "Herjólfsdal"!cimg3050.jpg

 

 

 

 

 

 

   Um kvöldið var síðan snætt í Bjarnakró á Eiðinu, dansað, sungið og spjallað að Eyjamanna sið langt fram á nótt.

  

   Vinkona húsfreyju kom frá Noregi, og fékk gistingu hjá systur í Eyjum.

  Var hin ánægðasta með ferðina, og húsfreyja kynnti hana fyrir krökkunum í Grænuhlíðinni.

cimg3033_1194513.jpg  Aldrei leiðinlegt að heimsækja Eyjarnar, er mat húsfreyju, jafnvel ekki síðsumars, eða í byrjun september eins og í þetta sinn.

 

 

 

 

  "Hún rís úr sumarsænum          

    í silkimjúkum blænum,

    með fjöll í feldi grænum,

    mín fagra Heimaey..."

 cimg3027_1194521.jpg

  

 

     Þetta var góð ferð út í Eyjar, og gaman að hitta gamla leikfélaga og skólafélaga.  Við vorum þéttur hópur hér í den, þrátt fyrir að vera einn af stærstu árgöngunum í Eyjum.  Leikgleði okkar var mikil og lífsgleðin ólgaði sömuleiðis í æðum okkar.   Við áttum okkar stóru drauma og þrár...helvískt eldgosið '73 setti bara svolítið strik í reikningin og gerði okkur erfitt fyrir.

  En koma sér í svefninn góða næst, vinna á morgum,

   góðarstundir og njótið helgarinnar.

 


Mjólkurlaust í Eyjum.

 IMG_1906 Þetta hljómar ofurkunnuglega í eyrum húsfreyju.

  Í Vestmannaeyjum bernsku hennar var iðulega

  mjólkurlaust að vetrarlagi í bænum, og oft var

  skömmtun á mjólkurvörum í gangi einnig.

  Hún man eftir einni lítilli sögu frá vetrinum 1967 eða 1968.

  Þá var húsfreyja smávaxin 7 eða 8 ára skotta, grönn og snaggaraleg.

  Hún hafði flutt með fjöskyldu sinni í Grænuhlíð 20 árið 1965, og

  það sama sumar fluttu tveir glænýir og mjólkurfrekir einstaklingar

  inn á heimilið og hertóku móður litlu skotturnar.LoL

  Lengi vel græjaði mamman mjólkurþörfina litlu organdi

  tvíburasystranna, en að lokum var skrúfað fyrir þá krananaLoL, og þá varð

  að fara að treysta á kúamjólkina.

  Og mikið mjólkurbarn var litla skottan, en systurnar smávöxnu

  náðu alveg að slá hana út í drykkju.

  Þá gerðist það, þennan vetur sem iðulega gerðist í Eyjum fyrir gos,

  að fyrst kom kolvitlaus lægð með ofurhvassa vestanátt í 2 daga,

  en snérist síðan veður snarlega í snarvitlaust austanbál í 3 daga,

  til þess eins að fá annan hrikalegan vestanstorm í 3 daga í kjölfarið.

  Herjólfur lá í huggulegheitum allan tímann við bryggju í Reykjavík.Pinch

  Ekkert hægt að fljúga fyrir djöfulgangi í "Kára".Frown

  Eyjamenn allir með rauðar veðurbarðar kinnar í garranum,

  mjólkurlausir, smjörlausir og kjötlitlir.

  Alltaf nóg til af fiski, og tvö bakarí sáu til þess að sjaldan varð alveg

  brauðlaust.

  En svo var það mjólkin fyrir mjólkurbörnin eftir 8 daga.

  Skottan var gerð út af örkinni, út í mjólkurbúðina sem komin

  var á Heimagötuna við hornið á Grænuhlíðinni.

  Pabbinn var í vinnu niður í Fram, afinn komst hvorki lönd né strönd

  í stífum 12 vindstigum vegna bæklunar sinnar í mjöðmum, og múttan varð

  að vera heima að tjónka við handóða tætarana, litlu systurnar.

  Skottan var dúðuð í öll sín hlýjustu vetrarföt, ullargammosíur, buxur,

  lopapeysu, úlpu, kuldaskó, húfu, vettlinga og trefil.

  Henni lá við köfnun í öllum fötunum niðri í þvottahúsi, en afinn sem sá

  um "dúðunina" vægði henni hvergi.

  Með tíkall í buddunni og túkall í úlpuvasanum, rauk hún af stað

  vestur eftir Grænuhlíðinni....var eins og að hlaupa á múrvegg.W00t

  Svo stíf og sterk var vestanáttin, að skottan fauk tvö skref afturá bak

  fyrir hver þrjú fram á við.

  Hún varð að skella hökunni ofan í bringu, halla sér fram og láta

  höfuðið kljúfa vindinn.

  Henni sóttist ferðin vestur í búð, hægt og seint.

  Varð að hvíla sig hangandi á ljósastaur af og til,

  berjast síðan áfram í keng, vinda upp á sig og skáskjóta sér

  áfram út á hlið og jafnvel ganga afturábak.

  Lafmóð á innsoginu af mæði tókst henni að lokum að

  komast í anddyrið á versluninni.

  Kalt vetrarloftið sveið ofan í lungu, svo skottan fór ekki strax inn

  í mjólkurbúðina, reyndi að jafna sig og ná andanum.

  Fór síðan inn, það klingdi í hurðarbjöllunni.Joyful

  Afgreiðslukona stóð og snéri baki í skottuna fyrir aftan hátt

  afgreiðsluborð.

  Skottan gekk að borðinu og beið átekta.

  Svo lágvaxinn var hún, að hún hvarf alveg bak við borðið.Tounge

  Afgreiðslukonan snéri sér við.

  Sá engann.

