28.9.2009 | 20:08
Man einhver eftir...
..nuddtækinu sem sett var
á gólfið?
Sá herða- og hálsslappi átti svo
að leggjast á gólfið með höfuð
og herðar ofan á nuddpúðann...
tækið sett í gang...og BINGÓ!
Þriggja daga "sjóriða" var árangurinn eftir gott 15- 20 mín. nudd.
En að vísu varstu bara bara asskoti góður í hálsi og herðum,
þar sem herbergin sveifluðust og gólfin rúlluðu
um dag eftir dag...á "ÞURRU LANDI"!
Komst ekki í vinnuna í 3 daga.
Varst léttur á kostum.
Og rúmið og salernið voru í uppáhaldi.
Jamm.
Mútta húsfreyju átti eitt svona tæki....hmmm hvað ætli hafi
orðið af því?
HEFUR EKKI SÉÐ ÞAÐ ÁRUM SAMAN, HÚSFREYJA.
Skrítið!
Svo var það "græjan" sem átti að redda
öllu "hafið þið séð lyklana mína"- liðinu.
Nóg var að festa "dinglumdanglið" við
lyklakippu þína....týna síðan öllu saman...
en FINNA á undraverðum tíma aftur,
með því að FLAUTA!
Aha!
Flauta!
Þá átti dinglumdanglið eða græjan að
gefa frá sér PÍP, og gefa uppi staðsetningu
lyklanna þar með.
Húsfreyja æddi um flautandi kvöld eftir kvöld
um herbergi sín....til þess eins að uppgötva
að bévítans lyklarnir voru HVERGI í 5 metra radíus
frá blístri hennar.
Fundust ævinlega á eftirfarandi stöðum:
1. Í búningsherberginu á vinnustað hennar ( annað hús).
2. Í framsætinu á herlegri bifreið hennar utandyra.
3. Heima hjá foreldrum hennar...í öðru þorpi, í 2 klukkutíma
keyrslu fjarlægð.
4. Og reyndar tvisvar eða þrisvar hringdu vinir húsfreyju
og létu hana vita af lyklunum hennar í þeirra vörslu eftir heimsókn.
Húsfreyja fann ALDREI neina lykla þó hún blési sig fjólubláa af
helvísku blístri.
ALDREI!
Húsfreyja græjaði sig upp með eðal axlartuðru,
sem auðveldlega rúmar 1/3 af búslóð hennar....hefur
ekki týnt lyklum síðan.
Henti dinglumdanglinu á haugana.
Tuðran?
Jú, hún hefur týnst.....en vegna "stærðar" og þyngdar aldrei
lengur en 3 -5 mínútur í einu.
Er svona "ómögulegt að týna"-hlutur, því það fer svo
mikið fyrir henni.
Magn umfram gæði, er málið hér.
Þarf aldrei að "FLAUTA"!
Húsfreyja lætur þjóðlagasöngvurum eftir blístrið með glöðu geði.
En þið sem eigið "sturtuútvarpið"...er ekki bara málið
að fá sér "baðkar" og skella sér í bað með þau gömlu
góðu á GUFUNNI..."I'm gonna wash that man right out of my hair"...?
Góða baðstundir.
Sturtuútvarpið versta græjan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.