26.11.2009 | 21:19
Bévítans ellihrumleiki...
...í baki, að hrjá húsfreyju þessa
síðustu daga.
Var að bjástra við blautan þvott
síðdegis á föstudegi, og varð næstum
farlama á eftir.
Ekkisens, árans sviðabruni í mjóbaki með
leiðni niður í fót setti húsfreyju í "farbann"
med det samme.
Komst við illan leik frá rúmstokk og á salerni
næstu tvo daga.
Klæða sig í sokka! Ekki sjens.
Buxur! Mega-vandamál, en þó gerlegt með
mikilli skipulagningu.
Fyrst upp á olnboga, í sitjandi stöðu,
skáskjóta skárri skankanum fram í buxnaskálm,
upp að ökkla. Þá troð verri löppinni í sína skálm
ofurhægt og ofurvarlega...hrópa á 8 ára djásnið
og biðja hana að koma og toga buxnastrenginn það
hátt upp að húsfreyja næði honum án þess að beygja sig
hið minnsta, og BINGÓ málið var leyst.
Síðan legið á hitapoka, bólgueyðandi lyf brudd
og óréttlæti heimsins krufið til mergjar.....og krufið
til mergjar.
Árans vesen að geta ekki þrifið eldhúsgluggann
og sett upp jólagardínurnar.
Ekki einu sinni hægt að pára á nokkur jólakort.
Húsfreyja dæsti og stundi yfir hrikalegu óréttlæti
þessu, einmitt þegar hún ætlaði að byrja SVO SNEMMA
á jólaundirbúningnum....ætlaði alls ekki að vera
með allt í rassi, eins og oft áður.
Jamm.
En húsfreyja er nú öll plástruð upp á japanska vísu,
og er heldur að skána.
Verður orðin "jólagardínufær" um helgina.
Góðar stundir, og passið ykkur á bévítans blauta þvottinum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.