  Það gnauðaði draugalega í glugganum sem snéri út að götunni.W00t

  "Guð hjálpi mér", sagði afgreiðslukonan skelkuð við samstarfskonu,

  sem rétt í þessu kom fram með örfáar fernur af mjólk og setti í

  nánast tómar hillurnar, "ég heyrði greinilega einhvern koma inn,

  og svo er hér ekki nokkur sála nema við. Alien

  Heldurðu að þetta hafi verið draugur"?

  "Hvað segirðu, heyrðiru dyrnar opnast"?, hin konan hlessa.

  Skottan saug hressilega upp í nefið.

  "Aaaaaarrrgh",draugahrædda afgreiðslukonan gargaði upp yfir sig.W00t

  Hvíslaði síðan "heyrðiru ekki þetta"?

  Samstarfskonan hafði gripið um hjartað, þegar afgreiðslukonan gargaði,

  "En hvað, kom þá enginn inn áðan",Shocking spurði hún skjálfrödduð.

  "Já, ég kom inn, og ég er enginn draugur", skottunni nóg boðið,

  og vildi alls ekki vera talin draugur.Angry

  Konurnar beygðu sig í snatri yfir borðið, og litu þá beint í hvöss, dökkblá augu

  skottunnar sem starði á þær sármóðguð.

  Konurnar litu hvor á aðra, aftur á skottuna og síðan skelltu þær upp úr.LoL

  Skottan fór að sjá húmorinn í stöðunni, og að endingu skellihló hún líka.

  Eftir að hafa rétt fram uppáskrift frá lækni bæjarins að hún Stína í Grænuhlíð 20

  þyrfti að fá 2 lítra af mjólk fyrir mjólkurbörnin sín, fékk skottan ekki aðeins

  lítrana tvo heldur einnig þriðja mjólkurlíterinn frítt frá draugaskelkuðu

 konunum...... "ekki allir sem eru svona skemmtilegir í mjólkurbúðinni",Wink

  sagði sú sem hafði talið skottuna draug.

  Skottan var bísna ánægð með afraksturinn, og gat nú vippað

  sér með góðri samvisku yfir í matvörurnar hinu megin

  og keypt sér einn bláan Ópal fyrir túkallinn frá afa...fékk meira að segja afgang.

  Og ferðin heim gekk sko aldeilis glatt.

  Skottan fauk á hraða vindsins austur Grænuhlíðina, og hefði sjálfsagt

  flengst lengst austur á Urðir, hefði þungt innkaupanetið fullt af mjólk,

  ekki virkað sem fínasta bremsa.

  Afinn hafði verið á útkikkinu eftir skottunni niður í kjallara, og var

  fljótur að létta af henni byrðinni.

  "Nú fékkstu 3 lítra, þetta hefur gengið vel lambið mitt".

  "Já afi, og konurnar í mjólkurbúðinni verða svo glaðar þegar

  þær halda að maður sé draugur, og láta mann þá fá miklu meiri mjólk".Grin

  Og þar með var skottan rokin upp í eldhús í jólaköku og mjólkurglas

  til múttu sinnar.

  Afinn fékk engar frekari útskýringar frá sonardótturinni um "draugamálið"

  og furðaði sig mjög á svari skottunnar.

  Fékk að heyra sólarsöguna viku seinna, þegar veður hafði nokkuð

  lægt, og hann komst sjálfur út í mjólkurbúð og hitti afgreiðslukonurnar góðu.

  Og þá var hlegið dátt enn og aftur.

  Góðir tímar í góðu samfélagi Eyjanna fyrir gos.

  En vonandi fer Herjólfur að komast út í Eyjar með mjólkina góðu næstu daga.

  Góðar stundir.


mbl.is Dagvörur að klárast í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjum þetta áhlaup....

IMG_3203  ...af okkur Frónbúar, eins og allt annað.Wink

  Tólf ára djásnið fékk akstur í skólann í morgunn,

  gölluð upp og kappklædd.

  Bóndi stóð ábúðarmikill með símann í höndunum....

  "þú tekur ekkert bílinn út úr bílskúrnum í dag", beindi

  orðum sínum til nývaknaðrar húsfreyju, sem reyndi að

  "gá til veðurs" út um snjóuga stofuglugga sína.Pinch

  "'Ég var að tala við hann Jón vinnufélaga minn, hann býr fyrir austan fjall.

  Hann varð næstum því úti, þegar hann festist neðst í Kömbunum,

  og varð að snúa við í morgun".

  Húsfreyja græjaði djásnið...skólum ALDREI lokað vegna óveðurs

  í borginni við sundin bláu.Shocking

  Bóndi ók henni síðan í skólann.

  Læða breimaði ámátlega við fætur húsfreyju, sem var loksins

  nægilega vöknuð, til að kveikja á því að hún hafði ekki eignast

  nýjar hvítar blúndugardínur fyrir stofufluggann yfir nótt, heldur

  var glugginn hlaðinn snjó utan frá.Pinch

  Jamm.

  Húsfreyja mændi út í hvítan sortann....."hvítan sortann"...

  hvaða ekkisens endaleysa.....var til hvítur "sorti"?Shocking

  Mændi út í ..."hvortann"...???W00t

  "Nei, fjandakornið, þetta var bara bull", húsfreyja glotti með

  sjálfri sér og ákvað að hætta að reyna sjá eitthvað út um sína glugga.

 " Ekkisens óveður var þetta", Eyjamaðurinn í húsfreyju ekki vanur

  snjóbyljum..."en hinsvegar hefðu frændur mínir fyrir norðan á Húsavík

  hlegið að svona veðri og tekið það í nefið", hugsaði húsfreyja minnug

  þess, þegar hún hafði eitt sinn barist upp á líf og dauða við

  ekta norðlenskan snjóstorm á Húsavík, á leið sinni frá Borgarhól

  upp á sjúkrahúsið á Húsavík, vinnustað húsfreyju.

  Svei, ef húsfreyja var ekki farin að sjá "ljósið", hangandi helköld og

  hundblaut á ljósastaur 10 metra frá anddyri Húsavíkursjúkrahúss

  í það sinnið.Halo

  Svo blindur var snjóbylurinn, að sleppti húsfreyja krampakenndu

  taki sínu af ljósastaur þessum á Húsavík, og rétti út handlegginn,

  þá hvarf henni höndin sjónum frá úlnlið fram á fingur.

  Hékk húsfreyja því góðar 20 mínútur á staurnum góða.PinchIMG_3199

  Þó hún væri aðeins nokkur skref frá anddyri, hlýju og öryggi,

  hafði hún ekki hugmynd um það. 

  Vissi ekkert hvar hún var, í hvaða átt hún átti að fara og

  því síður vissi hún  HVAR sjúkrahúsið var statt

  í þessum sort.... blindandi snjóbyl.Crying

  Taldi næsta víst að spítali Húsvíkinga hefði fokið burt,

  alla leið út í Kelduhverfi jafnvel, með offorsinu, húsfreyja.Pinch

  Sá fyrir sér fyrirsagnir dagblaðanna:

  Sunnlenskur fáráður og hjúkrunarfræðingur

  varð úti, hangandi á ljósastaur.

  Rataði ekki á vinnustað sinn, sem var í 10 metra fjarlægð.

  Varði henni til lífs, að veðrið sló eitt augnablik af, svo

  sást grilla í sjúkrahúsið, ófokið og steinþegjandi.

  Sló heimsmet í hlaupi í "stuttri vegalengd", húsfreyja

  þann morguninn á Húsavík.Grin

  Þar norðan heiða var snjónum síðan svolítið rutt til hliðar,

  hann þjappaður niður, svo götur allar hækkuðu um 2 metra,

  og fólk hélt leiða sinnar til vinnu, skóla og ferða eins og áður.

  Hér í borginni við sundin bláu, er verið að moka "stoðleiðir",

  síðan "safnleiðir" (sem húsfreyja hefur ekki hugmynd um hvað er,

 nema ef vera skyldi að þetta væru göturnar sem lægju að

  "söfnum borgarinnar"Tounge) og að lokum götur í úthverfum.

  Og þeir eru heitir út í óþolinmóða Hafnfirðinga fasta hist og hér,

   mokstursmenn..."verður ekki byrjað að moka í úthverfum fyrr en

  búið er að moka allar "safnleiðir"!

  Jaso, þeim bráðliggur sjálfsagt á "söfnin" sín í óveðrinu.Devil

  En 12 ára djásnið er komið heilu og höldnu heim úr skóla,

  og sól farin að glotta á sólpall húsfreyju...en grillið bónda

  átti aldrei neinn sjens...er drukknað í snjó.

  Góðar stundir á snjóugum degi uppi á litla Fróni.IMG_3200


mbl.is „Það eru allir að leggjast á eitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar mánudagur kemur upp á þriðjudegi....að sitja í súpunni.

IMG_0564  Starfskona í eldhúsi var veik.Errm

  Forstöðukona félagsmála og allsherjarreddari staðarins

  bretti upp ermarnar og spýtti í lófana.

  Nú lá á að haska sér við verkin sín, svo hún gæti einnig

  annast eldhúsið, þvottahúsið og önnur verk eldhúskonu.

  Það var meira en nóg að gera, og stöðugt rennnerí af iðnaðarmönnum

  í ofanálag, sem báðu um ýmsar ráðleggingar og aðstoð.

  Forstöðukona náði samt að komast í eldhúsverkin, aðeins 10 mínútum

  of sein, að undirbúa hádegismatinn.

  Hitunarvagnar settir í samband, kveikt á kaffivél, lagt á borð

  fyrir 40 manns og já, ekki mátti gleyma að fylla vatnskönnurnar og setja

  á hvert borð.

  Forstöðukona setti í ofurgír, lét kalt vatn renna í vaskinn og fyllti

  fyrstu tvær vatnskönnurnar, skildi vatnið eftir rennandi í vaskinn,

  og fór með fullar könnur fram í innri salinn og setti á borðin sem voru fjærst

  eldhúsi.Halo

  Strax komin biðröð við dyrnar þar inn, og forstöðukona staldraði við og bað

  öldungana að hinkra í 10 mínútur, hún væri ekki alveg tilbúin með matinn.

  Snéri við fram í eldhúsið aftur.

  Hrikalegur vatnsflaumur tók á móti henni.Pinch

  Hún hafði rekið sig í kranann þegar hún fór með könnurnar,án þess að taka eftir því,

  svo nú flæddi ískalt vatnið fagnandi eftir löngu borðinu, niður skápana

  og yfir gólfið í áttina að matsalnum, líkt og tær og hjalandi fjallalækur.LoL

  Forstöðukona hljóp við fót og skrúfaði fyri kranann.

  Þrjátíu borðtuskum dúndraði hún á "stöðuvatnið" á borðinu,

  en síðan varð hún að galla sig upp í stígvél og vopnast

  moppu og fötu og þurrka upp bévítans "lækinn",

  því nánast var "ófært" inn í eldhúsið á blautu og hálu gólfinu.W00t

  Mitt í þessum hasar og hremmingum forstöðukonu rambaði bæjarstjórinn inn

  eldhúsið með frítt föruneyti, að skoða nýbygginguna.GetLost

  Hallelúja!

  Forstöðukonu lá við að sundla af álagi.

  Varð aldeilis um þessa óviðbúnu heimsókn, og fékk léttan taugatitring

  í kjölfarið upp á 3,4 á Richter.Tounge

  En bæjarstjóri glotti og hvarf brátt á braut með fylgdarlið sitt.

  Dálítið skjálfandi náði forstöðukona að klára að græja eldhúsgólfið,

  og fór í það að flytja þungan súpudallinn í hitavagninn.

  KRASH!

  BANG!

  Argvítans dallurinn rann úr höndum forstöðukonu, skall í gólfið

  og súpan rann glettin á braut, sömu leið og "lækurinn" áður.Angry

  Altént helmingurinn af henni.Pinch

  Forstöðukonu lá við örvinglun.

  Gólfið var aftur orðið kolófært, nú vegna súpuklísturs, og hún nýbúin að skúra.

  Ofursjúkraliðinn mætti sem frelsandi engill, og bauðst til að

  þurrka upp súpusullið, svo forstöðukona kæmist í það að opna

  fyrir öldungana inn í matsal og skammta matinn.Halo

  Gekk nú allt með ágætum í 10 mínútur, öldungar fengu mat, og

  ofursjúkraliði kláraði að þurrka upp súpu að mestu.

  Ofursjúkraliði deildi út lyfjum og fór síðan að færa þeim súpu

  sem vildu, í eftirrétt.

  KRASH!

  BANG!

  Full súpuskálinn virtist snúa sig úr höndum ofursjúkraliða, og skall

  í gólfið með látum.

  Súpa út um allt gólf.....aftur.W00t

  Ofursjúkraliði náði þegjandi í skúringagræjurnar.GetLost

  Húsfreyja fékk að heyra alla "flóðasöguna" er hún mætti í

  hádeginu, og veinaði af hlátri.LoL

  Forstöðukona og ofursjúkraliði hlógu með, ekki hægt annað.Grin

  Og svona til að halda áfram að létta andrúmsloftið,

  mættu rafmagns -og símamenn á svæðið, og rifu allar dyrabjöllur

  öldunga úr sambandi.

  Ættingjar að reyna að heimsækja sína öldnu foreldra, voru lítt hrifnir

  að standa 20 mínútur úti í 7 stiga frosti, við þögular dyrabjöllur,Angry

  og hengdu sig aftan í iðnaðarmenn á flandri út og inn, hvenær sem færi gafst.

  Mættu síðan ættingjar í lange baner og kvörtuðu...einn bauð húsfreyju að taka

  útidyrnar í aðalinnganginum af hjörunum.Whistling

  Forstöðukona stússaði í kringum ættingja og iðnaðarmenn...

  húsfreyja bauðst til að "vígja" fleiri gólf með appelsíni í þetta sinn.... nú eða

  að rífa eitthvað úr sambandi áður en hún færi í sáraskiptingu.Wink

  Uppskar hlátur og fliss.

  Eftir sárastúss og pappírsvesen og spjall við öldunga og ættingja, hvarf

  húsfreyja á braut.

  Skildi smá pistil eftir handa deildarstjóra um flóðamálið og fleira.

  Og endaði pistil með þessu: 

                                               Annars ríkir friður í þínum húsum,

                                               þar enginn lengur brynnir músum.

                                               Þar er allt með kyrrum kjörum

                                              og hurðar hanga enn á hjörum.

 

  Alltaf gaman í vinnunni hjá húsfreyju.

  Góðar stundir.


Að flytja fljót.

2853885085_be31002aa5_m  Verklagnir menn Frónbúar, og dugnaður þeirra og

  kraftur til verka mikill.

  Fara sjálfsagt létt með að redda hrísgrjónaakrinum...afsakið,Cool

  Landeyjahöfn, með því að flytja eitt af öflugustu fljótum landsins

  eitthvað til vesturs...nú og eða þá til austurs....nema hvortveggja sé.Pinch

  Lítið verk og löðurmannlegt, þegar snjallir menn hafa ákveðið,

  hvar best sé að hafa auruga og straumharða ósa Markarfljóts.

  Þarf aðeins að reikna út ólgandi strauma hafs við eina sendnustu

  strönd  litla Fróns, spá fyrir um ríkjandi veðurátt næstu öldina eða svo...

  austur og vestur, hver verður bestur,Tounge

  og síðan tryggja að  ekki verði nein teljandi truflun á ferðum

  Herjólsf í Landeyjahöfn vegna eldgosa í Eyjafjallajökli með mergjuði öskufalli.W00t

  Jamm, lítið mál.

  Eins enskir segja:  PIECE OF KAKE!LoL

  En svona til fróðleiks, þá á Markarfljót upptök sín

  í Mýrdalsjökli en einnig eitthvað frá Eyjafjallajökli,

  er 100 kílómetra langt og er stórfljót að vatnsmagni og

  straumhörku eftir að það skilar sér niður í byggð.

  Jamm, bara eitt svona "lítið og þægilegt" stórfljót uppi á litla Fróni,

  sem gaman er að vesenast með í flutningi til austurs...nú eða vesturs.Whistling

  Verður spennandi, telur húsfreyja, að fylgjast með "flutningi"

  Markarfljóts, verði sú lausn á samgöngumálum Eyjamanna valin.

  En það er farið að flökra að húsfreyju, að "jarðgöngin" hans Johnsen

  hérna um árið, hafi alls ekki verið svo algalin hugmynd.Halo

  Góðar stundir, og Guð blessi flugvöllinn í Eyjum.Grin


Er verið að auglýsa eftir ofurmenni eða...

images?q=tbn:ANd9GcRLSSCKC1NAhQDHXEeUbO5BpB64PmbdvD-036FGzs2Xz86im85-qM0vjB1d  ...kannski bara einhverjum "slatta af fólki"?Halo

  Þór Björnsson í "sterkasti maður heims-keppninni" væri

  þar með alveg tilvalinn í "húsgagnatilfærslurnar",Wink

  Óli Laufdal myndi brillera í hótelrekstrarmálunum,Cool

  frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti ásamt Óla og frú

  á Bessastöðum, myndu rústa þessum kröfum um tungumál og þýðingar.."jú eint sín noðþing jet"Joyful...

  .....nema kannski rússneskunni...en það leysist seinna í málsgreininni,

  "niðurskornir, fyrrum rafvirkjar og húsverðir" á öldrunarheimilunum tækju

  viðgerðir og viðhald í nefið, á meðan "ofurræstitæknir" með rússnesku sem

  aðaltungumál, en eigi að síður búandi á litla Fróni síðustu 10 ár, færi létt

  með þrif og rússneskar þýðingar.Tounge

  Það er bara þetta með "ferðaþjónustuna" sem er höfuðverkur.Pinch

  Þyrfti eiginlega að vera "bóndi" sem tæki það málið að sér....Woundering

  (eitursnjöllustu ferðaþjónustumenn litla Fróns, bændur),

  en þá klúðrast alveg búsetan á hótelinu, því bóndi verður

  alltaf að vera mættur í fjósið að sinna beljunum í býtið á morgni hverjum....Whistling

  nema auðvitað að hótelfrúin samþykki að láta eina svítuna undir

  beljugreyin.Devil

  Þá væri auðvitað málið leyst.

  BINGÓ!

  Hótelfrúin þar með búin að redda sínu hóteli um alla ókomna tíð,

  með haug af flottu fólki í vinnu...gott ef hún gæti ekki skroppið

  sumarlangt í siglingu um Miðjarðarhafið ár hvert, með súperfína

  samvisku.Halo

  Ekki aðeins væri hún með hótel sitt í góðum málum, heldur væri hún að stuðla

  að minnkandi atvinnuleysi á litla Fróni, ásamt rosalegum

  frumlegheitum í hótelrekstri....eða hvaða hótel annað væri

  með baulandi kýr og jórtrandi í flauelssófa inn á forsetasvítu?Tounge

  Aldeilis kostuleg atvinnuauglýsing þetta.

  Góðar stundir.funny_cow


mbl.is Leitað að ofurmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera metin að verðleikum.

 116710d1336650010-happy-nurses-week-2012-happy_nurses_week_by_nurse11349 Allir vilja vera metnir að verðleikum.

  Að störf þeirra séu virt og metin.

  Að hin mikla orka og fagmennska sem við leggjum í störf okkar,

  skili sér að hluta til, aftur til okkar.

  Að okkur líði vel í vinnu okkar, vitandi að fjárhagslegt

  öryggi sé tryggt með góðum launum fyrir þrotlaust og

  fórnfúst starf.

  Og að auki ef þú ert hjúkrunarfræðingur:

  Að fá að vinna í gleðinni sem felst í að hjálpa náunganum.

  Að hlúa að voninni þegar erfið veikindi herja á.

  Þetta er stóra málið okkar hjúkrunarfræðinga.

  ERU ÍSLENSKIR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR METNIR AÐ

  VERÐLEIKUM?

  HAFA ÍSLENSKIR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR EINHVERN TÍMANN

  VERIÐ METNIR AÐ VERÐLEIKUM?

  Mánaðarlaun húsfreyju síðasta mánuð: 369.617 krónur miðað við 100% starf.

  Og þá á eftir að taka af staðgreiðslu, orlof, félagsgjöld ofl.

  Er þetta boðlegt hjúkrunarfræðingi til næstum 30 ára.

  Er þetta í lagi?

  Eða er í lagi að  hefja öll mánaðamót í bullandi mínus?

  Því þegar húsfreyja er búin að greiða íbúð, bíl, fasteignagjöld ofl.

  á hún örfáa þúsundkalla eftir sem duga fyrir brauði og mjólk....

  í viku.

  Jamm.

  Í viku.

  Þá er að svína á VISA fyrir mat og nauðsynjum næstu

  3 vikurnar.

  Húsfreyja er ekki eini hjúkrunarfræðingurinn hér uppi á litla Fróni sem

  býr við þennan dapra raunverukeika.

  Enda er Noregur svarið fyrir marga heilbrigðisstarfsmenn í dag.

  Litla Fróni blæðir færum og frábærum frábærum hjúkrunarfræðingum

  til norskra frænda okkar sem kunna þá vel að meta.

  Hve lengi þolir "velferðarríkið" Ísland að missa allan þennan

  þrautþjálfaða her heilbrigðisstarfsmanna úr landi?

  Sjúklingar á öllum aldri eru nú þegar orðnir "biðlistafólk", tímabundnir öryrkjar

  sem er kippt út úr "enduruppbyggingu" litla Fróns eftir hrun, vikum og

  jafnvel mánuðum saman.

  Fólk sem verða virkir þjóðfélagsþegnar, um leið og þeir hafa notið

  góðrar og skilvirkrar heilbrigðisþjónustu.

  Og fleiri lenda í mistökum, fleiri deyja bíðandi, fleiri verða að

  sækja sér lækningu og hjúkrun erlendis og fleiri fá fljótfærnislegar,

  "skammtímareddingar" á heilsufarsvanda.

  Er þetta framtíð litla Fróns í heilbrigðismálum?

  Verða hjúkrunarfræðingar á litla Fróni ALDREI metnir að verðleikum?

  Svo mörg voru þau orð.

  Góðar stundir.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23. janúar 1973- Nóttin Eina- Afi.

 Minning -2.Afi Guðmundur Eyjólfsson með stelpurnar sínar   Afi minn, Guðmundur Eyjólfsson er  72 ára gamall

  í janúar 1973.

  Hressilegur og sterkur karl, sem fer allra sinna

  ferða, gangandi með staf, þrátt fyrir stálkúlur

  í báðum mjöðmum.

  Er að vísu farin að heyra illa, og notar heyrnatæki,

  en sjónin er skörp og hugurinn athugull.

  Afi er fæddur 24.nóvember

  á því Herrans ári 1900 undir Eyjafjöllum.

  Aðeins þriggja daga gamall, er hann kominn að

  Iðu í Biskupstungu ásamt Sigríði Helgadóttur

  móður sinni, þar sem hann elst upp.

  Sautján ára er hann nýfluttur með móður sinni

  til Reykjavíkur, þegar Spænska veikin brýst út.

  Lendir hann óharðnaður unglingur í því að

  bera út úr húsum borgarinnar, látin börn,

  konur og karlmenn og setja í kös á líkvagna.

  Til sjós fer hann síðan og siglir alla leið til

  Barcelóna með fiskafurðir.

  Á vertíð í Eyjum hittir hann unga, fallega konu,

  Árnýju Magneu Seinunni Árnadóttur frá Byggðarholti

  í Eyjum.

  Hún verður hans eiginkona og maki næstu 40 árin,

  eða þar til Árný deyr síðla árs 1960.

  Þau flytja í lítið hús, Eiða við hlið Byggðarholts.

  Börnin fæðast þeim eitt af öðru, sex í allt, en

  eitt missa þau, dreng níu mánaða gamlan.

  Lífið er afa og ömmu erfitt.

  Afi fær snemma illvíga slitgigt í báðar mjaðmir,

  sem hægt og bítandi hamlar hreyfingu hans

  og truflar hann við störf,

  eða þar til hann fær stálkúlur í báðar mjaðmir

  í kringum 1952- 1954.

  Árný amma er með sársaukafulla berkla í hnénu

  á öðrum fæti, og er inn og út af sjúkrahúsi meira eða

  minna allan þeirra búskap.

  Fátæktin er mikil og þegar kreppan er í algleymingi

  1933, verða þau hjónin að láta tvo af drengjunum sínum

  frá sér í fóstur.

  Hinum þremur koma þau upp með harðræði og dugnaði,

  og er pabbi, Siggi á Eiðum næst elstur þeirra systkyna.

  Árið 1973 er afi búinn að búa rúm 50 ár í Vestmannaeyjum,

  og er fyrir löngu orðinn Eyjamaður í húð og hár.

  Hvergi unir hann sér betur en á eyjunni sinni fögru.

  Ekkill síðustu 12 árin, fluttur og býr í stóra fallega húsinu

  hans Sigurðar sonar síns í Grænuhlíð 20,

  með stórt prívat herbergi og útsýni út á Víkina og Heimaklett.

  Á alltaf Tópas í vasanum að stinga upp í

  hávaðasömu sonardæturnar þrjár, sem eiga herbergi

  við hliðina á honum.

  Eldgos á sjálfri Heimaey, er ekki eitthvað sem

  afi minn hafði reiknað með að fá í hausinn, fremur en

  nokkur annar Eyjamaður árið 1973.

  Vantrú og afneitun eru því fyrstu viðbrögð afa,

  þegar mamma ræsir hann rétt fyrir fjögur að

  morgni 23. janúar 1973.

  "Það hefur bara kviknað í töðunni hans Tobba á Kirkjubæ",

  segir hann snakillur og argur við mömmu og pabba.

  Þrasar í mömmu, sem vill að hann taki ferðaútvarpið

  sitt með niður, "og Sigurður sonur rokinn út að taka

  myndir af HlÖÐUBRUNA", það hnussar í gamla manninum.

  En klæðist og er snöggur niður í kjallara, þegar hann

  heyrir okkur systurnar, mig 12 ára og Önnu og Árnýju

  7 ára, brasa þar niðri við að klæða okkur í útiföt.

  "Hvað eruð þið að æða út um miðja nótt, stelpur"?,

  afi heyrði mjög illa, svo sjálfsagt hefur hann ekki

  heyrt eins og við hin drunurnar frá gosinu.

  En sjón afa er enn skörp, og logarauðan himininn

  í austri sér hann vel, þegar út var komið.

  Alvara atburða næturinnar setja hann hljóðan.

  Örlög kúnna hans Tobba á Kirkjubæ sitja lengi

  vel í honum, skelfing dýranna og hljóðin sem þær

  sendu út í náttmyrkrið, á harðahlaupum beint

  í dauðann.

  Þeim er öllum slátrað niðri á höfn næsta dag.

  Afi undrast kraftana sem leysast úr læðingi austur

  á Eyju þessa nótt, líkt og við hin, en hefur ekki mörg

  orð þar um.

  "Það var gott að þú skyldir láta mig taka útvarpið, Stína,

  við getum þá fylgst með fréttum af þessum ósköpum".

  Um borð í Danska Pétri neitar afi að fara niður í káetu eða

  niður í lest.

  Gamli sjómaðurinn veit sem er, að ekki er auðvelt fyrir

  bæklaðan mann, haltan með staf, að komast upp og

  niður stiga í fiskibátum.

  Hann velur að standa úti, skorðaður við spilið, þó hann viti

  að báðar mjaðmir hans muni frjósa fastar í vetrarkalsanum

  og helköldu næturloftinu á stíminu upp á land.

  Tvisvar afþakkar hann teppi til að verja sig

  nístandi kuldanum.

  Þau fara til fólksins niður í lestinni.

  En það er hér sem sagan tekur á sig snúning, eins

  og pabbi minn, Siggi á Eiðum, hefði orðað það.

  Því örlagadísirnar stilla sína strengi og slá dátt þessa nótt,

  og sjá til þess að afi hafi félagsskap á leiðinni upp á land.

  Ingi á Háeyri, ágætur kunningi afa situr við spilið

  hjá honum alla leiðina.

  Ingi hefur gripið með sér pela, sýpur drjúgt og er

  brátt ölhreifur, skrafar, spjallar og syngur.

  Afi vel sáttur með spjallið, en eftir því sem lækkar

  í pelanum, eykst sönggleði Inga að miklum mun,

  þó ekki sé hann alltaf lagviss.

  Og Ingi syngur og syngur.

  Öll Eyjalögin, gamlar gamanvísur, drykkjuvísur og slagara.

  Jafnvel tregafulla ástarsöngva, á milli þess sem hann sýpur á

  og skrafar við afa.

  Afi hefur mismikla skemmtun af söngnum, en hefur ekki orð

  á því við Inga.

  Í Þorlákshöfn er Ingi snar að vippa sér í land, en afi

  er frosinn fastur af kulda og stirðleika við spilið.

  Pabbi fær tvo kraftalega karla úr Þorlákshöfn til þess

  að vippa afa upp úr bátnum, upp á bryggju og beina leið

  upp í rútu, svo lítið beri á.

  Vissi sem var, að gamli maðurinn yrði lítt hrifinn

  af því að vekja athygli á bæklun sinni sjálfur og

  því síður að biðja um aðstoð.

  Við systurnar förum upp í rútuna og setjumst hjá afa.

  Síðan mætir mamma og að lokum pabbi.

  Full rútan af Eyjamönnum heldur síðan af stað.

  Pabbi horfir yfir mannskapinn, og sér að blik hefur

  kviknað í augum afa, og að hann er farinn að

  hvessa á hann augum.

  "Er ekki allt í lagi, pabbi", spyr pabbi afa.

  "Það hélt ég sonur sæll, að ég ætti ekki eftir að lifa það,

  að vera skipað upp á land í Þorlákshöfn, eins og trospoka",LoL

  afi beittur í húmornum.

  Pabbi hlær, en afi er ekki búinn.

  "Og ekki nóg með það, heldur hafði ég SKEMMTIKRAFT

  um borð í bátnum.

  Alla leiðina upp á land!

  Ingi á Háeyri lét eins og fífl, alla leiðina"! Joyfulog hér glottir

  afi við tönn en pabbi skellihlær.

  Jafnvel í eldgosi sjá þessir feðgar húmor í aðstæðunum.

  Það er svo 1. október 1976, þremur árum seinna sem afi minn

  deyr á Hrafnistu í Reykjavík.

  Daginn eftir deyr annar merkur Eyjamaður, töluvert yngri en afi.

  Sá heitir Ingi, já Ingi á Háeyri.

  Og saman fara þeir ferðafélagarnir frá því þremur árum áður,

  út í Eyjarnar sínar aftur.

  Um borð í Herjólfi.

  Í tveimur hvítum kistum.

  Og þá slá örlagadísirnar strengi sína létt og lipurt enn og aftur,

  hlæja í kapp við öldurnar og hverfa á braut.

  Kannski að afi hafi séð um að "skemmta" Inga í

  þeirri ferðinni.

  Hver veit?


23.janúar 1973- Nóttin eina að þriðja sinni.

182230_10151362070413431_1518542139_nGrænuhlíð 20

19. mars 1973. Hús á hálfri annarri hæð, með kjallara og niðurgrafna brunna. 240 ferm.

  fyrir utan brunna.

....... ....... ..... ...... ....... .......

 

   Ég er risin upp við dogg í kojunni í káetunni í Danska Pétri.

  "Mamma, ég þarf að pissa"!

  Mamma stumrar yfir ungu, sjóveiku konunni og litlu

  stúlkunni hennar.

  "Þú verður að fara upp á klósettið, Sigga mín, reyndu að

  stíga ölduna".

  Báturinn stingst fram á við, og veltur síðan snöggt til hægri,

  réttir sig og veltur snarlega til vinstri.

  Ég rígheld í litla borðið, sem gamli maðurinn situr

  nú hálfrorrandi, og dormandi við.

  Varirnar á honum eru bláar, og hann stynur mikið.

  "Hvað er að STÍGA ÖLDUNA"?, hugsa ég um leið

  og næsta bratta alda flengir mér fram að káetudyrum.

  Framan við káetu er þröng á þingi, alls staðar situr fólk,

  ælulyktina slær fyrir vit mér, stæka og súra.

  Ég bíð eftir næstu hreyfingu bátsins og reyni að

  ganga "upp í móti", milli fótanna á sitjandi fólkinu.

  Rétt næ að grípa í stigahandriðið, þegar báturinn

  súnkar skyndilega niður og veltur í allt aðra átt.

  Mér tekst að tosa mér upp stigann.

  Sé pabba, hann er að stumra yfir unglingsstúlku með

  sítt, blautt hár.  Hann vefur utan um hana grátt teppi,

  og reynir að skorða hana sitjandi í skoti við stýrishúsið.

  "Hvar er klósettið, pabbi" spyr ég, og tennurnar glamra í

  munni mér af kulda.

  Pabbi hleypur til að lítilli hurð, en þungri og opnar fyrir mér.

  Enginn salernispappír.

  Löngu búinn.

  "Verður að hafa það, ég er altént ekki að gera "stórt" sem

  betur fer", hér glotti ég að þönkum mínum.

  "Hvar er afi" spyr ég pabba, sem hefur hinkrað við dyrnar

  eftir mér, þegar ég kem af salerninu.

  "Hann stendur við spilið úti á dekki og er bísna brattur",

  svarar pabbi, "en farðu nú strax niður aftur, hér er svo kalt".

  "En er afa ekki skítkalt þarna úti, pabbi", ég með áhyggjur af afa.

  En pabbi er stokkinn af stað, og aðstoðar konu með mikið sjóveikan

  dreng, á að giska 9 ára, að komast inn á salernið.

  Ég sveiflast í áttina að stiganum, með hliðaröldu, spyrni við

  fótum, sný við og kem mér út á dekk.

  Þar mætir mér nístingsköld vetrarnóttin, og ég tek andköf og

  fæ tár í augun, svo kaldur er vindurinn.

  Ég fikra mig í áttina til dökku mannverunnar með derhúfuna,

  sem stendur keik við spilið, og horfir hvössum augum

  út sortann af og til.

  Var lengi til sjós, hann afi minn, Guðmundur á Eiðum, ungur maður,

  og nú dunar honum sjómannsblóðið um æðar, hann hvorki

  finnur til sjóveiki né helkulda.

  "Afi, er allt í lagi, er þér ekki kalt", tennurnar glamra svo hrikalega

  í munni mínum, "að ef ég væri  með falskar tennur, væru þær dottnar

  úr munni mínum af hristingi", hugsunin fæðist með slatta af húmor í kolli mínum. 

  Ég ætla aftur að glotta með sjálfri mér að hugsunum mínum,

  en varir mínar eru stífar af kulda, og bærast ekki.

  "Það er allt í lagi með mig, lambið mitt" svarar afi.

  "Já, við afi þinn erum hressir" segir maður sem situr skammt frá

  afa og veifa pela.

  "Hann afi þinn er þrælgóður, gamall sjóhundur", klykkir pelamaðurinn út með

  og sýpur drjúgt á.

  Pabbi kominn með grátt ullarteppi undir handlegg.

  "Við fundum eitt teppi í viðbót, viltu ekki fá það um herðarnar, pabbi",

  spyr hann afa.

  Afi þverneitar, "farðu með það niður í lest, Siggi, þar margir sem

  eru að krókna úr kulda".

  Pabbi hlýðir.

  "Farðu niður aftur, Sigga mín, ég hef það ágætt hérna" segir afi.

  Strýkur mér yfir hárið, og blikkar mig.

  Ég flý fegin aftur niður í káetu.

  "Ógurlega er þetta löng sigling upp á land, mamma" segi ég

  þegar ég kem niður.

  Mamma játar því, um leið og hún aðstoðar hjartveika manninn, sem

  nú er vaknaður, við að taka hjartatöflu.

  Tvær klukkustundir enn veltumst við í brælunni.

  En loksins!

  Land.

  Við erum komin til Þorlákshafnar.

  Rigning, myrkur að mestu, aðeins grámar örlítið í

  dagsbirtu dagsins 23. janúar 1973.

  Klukkan er hálf tólf fyrir hádegi.

  Pabbi virðist fastur í endalausu Adrenalínkikki.

  Þekkir marga í Þorlákshöfn, karla sem eru að aðstoða

  okkur upp úr bátunum.

  "Sælir strákar", pabbi glaðhlakkalegur, "nú er það hrikalega svart með

  okkur Eyjamenn".

  Bárður, vinur pabba úr Þorlákshöfn, svarar: "Nú, hvað meinarðu, Siggi,

  þið eruð öll að verða hólpin, og komin upp á land"?

  "Jú, sjáiði til, strákar, þegar Guð eyddi Sódómu og Gómorru, þá

  VARAÐI hann íbúana alla við hamförunum, en við Eyjamenn fengum

  ENGA AÐVÖRUN"!  Hér hlær pabbi sínum smitandi hlátri, og

  félagarnir úr Þorlákshöfn geta ekki annað en tekið undir og hlegið með.

  "Alltaf sami gárunginn og léttur á því, Siggi minn", Bárður kreistir hönd

  pabba.

  Við erum vafin í teppi og skellt upp í rútu.

  Einkennilegt hossandi ferðalag eftir holóttum þjóðvegi

  í rúman klukkutíma.

  Sótsvört sandauðn, grár mosi, þoka og loks höfuðborgin.

  Í MH fáum við næringu, Kók og Prins Póló í eftirrétt.

  Stella föðursystir og Róbert mæta og sækja afa.

  Toni föðurbróðir ekur okkur á Framnesveginn til ömmu.

  Amma ætlar að taka okkur inn á heimili sitt.

  Framundan er óvissa, óöryggi, missir og lamandi sorg.

  Martröðin er hafin.

 

  .... ..... ..... ..... ..... ...

  Enn er einn pistill eftir að þessu sinni frá Nóttinni Einu.

  Hann kemur á næstu dögum.

  Ótrúlega snúið að rifja þetta upp enn og aftur.

  Húsfreyja hefur setið hér klökk, þakklát, sorgmædd, brosandi og rasandi hissa.

  En punkturinn yfir i-ið næst.

  Góðar stundir og vonandi hafið þið einhvern fróðleik af

  þessum pistlum húsfreyju.


BROS dagsins.

Sumar júní 2010142  Íslenska þjóðin vann!

  Fékk að kjósa um Icesafe og sagði NEI!

  Forseti vor á heiður skilinn fyrir að neita að

  skrifa undir Icesafe og leyfa okkur að kjósa um málið.

  Og þjóðin hafnaði þeirri hörmung og vildi

  málið fyrir dómsstóla.

  Við gerðum rétt, það hefur sýnt sig nú.

  Íslendingar snillingar að þrasa á alþjóðavettvangi,

  höfum enn engu gleymt frá því að danskur kóngur vildi hér

  öllu ráða og stjórna.

  Húsfreyja óskar sinni þjóð innilega til hamingju með

  unnið mál í Icesafe.

  Kerlingarfálan hún "Ísbjörg" er DAUÐ!Tounge

  HALLELÚJA!

  Góðar og "ICEFREE" stundir.Wink

 


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband